Daniel Freyr var með 10 skot varin, eða 25% markvörslu í 14 marka tapi Guif gegn Alingsås, 42-28.
Á sama tíma var Bjarni Ófeigur var markahæstur í liði Skövde sem tapaði 21-24 gegn Kristianstad í sömu deild. Bjarni gerði sjö mörk í leiknum.
Eftir leiki kvöldsins er Guif í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig eftir 23 leiki, þremur stigum meira en Lugi í níunda sæti sem á þó tvo leiki til góða.
Skövde er í fjórða sæti með 30 stig eftir 21 leik. Fimm stigum frá toppliði Savehof.