Stækkum Viðreisn Þórdís Sigurðardóttir skrifar 2. mars 2022 15:01 Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólk eins og þeim er ætlað. Þættirnir Verbúðin eru okkur flestum hugleiknir um þessar mundir. Galdur Verbúðarinnar tel ég að miklu leyti falinn í því að hver einasti rammi og hljóðmynd ber vott um aðkomu fjölda fólks en ekki eins snillings. Fókusinn er ekki aðeins á að það sem er mest áberandi eða á frægasta leikarann heldur sýnir heildarmyndin mikla vinnu fjölda ólíkra einstaklinga sem vinna að sama markmiði – það er að búa til innihaldsríkt og áhrifamikið verk sem þau trúa á. Við eigum mörg fleiri dæmi um slíkt verk í kringum okkur þótt stundum skorti okkur næmni til að koma auga á þau. Dæmin geta verið leikskóli sem skilar hamingjusömum og forvitnum börnum út í grunnskólana, íþrótta- og tómstundastarf sem byggir upp sjálfstraust og lífsgleði þeirra sem það stunda nú eða fyrirtæki sem skiptir hverfið sem það starfar í miklu máli og skapar þannig góðan brag og umtal. Hver einstaklingur og verk hans skiptir máli og samvinna og gagnkvæm virðing getur skilað samfélaginu einhverju stórkostlegu. Almannahagsmunir alltaf alls staðar Við í Viðreisn viljum að almannahagur sé alls staðar hafður að leiðarljósi en ekki sérhagsmunir. Við viljum samtal og samvinnu við önnur sveitarfélög um mál eins og almenningssamgöngur og uppbyggingu félagslegs húsnæðis því þannig er verkefnum er best tryggt brautargengi. Við viljum styðja við framtak einstaklinga og sjá til þess að hverri manneskju séu tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína – því við vitum að það er í þágu samfélagsins alls og framtíðarinnar. Við viljum að stjórnsýslan hafi skýra og gegnsæja umgjörð um starfsemi í borgarinnar þannig kraftar starfsfólks borgarinnar nýtist sem best. Við viljum samfélag þar sem ungt fólk hefur aðgang að öruggu húsnæði. Við viljum skóla sem setja velferð barna í öndvegi og leggja áherslu á að athygli og verkefni kennarans snúist fyrst og fremst um þau, við viljum að gætt sé að því að byggja upp innviði í hverfum þannig að fólk þurfi ekki að fara um langan veg eftir þjónustu, að við getum öll nýtt sér almenningssamgöngur og gætt sé að því að fær leið sé að stoppistöðvum. Við viljum samfélag þar sem börn geta vaxið áhyggjulaus úr grasi og jafnvægi ríkir milli vinnu og heimilis. Við viljum starfsfólk sem er treyst til að leysa verkefni sín í þágu borgarbúa á sem bestan hátt en taki ekki við stöðugum stefnum að ofan frá fólki sem er mun fjarlægara verkefnunum. Við vitum að þannig sýnum við öllum störfum þá virðingu sem þau eiga skilið, færum þeim sem þiggur þjónustuna frekari áhrif, drögum úr sóun en aukum skilvirkni og starfsgleði. Sé virðing borin fyrir hverju starfi og sá sem það vinnur fái að hafa eitthvað um það að segja, þá fæst besta útkoman. Við í Viðreisn vitum að frelsi fylgir ábyrgð og um leið að við vinnum að því að tryggja fólki tækifæri verður það til að auka tækifæri annarra. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess hef ég reynslu, þor og pólitíska sýn. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Þórdís Sigurðardóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólk eins og þeim er ætlað. Þættirnir Verbúðin eru okkur flestum hugleiknir um þessar mundir. Galdur Verbúðarinnar tel ég að miklu leyti falinn í því að hver einasti rammi og hljóðmynd ber vott um aðkomu fjölda fólks en ekki eins snillings. Fókusinn er ekki aðeins á að það sem er mest áberandi eða á frægasta leikarann heldur sýnir heildarmyndin mikla vinnu fjölda ólíkra einstaklinga sem vinna að sama markmiði – það er að búa til innihaldsríkt og áhrifamikið verk sem þau trúa á. Við eigum mörg fleiri dæmi um slíkt verk í kringum okkur þótt stundum skorti okkur næmni til að koma auga á þau. Dæmin geta verið leikskóli sem skilar hamingjusömum og forvitnum börnum út í grunnskólana, íþrótta- og tómstundastarf sem byggir upp sjálfstraust og lífsgleði þeirra sem það stunda nú eða fyrirtæki sem skiptir hverfið sem það starfar í miklu máli og skapar þannig góðan brag og umtal. Hver einstaklingur og verk hans skiptir máli og samvinna og gagnkvæm virðing getur skilað samfélaginu einhverju stórkostlegu. Almannahagsmunir alltaf alls staðar Við í Viðreisn viljum að almannahagur sé alls staðar hafður að leiðarljósi en ekki sérhagsmunir. Við viljum samtal og samvinnu við önnur sveitarfélög um mál eins og almenningssamgöngur og uppbyggingu félagslegs húsnæðis því þannig er verkefnum er best tryggt brautargengi. Við viljum styðja við framtak einstaklinga og sjá til þess að hverri manneskju séu tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína – því við vitum að það er í þágu samfélagsins alls og framtíðarinnar. Við viljum að stjórnsýslan hafi skýra og gegnsæja umgjörð um starfsemi í borgarinnar þannig kraftar starfsfólks borgarinnar nýtist sem best. Við viljum samfélag þar sem ungt fólk hefur aðgang að öruggu húsnæði. Við viljum skóla sem setja velferð barna í öndvegi og leggja áherslu á að athygli og verkefni kennarans snúist fyrst og fremst um þau, við viljum að gætt sé að því að byggja upp innviði í hverfum þannig að fólk þurfi ekki að fara um langan veg eftir þjónustu, að við getum öll nýtt sér almenningssamgöngur og gætt sé að því að fær leið sé að stoppistöðvum. Við viljum samfélag þar sem börn geta vaxið áhyggjulaus úr grasi og jafnvægi ríkir milli vinnu og heimilis. Við viljum starfsfólk sem er treyst til að leysa verkefni sín í þágu borgarbúa á sem bestan hátt en taki ekki við stöðugum stefnum að ofan frá fólki sem er mun fjarlægara verkefnunum. Við vitum að þannig sýnum við öllum störfum þá virðingu sem þau eiga skilið, færum þeim sem þiggur þjónustuna frekari áhrif, drögum úr sóun en aukum skilvirkni og starfsgleði. Sé virðing borin fyrir hverju starfi og sá sem það vinnur fái að hafa eitthvað um það að segja, þá fæst besta útkoman. Við í Viðreisn vitum að frelsi fylgir ábyrgð og um leið að við vinnum að því að tryggja fólki tækifæri verður það til að auka tækifæri annarra. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess hef ég reynslu, þor og pólitíska sýn. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars.
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun