Í undanúrslitum kvenna mæta ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs liði Fram sem er á toppi Olís-deildarinnar. ÍBV og Valur mætast í hinum undanúrslitaleiknum og ljóst að þar má einnig búast við hörkuleik.
Undanúrslit kvenna
Fram – KA/Þór
ÍBV – Valur
Enn á reyndar eftir að útkljá hvert verður fjórða liðið í undanúrslitum karla því fyrst þarf að spila tvo leiki. Vonast er til þess að Hörður og FH mætist um helgina, og sigurliðið mætir svo Þór Akureyri.
Líklegast verður að telja að FH, efsta lið Olís-deildarinnar, komist áfram úr þessum leikjum við lið úr næstefstu deild og þá bíður liðsins stórleikur gegn Val í undanúrslitum. Selfoss og KA mætast einnig.
Undanúrslit karla
Hörður/FH eða Þór – Valur
Selfoss – KA
Undanúrslit kvenna fara fram 9. mars, undanúrslit karla degi síðar, og úrslitaleikirnir verða svo laugardaginn 12. mars.