Karólína Lea: Auðvitað hatar maður að tapa en við lærum á þessu fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 07:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var auðvitað svekkt með tapið í lokaleiknum en ánægð með mótið í heild sinni. Vísir/Hulda Margrét Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu fengu skell á móti heimsmeisturunum í Dallas í nótt. Karólína Lea hefur ekki áhyggjur af því að svo stór skellur komi niður á sjálfstrausti stelpnanna í framhaldinu. „Það er gaman að keppa á móti svona góðu liði en leiðinlegt að tapa svona stórt. Það er margt sem við getum lært frá þessum leik. Við getum séð hvað við getum bætt. Þetta kom kannski ekki á óvart en skemmtileg upplifun,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á blaðamannafundi eftir leikinn. Karólína Lea var spurð út í það hvort þær bandarísku hefðu verið sterkari en hún bjóst við. „Þær eru vissulega með fínt lið en ég held að við hefðum líka geta gert færri mistök og haldið boltanum betur. Ég reyni bara að hugsa um okkar leik en þær voru bata fína,“ sagði Karólína Lea. „Auðvitað er maður ánægður þegar maður fær að byrja alla leiki. Maður getur aldrei verið ósáttur með að fá traust frá þjálfaranum. Ég er alla vega mjög þakklát fyrir traustið í þessu móti,“ sagði Karólína. „Ég er að þroskast mikið sem leikmaður núna er að fá að vinna með það að spila tíuna í blandi við að spila áttuna. Ég held að ég þurfi að einbeita mér að því að bæta mig í því að vera þessi skapandi leikmaður. Það er gott að fá mínútur,“ sagði Karólína. Er þetta stóra tap eitthvað að fara að sitja í stelpunum eftir gott gengi þar á undan. „Auðvitað hatar maður að tapa og mér finnst það ekki skemmtilegt. Þetta er bara æfingarmót og við notum þetta mót bara til að æfa liðið og spila okkur saman. Nota þetta fyrir EM og undankeppni HM. Þetta er vara búið á morgun,“ sagði Karólína. „Þetta var gríðarlega skemmtilegt mót og líka skemmtilegt að koma svona í aðra menningu. Gott líka að hafa þennan tímamismun því það tekur mann aðeins frá raunveruleikanum. Þetta var mjög skemmtileg reynsla og vonandi höldum við áfram að gera þetta á hverju ári,“ sagði Karólína. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38 Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Það er gaman að keppa á móti svona góðu liði en leiðinlegt að tapa svona stórt. Það er margt sem við getum lært frá þessum leik. Við getum séð hvað við getum bætt. Þetta kom kannski ekki á óvart en skemmtileg upplifun,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á blaðamannafundi eftir leikinn. Karólína Lea var spurð út í það hvort þær bandarísku hefðu verið sterkari en hún bjóst við. „Þær eru vissulega með fínt lið en ég held að við hefðum líka geta gert færri mistök og haldið boltanum betur. Ég reyni bara að hugsa um okkar leik en þær voru bata fína,“ sagði Karólína Lea. „Auðvitað er maður ánægður þegar maður fær að byrja alla leiki. Maður getur aldrei verið ósáttur með að fá traust frá þjálfaranum. Ég er alla vega mjög þakklát fyrir traustið í þessu móti,“ sagði Karólína. „Ég er að þroskast mikið sem leikmaður núna er að fá að vinna með það að spila tíuna í blandi við að spila áttuna. Ég held að ég þurfi að einbeita mér að því að bæta mig í því að vera þessi skapandi leikmaður. Það er gott að fá mínútur,“ sagði Karólína. Er þetta stóra tap eitthvað að fara að sitja í stelpunum eftir gott gengi þar á undan. „Auðvitað hatar maður að tapa og mér finnst það ekki skemmtilegt. Þetta er bara æfingarmót og við notum þetta mót bara til að æfa liðið og spila okkur saman. Nota þetta fyrir EM og undankeppni HM. Þetta er vara búið á morgun,“ sagði Karólína. „Þetta var gríðarlega skemmtilegt mót og líka skemmtilegt að koma svona í aðra menningu. Gott líka að hafa þennan tímamismun því það tekur mann aðeins frá raunveruleikanum. Þetta var mjög skemmtileg reynsla og vonandi höldum við áfram að gera þetta á hverju ári,“ sagði Karólína.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38 Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38
Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20