Ætla að kynna frekari aðgerðir gegn Rússum í dag Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2022 13:51 Úkraínskir hermenn við æfingar í síðasta mánuði. EPA/SERGEY KOZLOV Sendiherrar Evrópusambandsins hafa komist að niðurstöðu um frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna hernaðaraðgerða þeirra í Úkraínu. Búist er við því að þær verði samþykktar og kynntar síðar í dag. Samkvæmt heimildum Guardian beinast þær meðal annars gegn Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, yfirmönnum flughers Rússlands og svartahafsflota Rússlands. Þær munu einnig beinast að umfangsmiklum áróðursdreifurum og 351 þingmanni sem greiddi atkvæði með samþykkt þess að viðurkenna héruðin Luhansk og Donetsk sem sjálfstæð ríki. Utanríkisráðherrar aðildarríkja eiga eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar en búist er við því að það verði gert og að aðgerðirnar verði kynntar seinna í dag. Forsetar Póllands og Litháen sendu á öðrum tímanum í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu með Vólódómí Selenskí, forseta Úkraínu, um að Úkraína eigi að fá stöðu umsóknaraðila hjá Evrópusambandinu. Í yfirlýsingunni segir að umbætur í Úkraínu hafi þegar náð miklum árangri og með þær ógnanir sem Úkraína stendur frammi fyrir í huga, eigi Úkraínumenn það skilið. Þeir Andrzej Duda, forseti Póllands, og Gitanas Nauseda, forseti Litháen, segja að þeir muni styðja Úkraínumenn í þeim málum. Þeir kalla sömuleiðis eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi. 🇱🇹,🇵🇱&🇺🇦Presidents strongly condemn Russia's decision to recognise Donetsk&Luhansk "republics". We reaffirm strong commitment to the sovereignty& territorial integrity of 🇺🇦🇱🇹&🇵🇱fully support #Ukraine European aspirations: it deserves #EU candidate statushttps://t.co/hlmcoX5lFy pic.twitter.com/u6NMp41MNV— Gitanas Nausėda (@GitanasNauseda) February 23, 2022 Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Hernaður Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. 23. febrúar 2022 12:11 „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Samkvæmt heimildum Guardian beinast þær meðal annars gegn Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, yfirmönnum flughers Rússlands og svartahafsflota Rússlands. Þær munu einnig beinast að umfangsmiklum áróðursdreifurum og 351 þingmanni sem greiddi atkvæði með samþykkt þess að viðurkenna héruðin Luhansk og Donetsk sem sjálfstæð ríki. Utanríkisráðherrar aðildarríkja eiga eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar en búist er við því að það verði gert og að aðgerðirnar verði kynntar seinna í dag. Forsetar Póllands og Litháen sendu á öðrum tímanum í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu með Vólódómí Selenskí, forseta Úkraínu, um að Úkraína eigi að fá stöðu umsóknaraðila hjá Evrópusambandinu. Í yfirlýsingunni segir að umbætur í Úkraínu hafi þegar náð miklum árangri og með þær ógnanir sem Úkraína stendur frammi fyrir í huga, eigi Úkraínumenn það skilið. Þeir Andrzej Duda, forseti Póllands, og Gitanas Nauseda, forseti Litháen, segja að þeir muni styðja Úkraínumenn í þeim málum. Þeir kalla sömuleiðis eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi. 🇱🇹,🇵🇱&🇺🇦Presidents strongly condemn Russia's decision to recognise Donetsk&Luhansk "republics". We reaffirm strong commitment to the sovereignty& territorial integrity of 🇺🇦🇱🇹&🇵🇱fully support #Ukraine European aspirations: it deserves #EU candidate statushttps://t.co/hlmcoX5lFy pic.twitter.com/u6NMp41MNV— Gitanas Nausėda (@GitanasNauseda) February 23, 2022
Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Hernaður Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. 23. febrúar 2022 12:11 „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. 23. febrúar 2022 12:11
„Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48
Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43