Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2022 13:16 Fjöldi fólks hefur komið að herferðinni. Aðsend Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki. Almenningur er hvattur til að vera vakandi gegn ofbeldi og spyrja „Er allt í góðu?“,- ef ekki þá á að hafa samband við 112. Dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri (RLS) og Neyðarlínan hafa hrundið af stað vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi og í fyrsta hluta hennar er sjónum beint að skemmtanalífinu. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri og Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, kynntu nýja kynningarherferð helgaða málefninu á blaðamannafundi á Hótel Borg fyrr í dag. Herferðin hefur verið nokkurn tíma í undirbúningi og var ákveðið að hrinda henni af stað núna, þegar „djammið“ er að komast í fullan gang eftir Covid-takmarkanir. Hinir ýmsu forsvarsmenn skemmtanalífsins komu að undirbúningi herferðarinnar með stjórnvöldum. Ríkislögreglustjóri, dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar við merktan strætisvagn sem notaður verður í herferðinni.Aðsend Fjöldi tilkynntra nauðgana dróst saman um 43% þegar samkomutakmarkanir voru sem strangastar Samkvæmt tölum RLS á meginþorri tilkynntra nauðgana til lögreglu sér stað um helgar, frá föstudegi til sunnudags og þá sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn. Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid-19 sem strangastar og skemmtanalíf því í lágmarki. Þá fækkaði tilkynntum nauðgunum um 43% miðað við meðaltal áranna 2017-2019. Alls voru skráðar 114 nauðganir hjá lögreglunni það ár, en meðaltalið á fyrrnefndu árabili var 201. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, hélt erindi á fundinum í dag. Tilkynntum nauðgunum fjölgaði síðan á ný í fyrra en slakað var á samkomutakmörkunum hluta af árinu 2021. Þá voru skráðar nauðganir alls 150 talsins sem nemur 32% fjölgun frá árinu áður. Breytingar á takmörkunum höfðu því greinileg áhrif á tíðni nauðgana. Verum vakandi og spyrjum: Er allt í góðu? Á grunni þessara upplýsinga ákvað dómsmálaráðherra, í samráði við starfshóp gegn kynbundnu ofbeldi, að efnt yrði til vitundarvakningar í samvinnu dómsmálaráðuneytis, ríkislögreglustjóra, Neyðarlínu, lögregluembættanna og fleiri ólíkra aðila sem koma að skemmtanalífi landsmanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, leiðir hópinn en í honum sitja jafnframt Guðfinnur Sigurvinsson, Hildur Sunna Pálmadóttir og Eygló Harðardóttir. Sigríður Björk fór yfir stöðuna á fundinum. Skilaboð herferðarinnar eru skýr og einföld til allra sem málinu tengjast: Verum vakandi – er allt í góðu? Í auglýsingum, sem beint verður að fólki á djamminu og í kringum það, er það hvatt til þess að vera vakandi og að kanna aðstæður óhikað með því að spyrja einfaldlega; Er allt í góðu? Ef svo reynist ekki vera á að hafa samband við 112 í síma, á vefnum eða í appinu. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra: „Ég hef lagt áherslu á að til að draga úr kynferðisbrotum þurfi að virkja allt samfélagið. Að öll verðum við að vera vakandi og ekki sé hægt að horfa framhjá ábyrgð okkar á að uppræta þetta mein í íslensku samfélagi. Reynsla okkar í gegnum heimsfaraldurinn sýnir að það þurfi ekki að vera eitthvað lögmál að nauðganir eða annað ofbeldi eigi sér stað. Við viljum öll aftur líf án sóttvarnartakmarkana en við viljum einnig líf án ofbeldis. Í þeim tilgangi förum við í þessa vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Næturlíf Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira
Almenningur er hvattur til að vera vakandi gegn ofbeldi og spyrja „Er allt í góðu?“,- ef ekki þá á að hafa samband við 112. Dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri (RLS) og Neyðarlínan hafa hrundið af stað vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi og í fyrsta hluta hennar er sjónum beint að skemmtanalífinu. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri og Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, kynntu nýja kynningarherferð helgaða málefninu á blaðamannafundi á Hótel Borg fyrr í dag. Herferðin hefur verið nokkurn tíma í undirbúningi og var ákveðið að hrinda henni af stað núna, þegar „djammið“ er að komast í fullan gang eftir Covid-takmarkanir. Hinir ýmsu forsvarsmenn skemmtanalífsins komu að undirbúningi herferðarinnar með stjórnvöldum. Ríkislögreglustjóri, dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar við merktan strætisvagn sem notaður verður í herferðinni.Aðsend Fjöldi tilkynntra nauðgana dróst saman um 43% þegar samkomutakmarkanir voru sem strangastar Samkvæmt tölum RLS á meginþorri tilkynntra nauðgana til lögreglu sér stað um helgar, frá föstudegi til sunnudags og þá sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn. Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid-19 sem strangastar og skemmtanalíf því í lágmarki. Þá fækkaði tilkynntum nauðgunum um 43% miðað við meðaltal áranna 2017-2019. Alls voru skráðar 114 nauðganir hjá lögreglunni það ár, en meðaltalið á fyrrnefndu árabili var 201. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, hélt erindi á fundinum í dag. Tilkynntum nauðgunum fjölgaði síðan á ný í fyrra en slakað var á samkomutakmörkunum hluta af árinu 2021. Þá voru skráðar nauðganir alls 150 talsins sem nemur 32% fjölgun frá árinu áður. Breytingar á takmörkunum höfðu því greinileg áhrif á tíðni nauðgana. Verum vakandi og spyrjum: Er allt í góðu? Á grunni þessara upplýsinga ákvað dómsmálaráðherra, í samráði við starfshóp gegn kynbundnu ofbeldi, að efnt yrði til vitundarvakningar í samvinnu dómsmálaráðuneytis, ríkislögreglustjóra, Neyðarlínu, lögregluembættanna og fleiri ólíkra aðila sem koma að skemmtanalífi landsmanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, leiðir hópinn en í honum sitja jafnframt Guðfinnur Sigurvinsson, Hildur Sunna Pálmadóttir og Eygló Harðardóttir. Sigríður Björk fór yfir stöðuna á fundinum. Skilaboð herferðarinnar eru skýr og einföld til allra sem málinu tengjast: Verum vakandi – er allt í góðu? Í auglýsingum, sem beint verður að fólki á djamminu og í kringum það, er það hvatt til þess að vera vakandi og að kanna aðstæður óhikað með því að spyrja einfaldlega; Er allt í góðu? Ef svo reynist ekki vera á að hafa samband við 112 í síma, á vefnum eða í appinu. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra: „Ég hef lagt áherslu á að til að draga úr kynferðisbrotum þurfi að virkja allt samfélagið. Að öll verðum við að vera vakandi og ekki sé hægt að horfa framhjá ábyrgð okkar á að uppræta þetta mein í íslensku samfélagi. Reynsla okkar í gegnum heimsfaraldurinn sýnir að það þurfi ekki að vera eitthvað lögmál að nauðganir eða annað ofbeldi eigi sér stað. Við viljum öll aftur líf án sóttvarnartakmarkana en við viljum einnig líf án ofbeldis. Í þeim tilgangi förum við í þessa vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Næturlíf Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira