Sebastian Alexanderson: Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 3. mars 2022 22:08 Sebastian Alexanderson þjálfari HK var sáttur með stigið á móti Haukum en fannst HK eiga skilið stigin tvö. Vísir: Vilhelm Sebastian Alexanderson þjálfari HK var sáttur að sækja eitt stig á móti toppliði Hauka er liðin mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í kvöld. HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en gáfu svo í og sýndu úr hverju þeir eru gerðir og uppskáru eins og til var sáð. Lokatölur 31-31. „Ég er fyrst og fremst sáttur hvað er ótrúlegur karakter í þessum leikmannahóp. Við erum búnir að eiga ofboðslega erfiða viku andlega. Að okkar mati áttum við að fá fjögur stig í síðustu viku, sérsaklega tvö stig síðasta sunnudag. Ég hafði smá áhyggjur af því fyrir þennan leik að menn voru svo mikið sorgmæddir eftir síðasta leik, hvernig þeir myndu motivera sig í þennan leik. Þessi hópur er alltaf að sína hversu ótrúlegur hann er. Ég verð að vera heiðarlegur, mér fannst við eiga skilið bæði stigin.“ HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en HK-ingar gerðu áhlaup þegar um stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik og litu ekki til baka eftir það. Á lokamínútunum var spennustigið orðið hátt og köstu þeir stiginu næstum því frá sér en þrautseigja sigldi þessu heim að lokum. „Við ákváðum fyrir leik að byrja að spila 6-0 fyrstu tíu mínúturnar í hvorum hálfleik. Það er búið að vera mikið álag á lykilmönnunum okkar og við þurfum að dreifa álaginu. Það vantar hjá okkur fjóra lykilmenn í þetta lið, Kristján Ottó, Elías, Símon og Kristján Pétur. Þessi hópur er mjög breiður og það er mjög mikið af flottum talentum í þessum hóp þannig leikplanið gekk upp eins og ákveðið var. Hinsvegar þá vorum við næstum því búnir að klúðra þessu eins og í síðustu leikjum, kannski er þetta skref upp á við að við gerðum það ekki í þetta skipti og það á móti besta liði landsins.“ Þrátt fyrir að HK hafi einungis unnið einn leik þar sem af er móti og tapað fjótán hefur liðið verið nálægt því að klára leikina en vantað herslumuninn. Með þessu jafntefli sýndi liðið hvers þeir eru megnugir. „Við erum búnir að vera með blóð á tönnunum síðan í haust. Svo erum við búnir að vera bæta okkur jafnt og þétt. Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta hvort sem hann er íslenskur eða alþjóðlegur. En ég tek það ekkert af því að ég er með stórkostlega leikmenn og frábæran karakter og ég vona að fólk fari að átta sig á því afhverju ég hef svona mikla trú á þeim.“ HK er í erfiðri stöðu þar sem liðið er í 11. sæti í deildinni en Sebastian er langt frá því að gefast upp. „Ég viðurkenni það alveg að það vantar uppá. Ég viðurkenni það alveg að mér finnst við eiga heima í þessari deild. Við hættum ekki og gefumst ekki upp þar til það er orðið alveg tölfræðilega ómögulegt að við höldum okkur uppi.“ HK Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Haukar 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn að er liðin mættust í 17. umferð Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 31-31. 3. mars 2022 21:05 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst sáttur hvað er ótrúlegur karakter í þessum leikmannahóp. Við erum búnir að eiga ofboðslega erfiða viku andlega. Að okkar mati áttum við að fá fjögur stig í síðustu viku, sérsaklega tvö stig síðasta sunnudag. Ég hafði smá áhyggjur af því fyrir þennan leik að menn voru svo mikið sorgmæddir eftir síðasta leik, hvernig þeir myndu motivera sig í þennan leik. Þessi hópur er alltaf að sína hversu ótrúlegur hann er. Ég verð að vera heiðarlegur, mér fannst við eiga skilið bæði stigin.“ HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en HK-ingar gerðu áhlaup þegar um stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik og litu ekki til baka eftir það. Á lokamínútunum var spennustigið orðið hátt og köstu þeir stiginu næstum því frá sér en þrautseigja sigldi þessu heim að lokum. „Við ákváðum fyrir leik að byrja að spila 6-0 fyrstu tíu mínúturnar í hvorum hálfleik. Það er búið að vera mikið álag á lykilmönnunum okkar og við þurfum að dreifa álaginu. Það vantar hjá okkur fjóra lykilmenn í þetta lið, Kristján Ottó, Elías, Símon og Kristján Pétur. Þessi hópur er mjög breiður og það er mjög mikið af flottum talentum í þessum hóp þannig leikplanið gekk upp eins og ákveðið var. Hinsvegar þá vorum við næstum því búnir að klúðra þessu eins og í síðustu leikjum, kannski er þetta skref upp á við að við gerðum það ekki í þetta skipti og það á móti besta liði landsins.“ Þrátt fyrir að HK hafi einungis unnið einn leik þar sem af er móti og tapað fjótán hefur liðið verið nálægt því að klára leikina en vantað herslumuninn. Með þessu jafntefli sýndi liðið hvers þeir eru megnugir. „Við erum búnir að vera með blóð á tönnunum síðan í haust. Svo erum við búnir að vera bæta okkur jafnt og þétt. Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta hvort sem hann er íslenskur eða alþjóðlegur. En ég tek það ekkert af því að ég er með stórkostlega leikmenn og frábæran karakter og ég vona að fólk fari að átta sig á því afhverju ég hef svona mikla trú á þeim.“ HK er í erfiðri stöðu þar sem liðið er í 11. sæti í deildinni en Sebastian er langt frá því að gefast upp. „Ég viðurkenni það alveg að það vantar uppá. Ég viðurkenni það alveg að mér finnst við eiga heima í þessari deild. Við hættum ekki og gefumst ekki upp þar til það er orðið alveg tölfræðilega ómögulegt að við höldum okkur uppi.“
HK Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Haukar 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn að er liðin mættust í 17. umferð Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 31-31. 3. mars 2022 21:05 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira
Leik lokið: HK - Haukar 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn að er liðin mættust í 17. umferð Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 31-31. 3. mars 2022 21:05