Halldór Jóhann: Getum ekki farið að pæla í bikarhelginni strax Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 27. febrúar 2022 22:02 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon var að vonum sáttur með sitt lið er það vann eins marks sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld í 16. umferð Olís deild karla. „Þetta var bara frábær sigur. Þetta er búið að vera langt tímabil, með mörgum leikjum, ef við tökum bikarinn með inn í þetta. Það var farið að sitja í mönnumog við höfum bara verið að dýla við smá meiðslapakka og höfum þurft að gefa mönnum mjög fáar mínútur inni í leikjunum. En ég er nátturlega ótrúlega stoltur af liðinu mínu að hafa klárað þetta hérna í dag. Við lentum í smá brasi þarna í þriggja marka forystu og mér fannst það algjör óþarfi að hafa kastað þessu frá sér. En við vorum sterkir heldur en Stjarnan á síðustu fimm mínútunum og það skilaði sigrinum.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að leik loknum. „Það vill oft gerast í Íslensku deildinni að leikir séu kaflaskiptir. Menn voru oft að skipta um vörn og það er erfitt að spila á móti Stjörnunni þegar þeir spila þrjár mismunandi varnir. Menn voru líka orðnir pínu þreyttir á tímabili í leiknum. Og mér fannst við á sama tíma vera að láta leka of mikið hérna í svona tíu mínútna kafla. Annars spiluðum við frábæra vörn hérna í 50. mínútur í leiknum, fyrir utan kannski fyrstu sjö mínúturnar eða svo. En þetta er svolítið viðlagandi við Íslenska boltann að það eru oft of miklar sveiflur á leikjunum. Þetta er eitthvað sem ég hef talað um í mínu liði að vilja bara eyða.“ „Heilt yfir vorum við að spila betri vörn. Við vorum að fá ódýrari mörk úr hraðaupphlaupum og við keyrðum ansi vel á þá. Við erum að skora eitthvað í kringum tíu mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju sem er bara frábært. Við höfum vaxið nú þegar liðið er á veturinn og nýtt ár. Ég held að þetta hafi bara verið það. Og svo vorum við heilt yfir með betri markvörslu.“ „Við erum fyrst og fremst ósáttir með síðustu fimmtán mínúturnar í síðasta leiknum okkar á móti Aftureldingu en annars höfum við verið ágætir. Það hefði mátt ganga betur á móti Haukum, við fórum með svolítið mikið af dauðafærum. Við fórum líka áfram í bikar í undanúrslitin, frábær leikur á móti ÍBV. Það sem aðallega svíður mig er þessi Aftureldingar leikur. En við svöruðum fyrir það í dag.“ Sagði Halldór Jóhann aðspurður út í gengi liðsins eftir áramót. „Mér fannst við á mörgum köflum í leiknum vera mjög góðir. Núna verðum við bara að halda áfram. Það er Grótta næst og við getum ekki farið að pæla í einhverri bikarhelgi strax. Fyrst þurfum við að klára deildarleikina áður en við förum að hugsa um það.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að lokum. UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dramatískur sigur Selfyssinga Selfoss vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 27. febrúar 2022 20:42 Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Körfubolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
„Þetta var bara frábær sigur. Þetta er búið að vera langt tímabil, með mörgum leikjum, ef við tökum bikarinn með inn í þetta. Það var farið að sitja í mönnumog við höfum bara verið að dýla við smá meiðslapakka og höfum þurft að gefa mönnum mjög fáar mínútur inni í leikjunum. En ég er nátturlega ótrúlega stoltur af liðinu mínu að hafa klárað þetta hérna í dag. Við lentum í smá brasi þarna í þriggja marka forystu og mér fannst það algjör óþarfi að hafa kastað þessu frá sér. En við vorum sterkir heldur en Stjarnan á síðustu fimm mínútunum og það skilaði sigrinum.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að leik loknum. „Það vill oft gerast í Íslensku deildinni að leikir séu kaflaskiptir. Menn voru oft að skipta um vörn og það er erfitt að spila á móti Stjörnunni þegar þeir spila þrjár mismunandi varnir. Menn voru líka orðnir pínu þreyttir á tímabili í leiknum. Og mér fannst við á sama tíma vera að láta leka of mikið hérna í svona tíu mínútna kafla. Annars spiluðum við frábæra vörn hérna í 50. mínútur í leiknum, fyrir utan kannski fyrstu sjö mínúturnar eða svo. En þetta er svolítið viðlagandi við Íslenska boltann að það eru oft of miklar sveiflur á leikjunum. Þetta er eitthvað sem ég hef talað um í mínu liði að vilja bara eyða.“ „Heilt yfir vorum við að spila betri vörn. Við vorum að fá ódýrari mörk úr hraðaupphlaupum og við keyrðum ansi vel á þá. Við erum að skora eitthvað í kringum tíu mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju sem er bara frábært. Við höfum vaxið nú þegar liðið er á veturinn og nýtt ár. Ég held að þetta hafi bara verið það. Og svo vorum við heilt yfir með betri markvörslu.“ „Við erum fyrst og fremst ósáttir með síðustu fimmtán mínúturnar í síðasta leiknum okkar á móti Aftureldingu en annars höfum við verið ágætir. Það hefði mátt ganga betur á móti Haukum, við fórum með svolítið mikið af dauðafærum. Við fórum líka áfram í bikar í undanúrslitin, frábær leikur á móti ÍBV. Það sem aðallega svíður mig er þessi Aftureldingar leikur. En við svöruðum fyrir það í dag.“ Sagði Halldór Jóhann aðspurður út í gengi liðsins eftir áramót. „Mér fannst við á mörgum köflum í leiknum vera mjög góðir. Núna verðum við bara að halda áfram. Það er Grótta næst og við getum ekki farið að pæla í einhverri bikarhelgi strax. Fyrst þurfum við að klára deildarleikina áður en við förum að hugsa um það.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að lokum.
UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dramatískur sigur Selfyssinga Selfoss vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 27. febrúar 2022 20:42 Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Körfubolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dramatískur sigur Selfyssinga Selfoss vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 27. febrúar 2022 20:42