Galdur samdi við danska stórveldið fyrir grunnskólalok Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 15:01 Galdur Guðmundsson handsalar samninginn um að koma til Kaupmannahafnar í sumar og spila með liðum FCK. fck.dk Danska knattspyrnuveldið FC Kaupmannahöfn heldur áfram að sækja sér efnilega Íslendinga og hefur nú tryggt sér krafta hins 15 ára gamla Ásgeirs Galdurs Guðmundssonar. Breiðablik fær Galdur frá Breiðabliki í sumar, eftir að hann hefur náð 16 ára aldri í apríl og klárað grunnskólanám sitt. „Það er mikill heiður fyrir mig að FCK vilji gera samning við mig,“ sagði Galdur við heimasíðu FCK. Hann er uppalinn hjá ÍBV en kom til Breiðabliks sumarið 2019. „Ég hef átt þrjú mjög góð ár í Breiðabliki þar sem ég hef þróast mikið og það er því rökrétt að taka skref upp á við á mínum ferli og ég tel mig tilbúinn í það,“ sagði Galdur. Hjá FCK eru fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson, og ljóst að félagið er vel vakandi fyrir ungum, íslenskum leikmönnum. Einn sá hæfileikaríkasti á Norðurlöndum „Galdur er einn af allra hæfileikaríkustu leikmönnum Norðurlanda í sínum áragangi,“ sagði Mikkel Köhler sem er yfirmaður leikmannaleitar FCK. „Hann er með mikla sóknarhæfileika sem gera að verkum að hann getur gert útslagið í leikjum. Hann er fljótur, spilar með báðum fótum, og ekki síst er hann ungur maður með mjög metnaðarfullt hugarfar. Við höfum fylgt Galdri eftir lengi og fengum hann til að æfa með okkur í nóvember þar sem hann stóð sig mjög vel. Hann hefur þegar reynslu úr meistaraflokki hjá Breiðabliki, meðal annars á móti okkar liðið í Portúgal nýverið,“ sagði Köhler. Galdur hefur leikið fjóra U17-landsleiki og skorað í þeim eitt mark. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Breiðablik vann Fylki 7-0 í Pepsi Max-deildinni í fyrra og varð þá yngsti Bliki sögunnar til að spila í efstu deild. Danski boltinn Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Breiðablik fær Galdur frá Breiðabliki í sumar, eftir að hann hefur náð 16 ára aldri í apríl og klárað grunnskólanám sitt. „Það er mikill heiður fyrir mig að FCK vilji gera samning við mig,“ sagði Galdur við heimasíðu FCK. Hann er uppalinn hjá ÍBV en kom til Breiðabliks sumarið 2019. „Ég hef átt þrjú mjög góð ár í Breiðabliki þar sem ég hef þróast mikið og það er því rökrétt að taka skref upp á við á mínum ferli og ég tel mig tilbúinn í það,“ sagði Galdur. Hjá FCK eru fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson, og ljóst að félagið er vel vakandi fyrir ungum, íslenskum leikmönnum. Einn sá hæfileikaríkasti á Norðurlöndum „Galdur er einn af allra hæfileikaríkustu leikmönnum Norðurlanda í sínum áragangi,“ sagði Mikkel Köhler sem er yfirmaður leikmannaleitar FCK. „Hann er með mikla sóknarhæfileika sem gera að verkum að hann getur gert útslagið í leikjum. Hann er fljótur, spilar með báðum fótum, og ekki síst er hann ungur maður með mjög metnaðarfullt hugarfar. Við höfum fylgt Galdri eftir lengi og fengum hann til að æfa með okkur í nóvember þar sem hann stóð sig mjög vel. Hann hefur þegar reynslu úr meistaraflokki hjá Breiðabliki, meðal annars á móti okkar liðið í Portúgal nýverið,“ sagði Köhler. Galdur hefur leikið fjóra U17-landsleiki og skorað í þeim eitt mark. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Breiðablik vann Fylki 7-0 í Pepsi Max-deildinni í fyrra og varð þá yngsti Bliki sögunnar til að spila í efstu deild.
Danski boltinn Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira