Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 10:59 Hilmar Leifsson, bróðir Tryggva Rúnars Leifssonar, og fleiri aðstandendur Tryggva í Hæstarétti árið 2018 þegar sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru sýknaðir. Vísir/Daníel Þór Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. Málið er angi af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi Rúnar var árið 1980 sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi, brennu, nauðgun og þjófnaðarbrot. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 13 ár. Tryggvi Rúnar lést 1. maí 2009. Hinn 24. febrúar 2017 féllst endurupptökunefnd á endurupptöku máls Tryggva og fleiri sakborninga. Var hann með dómi Hæstaréttar árið 2018 sýknaður af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Erfingjar Tryggva Rúnars höfðuðu líkt og aðrir sakborningar og erfingjar þeirra miskabótamál á hendur ríkinu á þeim grundvelli að Tryggvi Rúnar hefði hlotið óréttláta málsmeðferð, frelsissviptingu og harðræði í gæsluvarðhaldi. Sömuleiðis bóta vegna atvinnumissis og annars fjárhagslegs tjóns vegna málsins. Íslenska ríkið var sýknað í bótamáli dánarbús Tryggva á þeim grundvelli að skilyrði væru ekki uppfyllt á þann veg að krafa um miskabætur gæti erfst og runnið til dánarbúsins. Þá taldi Landsréttur að dánarbúið hefði ekki lagt fram nein gögn til stuðnings kröfu sinni um skaðabætur vegna atvinnumissis og annars fjártjóns. Þeirri kröfu var því vísað frá héraðsdómi sökum vanreifunar. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður dánarbús Tryggva Rúnars, var harðorður í garð íslenska ríkisins þegar niðurstaðan var ljós í Landsrétti í desember. Við sama tilefni voru dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar, annars sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, dæmdar 350 milljónir krónur í bætur. „Málið fellur á því að ríkið er sýknað því Tryggvi lést áður en málið var höfðað,“ sagði Páll Rúnar í samtali við fréttastofu. „Hins vegar er fallist á bótarétt Kristján því hann lést eftir að málið var höfðað.“ Hann sagðist eiga von á því að íslenska ríkið gerði upp við dánarbú Tryggva Rúnars líkt og hinna, ella yrði málinu áfrýjað til Hæstaréttar sem nú er orðin raunin. Hæstiréttur féllst á að dómurinn kynni að hafa fordæmisgildi og var áfrýjunarbeiðnin því samþykkt. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Málið er angi af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi Rúnar var árið 1980 sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi, brennu, nauðgun og þjófnaðarbrot. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 13 ár. Tryggvi Rúnar lést 1. maí 2009. Hinn 24. febrúar 2017 féllst endurupptökunefnd á endurupptöku máls Tryggva og fleiri sakborninga. Var hann með dómi Hæstaréttar árið 2018 sýknaður af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Erfingjar Tryggva Rúnars höfðuðu líkt og aðrir sakborningar og erfingjar þeirra miskabótamál á hendur ríkinu á þeim grundvelli að Tryggvi Rúnar hefði hlotið óréttláta málsmeðferð, frelsissviptingu og harðræði í gæsluvarðhaldi. Sömuleiðis bóta vegna atvinnumissis og annars fjárhagslegs tjóns vegna málsins. Íslenska ríkið var sýknað í bótamáli dánarbús Tryggva á þeim grundvelli að skilyrði væru ekki uppfyllt á þann veg að krafa um miskabætur gæti erfst og runnið til dánarbúsins. Þá taldi Landsréttur að dánarbúið hefði ekki lagt fram nein gögn til stuðnings kröfu sinni um skaðabætur vegna atvinnumissis og annars fjártjóns. Þeirri kröfu var því vísað frá héraðsdómi sökum vanreifunar. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður dánarbús Tryggva Rúnars, var harðorður í garð íslenska ríkisins þegar niðurstaðan var ljós í Landsrétti í desember. Við sama tilefni voru dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar, annars sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, dæmdar 350 milljónir krónur í bætur. „Málið fellur á því að ríkið er sýknað því Tryggvi lést áður en málið var höfðað,“ sagði Páll Rúnar í samtali við fréttastofu. „Hins vegar er fallist á bótarétt Kristján því hann lést eftir að málið var höfðað.“ Hann sagðist eiga von á því að íslenska ríkið gerði upp við dánarbú Tryggva Rúnars líkt og hinna, ella yrði málinu áfrýjað til Hæstaréttar sem nú er orðin raunin. Hæstiréttur féllst á að dómurinn kynni að hafa fordæmisgildi og var áfrýjunarbeiðnin því samþykkt.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira