Plötusnúðurinn er þekkt fyrir ótrúlega flottan stíl á götum borgarinnar, þegar hún er að spila fyrir fullan sal af fólki og í þáttum eins Þetta reddast á Stöð 2 og Kúnst hér á Vísi.
Í þættinum er Dóra Júlía að gera sig til fyrir verkefni. Hún talar um húðumhirðuna sína, litríka heimilið, D-vítamín, uppáhalds förðunarvörurnar og margt fleira. Síðustu misseri hefur Dóra Júlía hugsað vel um húðina en það var ekki alltaf í forgangi.
„Ég var sko hrikaleg. Ég þvoði aldrei makeupið af mér þegar ég kom heim af djamminu þegar ég var yngri,“ viðurkennir Dóra Júlía í þættinum. Hún játar líka ýmislegt annað varðandi húðumhirðuna, eins og að hún notar ekki sólarvörn. Það er þó að fara að breytast og ætlar Dóra Júlía að setja það í forgang.
Plötusnúðurinn velur förðunina ekki endilega því sem hún ætlar að klæðast þegar hún fer á svið eða í tökur.
„Þetta er oftast frekar handahófskennt hjá mér,“ útskýrir Dóra Júlía.
„Ég hef ekki tíma til að ofhugsa hlutina í rauninni, sem er svo ótrúlega mikil blessun. Það er svo mikil tímaeyðsla að ofhugsa of mikið.“
Hægt er að horfa á innlitið til Dóru Júlíu í spilaranum hér fyrir neðan.
Snyrtiborðið með HI beauty kemur út á Lífinu á Vísi alla miðvikudaga og er hægt að horfa á eldri þætti HÉR.