Það borgar sig að fjárfesta í knattspyrnukonum Ingunn Haraldsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 17:00 Lið Barcelona sem varð atvinnumannalið árið 2015, er nú orðið stórveldi og óhætt að kalla það eitt besta lið í heimi um þessar mundir. Svipaða sögu er hægt að segja af öðrum liðum víða um Evrópu, þar sem fjárfesting í kvennaliðum félaganna hefur skilað sér margfalt til baka. Áhorfendatölur rjúka upp og loksins geta ungar knattspyrnukonur fundið sér kvenkyns fyrirmyndir og elt drauma sem áður voru ekki til staðar. Við búum svo vel að eiga landslið í hæsta gæðaflokki, og höfum átt í mörg ár. Liðið fer nú á sitt fjórða Evrópumót í röð næsta sumar og situr í 16. sæti heimslistans. Margar þeirra spila í bestu deildum í heimi, á móti og með bestu leikmönnum í heimi. Nú í haust komst íslenskt lið í 16-liða riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem er stórmerkilegur árangur og sýnir styrk íslenska boltans. Þrátt fyrir þennan árangur hallar enn á konur í knattspyrnunni og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Knattspyrnan og menningin í kringum hana hefur alltaf verið karllæg. Í dag er engin kona aðalþjálfari í efstu deild kvenna. Jafnframt eru konur í miklum minnihluta í stjórnunarstörfum félaganna, sem er mikil skekkja í ljósi þess að þriðjungur iðkenda er kvenkyns. Frá fyrsta formlega knattspyrnuleik kvenna sem leikinn var á Íslandi árið 1970, hafa konur þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir tilverurétti sínum innan hreyfingarinnar. Yfir fimmtíu ár eru liðin og margt vatn hefur sem betur fer runnið til sjávar. Starfandi landslið kvenna og heimild til að nota eins takkaskó og karlarnir, sem voru baráttumál fyrir 30 árum síðan, eru sem betur fer sjálfsagðir hlutir í dag. Þó er sorglega margt sameiginlegt með baráttunni þá og nú. Leikmenn í efstu deild kvenna hafa sem dæmi þurft að sætta sig við sömu dómara og næst efsta deild karla, þar sem greiðsla fyrir dómgæslu í efstu deild karla er tvöfalt hærri en í efstu deild kvenna (skv. tölum 2021). Mörg kvennalið kljást við aðstöðuleysi, fá ekki sama aðgang að völlum og klefum og karlaliðin og fá jafnvel ekki sama búnað og æfingafatnað. Fjármagn sem berst félögunum er oft gífurlega misskipt milli kynjanna. Því miður skilar þetta misrétti sér niður í yngri flokka og bitnar á okkar ungu knattspyrnukonum, framtíðinni. Alltof snemma fá þær skilaboð um að þeirra vinna og árangur sé minna virði. Sýnileiki knattspyrnukvenna hefur aukist gríðarlega síðustu ár og nú er sífellt algengara að sjá fótboltatreyjur merktar kvenkyns fyrirmyndum hlaupandi um sparkvelli landsins. Fjölmiðlaumfjöllun hefur stóraukist, sem er frábær þróun en nú þarf að láta kné fylgja kviði. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar er heilmargt fólk tilbúið til að taka þátt í jafnréttisbaráttu en svo virðist sem þörf sé á utanaðkomandi stuðningi til að sú umræða fái hljómgrunn innan félaganna. Nú megum við ekki staðna og láta þennan mikla meðbyr sem knattspyrnukonur hafa framhjá okkur fara, heldur stökkva um borð og taka þátt í þeirri byltingu sem á sér stað erlendis. Ekki aðeins er það mikilvægt til að eiga áfram landslið í fremstu röð, heldur einnig fyrst og fremst til að gefa stúlkum og drengjum jöfn tækifæri frá upphafi, til að upplifa allt það sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa það að markmiði að auka samstöðu og vera sameiningarafl í jafnréttisbaráttu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Samtökin voru stofnuð 1990 en hafa ekki verið starfræk síðustu ár. Þau verða formlega endurvakin í Iðnó þann 25. febrúar 2022. Öll sem vilja taka þátt í jafnréttisbaráttu knattspyrnukvenna eru hvött til að mæta og vera hluti af þessum tímamótum í íslenskri knattspyrnu. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna. Höfundur er knattspyrnukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Lið Barcelona sem varð atvinnumannalið árið 2015, er nú orðið stórveldi og óhætt að kalla það eitt besta lið í heimi um þessar mundir. Svipaða sögu er hægt að segja af öðrum liðum víða um Evrópu, þar sem fjárfesting í kvennaliðum félaganna hefur skilað sér margfalt til baka. Áhorfendatölur rjúka upp og loksins geta ungar knattspyrnukonur fundið sér kvenkyns fyrirmyndir og elt drauma sem áður voru ekki til staðar. Við búum svo vel að eiga landslið í hæsta gæðaflokki, og höfum átt í mörg ár. Liðið fer nú á sitt fjórða Evrópumót í röð næsta sumar og situr í 16. sæti heimslistans. Margar þeirra spila í bestu deildum í heimi, á móti og með bestu leikmönnum í heimi. Nú í haust komst íslenskt lið í 16-liða riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem er stórmerkilegur árangur og sýnir styrk íslenska boltans. Þrátt fyrir þennan árangur hallar enn á konur í knattspyrnunni og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Knattspyrnan og menningin í kringum hana hefur alltaf verið karllæg. Í dag er engin kona aðalþjálfari í efstu deild kvenna. Jafnframt eru konur í miklum minnihluta í stjórnunarstörfum félaganna, sem er mikil skekkja í ljósi þess að þriðjungur iðkenda er kvenkyns. Frá fyrsta formlega knattspyrnuleik kvenna sem leikinn var á Íslandi árið 1970, hafa konur þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir tilverurétti sínum innan hreyfingarinnar. Yfir fimmtíu ár eru liðin og margt vatn hefur sem betur fer runnið til sjávar. Starfandi landslið kvenna og heimild til að nota eins takkaskó og karlarnir, sem voru baráttumál fyrir 30 árum síðan, eru sem betur fer sjálfsagðir hlutir í dag. Þó er sorglega margt sameiginlegt með baráttunni þá og nú. Leikmenn í efstu deild kvenna hafa sem dæmi þurft að sætta sig við sömu dómara og næst efsta deild karla, þar sem greiðsla fyrir dómgæslu í efstu deild karla er tvöfalt hærri en í efstu deild kvenna (skv. tölum 2021). Mörg kvennalið kljást við aðstöðuleysi, fá ekki sama aðgang að völlum og klefum og karlaliðin og fá jafnvel ekki sama búnað og æfingafatnað. Fjármagn sem berst félögunum er oft gífurlega misskipt milli kynjanna. Því miður skilar þetta misrétti sér niður í yngri flokka og bitnar á okkar ungu knattspyrnukonum, framtíðinni. Alltof snemma fá þær skilaboð um að þeirra vinna og árangur sé minna virði. Sýnileiki knattspyrnukvenna hefur aukist gríðarlega síðustu ár og nú er sífellt algengara að sjá fótboltatreyjur merktar kvenkyns fyrirmyndum hlaupandi um sparkvelli landsins. Fjölmiðlaumfjöllun hefur stóraukist, sem er frábær þróun en nú þarf að láta kné fylgja kviði. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar er heilmargt fólk tilbúið til að taka þátt í jafnréttisbaráttu en svo virðist sem þörf sé á utanaðkomandi stuðningi til að sú umræða fái hljómgrunn innan félaganna. Nú megum við ekki staðna og láta þennan mikla meðbyr sem knattspyrnukonur hafa framhjá okkur fara, heldur stökkva um borð og taka þátt í þeirri byltingu sem á sér stað erlendis. Ekki aðeins er það mikilvægt til að eiga áfram landslið í fremstu röð, heldur einnig fyrst og fremst til að gefa stúlkum og drengjum jöfn tækifæri frá upphafi, til að upplifa allt það sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa það að markmiði að auka samstöðu og vera sameiningarafl í jafnréttisbaráttu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Samtökin voru stofnuð 1990 en hafa ekki verið starfræk síðustu ár. Þau verða formlega endurvakin í Iðnó þann 25. febrúar 2022. Öll sem vilja taka þátt í jafnréttisbaráttu knattspyrnukvenna eru hvött til að mæta og vera hluti af þessum tímamótum í íslenskri knattspyrnu. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna. Höfundur er knattspyrnukona.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun