„Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga“ Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2022 09:00 Óskar Hallgrímsson býr í Kænugarði og segist dást að þreki úkraínsku þjóðarinnar. Vísir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“ Hann segir íbúa nú búa við að útgöngubann sé í gildi frá klukkan tíu á kvöldin og fram á morgun. Íbúar fái fréttir af rússnesku hergagnalestinni, sem nú sé einungis um tuttugu kílómetra frá Kænugarði. Hann segist vona að úkraínski herinn nái að stöðva framgang hennar með drónaárásum sínum. Óskar segist dást að þreki úkraínsku þjóðarinnar og segir hana minna sig á þá íslensku. Fær stríðið beint í æð Óskar segir hræðilegt að hafa séð fréttir og myndir af fórnarlömbum árása Rússa á Kharkív, næststærstu borg landsins. „Þetta er hræðilegt. Maður er að sjá myndir af fórnarlömbum árásanna sem eru að missa útlimi eða deyja. Við sáum hræðilegar myndir af gamalli konu í gær sem var búin að missa lappirnar, var lifandi og öskrandi á jörðinni. Maður er að fá þetta stríð beint í æð hérna.“ Hann segir enginn hafa bundið neinar vonir við þær friðarviðræður sem fram fóru á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands í gær. „Það voru allir með það á hreinu að hann [Vladimír Pútín Rússlandsforseti] væri að sleikja sárin aðeins og fá einhverjar vistir og dót til hermanna sinna. Það virðist vera að illa gangi að koma eldsneyti og birgðum til rússneskra hersveita sem eru komnar inn í landið. Menn telja þessar friðarviðræður bara hafa verið eitthvað bull, enda kom í ljós að svo var. Pútín með einhverjar óraunhæfar kröfur sem Úkraínumenn myndu aldrei sætta sig við.“ Gangi illa hjá Rússum Óskar segir að eldflaugaárásir Rússa á Kharkív sýna fram á að illa gangi hjá Rússum í stríðsrekstri sínum. „Rússarnir eru bara ekkert að komast inn. Mótstaðan er það mikil. Það er bara þannig. Þeim er bara alltaf ýtt í burtu um leið og þeir ná einhverju landsvæði. Þá kemur úkraínski herinn og hendir þeim út. Það er það sem hefur verið að gerast í Kharkív. Þeir eru þá að láta sprengjurnar rigna yfir íbúabyggðir. Rússarnir eru búnir að rústa miðborginni, rústa aðaltorginu, svakaleg sprenging sem var þar í morgun. Það er mjög augljóst að þeir eru farnir að beita hræðilegum brögðum í Úkraínu. Það er augljóslega ekkert á bak við það að þeir ætli bara að skjóta á hernaðarleg skotmörk.“ Með lítið sprengjuskýli inni á klósetti Óskar segir að ágætlega hafi gengið hjá sér og sínum að verða sér úti um vistir. „Við erum með rafmagn, síma, internet og hita. Maður veit ekkert hvað það endist samt. Loftvarnarflauturnar eru í gangi núna og þær eru búnar að vera í gangi í allan morgun. Við erum bara að bíða fregna. Við erum með aðgang að góðri Telegram-rás sem veitir okkur opinberar upplýsingar um stöðuna og varar við hvernig árás er í gangi á hverjum tíma. Flestar af þessum eldflaugum eru stoppaðar af áður en þær komast inn í miðborgina. Ég bý á þannig stað í miðborginni að ég er frekar varinn af öðrum húsum. Við erum búin að hlaupa nokkrum sinnum niður, meðal annars í nótt. Svo erum við búin að búa til lítið sprengjuskýli inni á klósetti. Ef við heyrum spreningar þá erum við fljót þangað inn, aðallega til að verja okkur ef gler skyldi springa nálægt okkur. Maður er orðinn frekar lúinn vegna þessa alls. En ég er ekkert minna bjartsýnn á þetta en ég var í gær. Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga. Þegar við sem þjóð þurfum virkilega að standa saman þá gerum við það ekkert smá vel. Það er sami andi hér,“ segir Óskar. Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: 64 kílómetra löng rússnesk hergagnalest stefnir á Kænugarð Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Rússar herja enn á höfuðborgina Kænugarð og á gervihnattamyndum hefur sést til 64 kílómetra langrar rússneskrar hergagnalestar norður af Kænugarði sem stefnir í suðurátt. Fréttir hafa sömuleiðis borist af frekari átökum og sprengingum í fjölda annarra bæja og borga í Úkraínu. 1. mars 2022 06:13 Sjötíu úkraínskir hermenn féllu í árás Rússa í Okhtyrka Sjötíu úkraínskir hermenn hið minnsta féllu í stórskotaliðsárás rússneska hersins í bænum Okhtyrka í norðausturhluta Úkraínu á sunnudaginn. 1. mars 2022 06:45 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Sjá meira
