Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 11:44 Barn í rólu í íbúðarhverfi í Kænugarði í morgun eftir eldflaugaárás á fjölbýlishús. Forseti Úkraínu sagði að minnsta kosti 137 hermenn hafa fallið í bardögum í gær. Getty Images/Chris McGrath UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF. Þar segir að hrollvekjandi myndir og fréttir berist nú af framvindu mála í Úkraínu þar sem börn í austurhluta landsins hafa í átta ár lifað við átök og hættur. UNICEF hefur lýst miklum áhyggjum af ástandinu sem ógna nú lífi og velferð þeirra 7,5 milljóna barna sem í landinu búa. „Mikilvægir innviðir, vatnsveitur og skólabyggingar hafa nú þegar skemmst í árásum á átakasvæðum undanfarna daga. Árásum sem ekki sér fyrir endann á. Linni þessum átökum ekki er ljóst að tugir þúsunda fjölskyldna munu neyðast til að flýja heimili sín og auka enn á þörf fyrir neyðaraðstoð í landinu,“ segir í tilkynningunni. „Síðastliðin átta ár hafa yfir 750 skólar orðið fyrir skemmdum frá upphafi átakanna sem hefur ógnað öryggi og aðgengi þúsunda barna að menntun. Átökin hafa tekið mikinn toll á sálarlífi heillar kynslóðar barna sem alist hafa upp í austurhluta Úkraínu á þessum átakatímum. Í ofanálag búa þessi börn á einhverju versta jarðsprengjusvæði í heiminum þar sem þau á hverjum degi leika sér og fara til og frá skóla á svæðum innan um ósprungnar jarðsprengjur og aðrar stríðsleifar.“ UNICEF segist frá upphafi átakanna hafa verið til staðar og veitt 180 þúsund börnum og forráðamönnum þeirra sálræna- og félagslega aðstoð auk þess að veita fræðslu um jarðsprengjuhættur. UNICEF styrki einnig uppbyggingu skemmdra skóla og leikskóla og dreifir kennslugögnum. UNICEF hefur um árabil verið að störfum Úkraínu og er á vettvangi að tryggja sendingar á hreinu vatni, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð til fjölskyldna. Í ákalli frá Catherine M. Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í gær tók hún undir ákall Aðalritara Sameinuðu þjónanna um tafarlaust vopnahlé og og krefst UNICEF þess að virtar verði alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börnin og tryggja að mannúðarstofnanir geti með öruggum og skjótum hætti nálgast börn í neyð. UNICEF krefst þess að stríðandi fylkingar grípi alls ekki til árása á mikilvæga innviði sem börn og saklausir borgarar reiða sig á. Hvort heldur sem um er að ræða vatnsveitur, heilbrigðisstofnanir eða skóla. Upplýsingar um söfnunarleiðir Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja söfnunina um 1.900 kr. Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950 Hjálparstarf Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF. Þar segir að hrollvekjandi myndir og fréttir berist nú af framvindu mála í Úkraínu þar sem börn í austurhluta landsins hafa í átta ár lifað við átök og hættur. UNICEF hefur lýst miklum áhyggjum af ástandinu sem ógna nú lífi og velferð þeirra 7,5 milljóna barna sem í landinu búa. „Mikilvægir innviðir, vatnsveitur og skólabyggingar hafa nú þegar skemmst í árásum á átakasvæðum undanfarna daga. Árásum sem ekki sér fyrir endann á. Linni þessum átökum ekki er ljóst að tugir þúsunda fjölskyldna munu neyðast til að flýja heimili sín og auka enn á þörf fyrir neyðaraðstoð í landinu,“ segir í tilkynningunni. „Síðastliðin átta ár hafa yfir 750 skólar orðið fyrir skemmdum frá upphafi átakanna sem hefur ógnað öryggi og aðgengi þúsunda barna að menntun. Átökin hafa tekið mikinn toll á sálarlífi heillar kynslóðar barna sem alist hafa upp í austurhluta Úkraínu á þessum átakatímum. Í ofanálag búa þessi börn á einhverju versta jarðsprengjusvæði í heiminum þar sem þau á hverjum degi leika sér og fara til og frá skóla á svæðum innan um ósprungnar jarðsprengjur og aðrar stríðsleifar.“ UNICEF segist frá upphafi átakanna hafa verið til staðar og veitt 180 þúsund börnum og forráðamönnum þeirra sálræna- og félagslega aðstoð auk þess að veita fræðslu um jarðsprengjuhættur. UNICEF styrki einnig uppbyggingu skemmdra skóla og leikskóla og dreifir kennslugögnum. UNICEF hefur um árabil verið að störfum Úkraínu og er á vettvangi að tryggja sendingar á hreinu vatni, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð til fjölskyldna. Í ákalli frá Catherine M. Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í gær tók hún undir ákall Aðalritara Sameinuðu þjónanna um tafarlaust vopnahlé og og krefst UNICEF þess að virtar verði alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börnin og tryggja að mannúðarstofnanir geti með öruggum og skjótum hætti nálgast börn í neyð. UNICEF krefst þess að stríðandi fylkingar grípi alls ekki til árása á mikilvæga innviði sem börn og saklausir borgarar reiða sig á. Hvort heldur sem um er að ræða vatnsveitur, heilbrigðisstofnanir eða skóla. Upplýsingar um söfnunarleiðir Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja söfnunina um 1.900 kr. Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950
Upplýsingar um söfnunarleiðir Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja söfnunina um 1.900 kr. Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950
Hjálparstarf Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira