Kári segir ákvörðun rektors í siðanefndarmáli herfileg mistök Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2022 09:44 Jón Atli Benediktsson rektor hefur siglt tiltölulega lygnan sjó til þessa en nú hefur hann fengið yfir sig grjótharða gagnrýni Kára Stefánssonar, og það vilja fáir eiga yfir höfði sér. vísir/vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur það mikil mistök af hálfu Jóns Atla Benediktssonar háskólarektors að telja úr vegi að siðanefnd HÍ fjalli um kæru Bergsveins Birgissonar á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra. Eins og Vísir hefur áður greint frá er mál Bergsveins, sem hefur sakað Ásgeir um ritstuld, að hann hafi fengið að láni án þess að geta heimilda kenningar úr bók sinni Leitinni að Svarta víkingnum við skrif um landnám Íslands í sinni bók Eyjan hans Ingólfs, í öngstræti. Bergsveinn kærði málið til siðanefndar Háskólans hvar Ásgeir er í launalausu leyfi. Rektor telur það þýða að siðanefnd hafi ekki neitt yfir verkum Ásgeirs að segja, en seðlabankastjóri hefur einmitt komið þeim sjónarmiðum á framfæri. Kári telur þetta fráleita ályktun. Ásgeir telur fráleitt að skólinn hafi yfir sér lögsögu Ásgeir skilaði inn greinargerð til siðanefndar og birti hana jafnframt á Vísi. Þetta gerði hann þrátt fyrir að viðurkenna ekki lögsögu nefndarinnar meðan hann gegnir stöðu seðlabankastjóra. „Hér er um prinsipp mál að ræða. Seðlabankinn er sjálfstæður og skv. lögum get ég ekki verið í virku ráðningarsambandi við annan aðila en Stjórnarráð Íslands eða lotið boðvaldi rektors HÍ – svo lengi sem ég gegni stöðu seðlabankastjóra,“ sagði Ásgeir á Facebook-síðu sinni 15. þessa mánaðar. Hann telur að slíkt hið sama eigi við um aðra sem eru í tímabundnu leyfi frá Hí með sömu formerkjum – líkt og forseta Íslands sem samkvæmt stjórnarskrá getur ekki verið í virku ráðningarsambandi við aðra en þjóðina sjálfa. „Það væri aukinheldur opið Pandóru-box ef allir gætu kært orð og athafnir seðlabankastjóra og forseta til Siðanefndar HÍ. Aðrar stofnanir okkar samfélags leiða slík mál til lykta. Spurningin um virkt ráðningarsamband er lögvarið hugtak úr vinnurétti en ekki siðferðislegt álitamál sem hægt er að teygja til. Það lýsir þekkingarleysi að áætla annað. Ég benti Siðanefnd strax á þessa staðreynd – en hún virti mig ekki svars,“ segir Ásgeir. Kári hefur annað hvort ekki tekið eftir þeim ummælum seðlabankastjóra eða hann gefur lítið fyrir þau. „Nú getur öllum orðið á í messunni og Ásgeir hefur sýnt okkur upp á síðkastið að hann sem seðlabankastjóri er engin undantekning í því efni og hvers vegna ætti hann þá að vera undantekning sem fræðimaður?“ spyr Kári í pistli sem hann birtir á Facebooksíðu sinni. Launalaust leyfi getur ekki reynst skálkaskjól Kári tekur það fram að hann sé ekki að taka afstöðu til álitaefnisins sem slíks heldur ákvörðunar Jóns Atla að telja málið utan lögsögu siðanefndarinnar á þeim forsendum að Ásgeir væri í ólaunuðu leyfi frá skólanum. Nefndin sjálf hefur hins vegar lýst því yfir að hún telji sig í stöðu til að taka málið til umfjöllunar. Hún hefur öll sagt af sér eftir að ákvörðun rektors lá fyrir. „Þetta voru dapurleg mistök af hálfu Jóns Atla sem háskólaráði ber að leiðrétta. Meðan Ásgeir er handhafi stöðu við Háskólann hlýtur skólinn að gera þá kröfu til hans að við fræðistörf sín þá haldi hann sig innan þeirra marka sem eru settar af siðareglum skólans og hefðum fræðasamfélagins. Ef úrskurður rektors fær að standa býður hann upp á þann möguleika að fræðimenn háskólans geti skipulagt vinnu sína þannig að þeir taki sér launalaust leyfi þegar þeir ætla sér að stunda einhvern fæðilegan ósóma og komið síðan til baka úr leyfinu með hreinan skjöld af því enginn hafði heimild til þess að kanna hvort ásakanir um ósómann væru sannar eða lognar,“ segir Kári. Raun vísinda Forstjórinn beinir máli sínu til þeirra sem sitja í háskólaráði, segir mistök rekstors á ábyrð þeirra sem þar sitja. „Sú ákvörðun að fræðimaður sem er starfsmaður háskólans þurfi ekki að lúta siðareglum skólans við fræðistörf sín þegar hann er í launalausu leyfi er stefnumörkun sem samkvæmt lögum á að vera á ykkar borði.“ Kári lýkur pistli sínum á því að vitna í þekk ljóð Dags Sigurðarsonar og segir viðbúið að ef háskólaráð leiðrétti þetta ekki sé hættan sú að háskólinn tapi trausti fólksins í landinu og fari að taka ljóð Dags alvarlega: Raun vísinda: stofnun háskólans Háskólar Seðlabankinn Íslensk erfðagreining Höfundarréttur Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. 15. febrúar 2022 13:01 Ásgeir segir framgöngu Bergsveins gegn sér ósæmilega Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur svarað ásökunum Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, um ritstuld og birtir greinargerð þar að lútandi á Vísi. Ásgeir grunar að ásakanirnar hafi öðrum þræði verið hugsaðar til að koma sér frá embætti í Seðlabankanum. 15. febrúar 2022 10:28 Bergsveinn telur fulla ástæðu til að vantreysta siðanefnd Háskóla Íslands Siðanefnd Háskóla Íslands hefur tekið afstöðu til erindis Bergsveins Birgissonar rithöfundar og fræðimanns en hann fór fram á að Skúli Skúlason víki úr nefndinni við meðferð kæru hans á hendur Ásgeir Jónssyni seðlabankastjóra. 31. janúar 2022 13:08 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Eins og Vísir hefur áður greint frá er mál Bergsveins, sem hefur sakað Ásgeir um ritstuld, að hann hafi fengið að láni án þess að geta heimilda kenningar úr bók sinni Leitinni að Svarta víkingnum við skrif um landnám Íslands í sinni bók Eyjan hans Ingólfs, í öngstræti. Bergsveinn kærði málið til siðanefndar Háskólans hvar Ásgeir er í launalausu leyfi. Rektor telur það þýða að siðanefnd hafi ekki neitt yfir verkum Ásgeirs að segja, en seðlabankastjóri hefur einmitt komið þeim sjónarmiðum á framfæri. Kári telur þetta fráleita ályktun. Ásgeir telur fráleitt að skólinn hafi yfir sér lögsögu Ásgeir skilaði inn greinargerð til siðanefndar og birti hana jafnframt á Vísi. Þetta gerði hann þrátt fyrir að viðurkenna ekki lögsögu nefndarinnar meðan hann gegnir stöðu seðlabankastjóra. „Hér er um prinsipp mál að ræða. Seðlabankinn er sjálfstæður og skv. lögum get ég ekki verið í virku ráðningarsambandi við annan aðila en Stjórnarráð Íslands eða lotið boðvaldi rektors HÍ – svo lengi sem ég gegni stöðu seðlabankastjóra,“ sagði Ásgeir á Facebook-síðu sinni 15. þessa mánaðar. Hann telur að slíkt hið sama eigi við um aðra sem eru í tímabundnu leyfi frá Hí með sömu formerkjum – líkt og forseta Íslands sem samkvæmt stjórnarskrá getur ekki verið í virku ráðningarsambandi við aðra en þjóðina sjálfa. „Það væri aukinheldur opið Pandóru-box ef allir gætu kært orð og athafnir seðlabankastjóra og forseta til Siðanefndar HÍ. Aðrar stofnanir okkar samfélags leiða slík mál til lykta. Spurningin um virkt ráðningarsamband er lögvarið hugtak úr vinnurétti en ekki siðferðislegt álitamál sem hægt er að teygja til. Það lýsir þekkingarleysi að áætla annað. Ég benti Siðanefnd strax á þessa staðreynd – en hún virti mig ekki svars,“ segir Ásgeir. Kári hefur annað hvort ekki tekið eftir þeim ummælum seðlabankastjóra eða hann gefur lítið fyrir þau. „Nú getur öllum orðið á í messunni og Ásgeir hefur sýnt okkur upp á síðkastið að hann sem seðlabankastjóri er engin undantekning í því efni og hvers vegna ætti hann þá að vera undantekning sem fræðimaður?“ spyr Kári í pistli sem hann birtir á Facebooksíðu sinni. Launalaust leyfi getur ekki reynst skálkaskjól Kári tekur það fram að hann sé ekki að taka afstöðu til álitaefnisins sem slíks heldur ákvörðunar Jóns Atla að telja málið utan lögsögu siðanefndarinnar á þeim forsendum að Ásgeir væri í ólaunuðu leyfi frá skólanum. Nefndin sjálf hefur hins vegar lýst því yfir að hún telji sig í stöðu til að taka málið til umfjöllunar. Hún hefur öll sagt af sér eftir að ákvörðun rektors lá fyrir. „Þetta voru dapurleg mistök af hálfu Jóns Atla sem háskólaráði ber að leiðrétta. Meðan Ásgeir er handhafi stöðu við Háskólann hlýtur skólinn að gera þá kröfu til hans að við fræðistörf sín þá haldi hann sig innan þeirra marka sem eru settar af siðareglum skólans og hefðum fræðasamfélagins. Ef úrskurður rektors fær að standa býður hann upp á þann möguleika að fræðimenn háskólans geti skipulagt vinnu sína þannig að þeir taki sér launalaust leyfi þegar þeir ætla sér að stunda einhvern fæðilegan ósóma og komið síðan til baka úr leyfinu með hreinan skjöld af því enginn hafði heimild til þess að kanna hvort ásakanir um ósómann væru sannar eða lognar,“ segir Kári. Raun vísinda Forstjórinn beinir máli sínu til þeirra sem sitja í háskólaráði, segir mistök rekstors á ábyrð þeirra sem þar sitja. „Sú ákvörðun að fræðimaður sem er starfsmaður háskólans þurfi ekki að lúta siðareglum skólans við fræðistörf sín þegar hann er í launalausu leyfi er stefnumörkun sem samkvæmt lögum á að vera á ykkar borði.“ Kári lýkur pistli sínum á því að vitna í þekk ljóð Dags Sigurðarsonar og segir viðbúið að ef háskólaráð leiðrétti þetta ekki sé hættan sú að háskólinn tapi trausti fólksins í landinu og fari að taka ljóð Dags alvarlega: Raun vísinda: stofnun háskólans
Háskólar Seðlabankinn Íslensk erfðagreining Höfundarréttur Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. 15. febrúar 2022 13:01 Ásgeir segir framgöngu Bergsveins gegn sér ósæmilega Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur svarað ásökunum Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, um ritstuld og birtir greinargerð þar að lútandi á Vísi. Ásgeir grunar að ásakanirnar hafi öðrum þræði verið hugsaðar til að koma sér frá embætti í Seðlabankanum. 15. febrúar 2022 10:28 Bergsveinn telur fulla ástæðu til að vantreysta siðanefnd Háskóla Íslands Siðanefnd Háskóla Íslands hefur tekið afstöðu til erindis Bergsveins Birgissonar rithöfundar og fræðimanns en hann fór fram á að Skúli Skúlason víki úr nefndinni við meðferð kæru hans á hendur Ásgeir Jónssyni seðlabankastjóra. 31. janúar 2022 13:08 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. 15. febrúar 2022 13:01
Ásgeir segir framgöngu Bergsveins gegn sér ósæmilega Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur svarað ásökunum Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, um ritstuld og birtir greinargerð þar að lútandi á Vísi. Ásgeir grunar að ásakanirnar hafi öðrum þræði verið hugsaðar til að koma sér frá embætti í Seðlabankanum. 15. febrúar 2022 10:28
Bergsveinn telur fulla ástæðu til að vantreysta siðanefnd Háskóla Íslands Siðanefnd Háskóla Íslands hefur tekið afstöðu til erindis Bergsveins Birgissonar rithöfundar og fræðimanns en hann fór fram á að Skúli Skúlason víki úr nefndinni við meðferð kæru hans á hendur Ásgeir Jónssyni seðlabankastjóra. 31. janúar 2022 13:08