Hann segir íbúa nú búa við að útgöngubann sé í gildi frá klukkan tíu á kvöldin og fram á morgun. Íbúar fái fréttir af rússnesku hergagnalestinni, sem nú sé einungis um tuttugu kílómetra frá Kænugarði. Hann segist vona að úkraínski herinn nái að stöðva framgang hennar með drónaárásum sínum. Óskar segist dást að þreki úkraínsku þjóðarinnar og segir hana minna sig á þá íslensku. Fær stríðið beint í æð Óskar segir hræðilegt að hafa séð fréttir og myndir af fórnarlömbum árása Rússa á Kharkív, næststærstu borg landsins. „Þetta er hræðilegt. Maður er að sjá myndir af fórnarlömbum árásanna sem eru að missa útlimi eða deyja. Við sáum hræðilegar myndir af gamalli konu í gær sem var búin að missa lappirnar, var lifandi og öskrandi á jörðinni. Maður er að fá þetta stríð beint í æð hérna.“ Hann segir enginn hafa bundið neinar vonir við þær friðarviðræður sem fram fóru á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands í gær. „Það voru allir með það á hreinu að hann [Vladimír Pútín Rússlandsforseti] væri að sleikja sárin aðeins og fá einhverjar vistir og dót til hermanna sinna. Það virðist vera að illa gangi að koma eldsneyti og birgðum til rússneskra hersveita sem eru komnar inn í landið. Menn telja þessar friðarviðræður bara hafa verið eitthvað bull, enda kom í ljós að svo var. Pútín með einhverjar óraunhæfar kröfur sem Úkraínumenn myndu aldrei sætta sig við.“ Gangi illa hjá Rússum Óskar segir að eldflaugaárásir Rússa á Kharkív sýna fram á að illa gangi hjá Rússum í stríðsrekstri sínum. „Rússarnir eru bara ekkert að komast inn. Mótstaðan er það mikil. Það er bara þannig. Þeim er bara alltaf ýtt í burtu um leið og þeir ná einhverju landsvæði. Þá kemur úkraínski herinn og hendir þeim út. Það er það sem hefur verið að gerast í Kharkív. Þeir eru þá að láta sprengjurnar rigna yfir íbúabyggðir. Rússarnir eru búnir að rústa miðborginni, rústa aðaltorginu, svakaleg sprenging sem var þar í morgun. Það er mjög augljóst að þeir eru farnir að beita hræðilegum brögðum í Úkraínu. Það er augljóslega ekkert á bak við það að þeir ætli bara að skjóta á hernaðarleg skotmörk.“ Með lítið sprengjuskýli inni á klósetti Óskar segir að ágætlega hafi gengið hjá sér og sínum að verða sér úti um vistir. „Við erum með rafmagn, síma, internet og hita. Maður veit ekkert hvað það endist samt. Loftvarnarflauturnar eru í gangi núna og þær eru búnar að vera í gangi í allan morgun. Við erum bara að bíða fregna. Við erum með aðgang að góðri Telegram-rás sem veitir okkur opinberar upplýsingar um stöðuna og varar við hvernig árás er í gangi á hverjum tíma. Flestar af þessum eldflaugum eru stoppaðar af áður en þær komast inn í miðborgina. Ég bý á þannig stað í miðborginni að ég er frekar varinn af öðrum húsum. Við erum búin að hlaupa nokkrum sinnum niður, meðal annars í nótt. Svo erum við búin að búa til lítið sprengjuskýli inni á klósetti. Ef við heyrum spreningar þá erum við fljót þangað inn, aðallega til að verja okkur ef gler skyldi springa nálægt okkur. Maður er orðinn frekar lúinn vegna þessa alls. En ég er ekkert minna bjartsýnn á þetta en ég var í gær. Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga. Þegar við sem þjóð þurfum virkilega að standa saman þá gerum við það ekkert smá vel. Það er sami andi hér,“ segir Óskar.
Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: 64 kílómetra löng rússnesk hergagnalest stefnir á Kænugarð Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Rússar herja enn á höfuðborgina Kænugarð og á gervihnattamyndum hefur sést til 64 kílómetra langrar rússneskrar hergagnalestar norður af Kænugarði sem stefnir í suðurátt. Fréttir hafa sömuleiðis borist af frekari átökum og sprengingum í fjölda annarra bæja og borga í Úkraínu. 1. mars 2022 06:13 Sjötíu úkraínskir hermenn féllu í árás Rússa í Okhtyrka Sjötíu úkraínskir hermenn hið minnsta féllu í stórskotaliðsárás rússneska hersins í bænum Okhtyrka í norðausturhluta Úkraínu á sunnudaginn. 1. mars 2022 06:45 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Sjá meira
Vaktin: 64 kílómetra löng rússnesk hergagnalest stefnir á Kænugarð Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Rússar herja enn á höfuðborgina Kænugarð og á gervihnattamyndum hefur sést til 64 kílómetra langrar rússneskrar hergagnalestar norður af Kænugarði sem stefnir í suðurátt. Fréttir hafa sömuleiðis borist af frekari átökum og sprengingum í fjölda annarra bæja og borga í Úkraínu. 1. mars 2022 06:13
Sjötíu úkraínskir hermenn féllu í árás Rússa í Okhtyrka Sjötíu úkraínskir hermenn hið minnsta féllu í stórskotaliðsárás rússneska hersins í bænum Okhtyrka í norðausturhluta Úkraínu á sunnudaginn. 1. mars 2022 06:45