Ísbjörn í Laugardalinn og heimsfrið strax Helgi Áss Grétarsson skrifar 4. mars 2022 15:01 Í gærkvöldi tefldi ég kappskák í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Það rifjaðist þá upp fyrir prófkjörsframbjóðandanum að gleðin við það að leita einskonar sannleika sé ekki sjálfsögð. Sköpunarmáttur sem og virðing fyrir staðreyndum eru grundvallarþættir sem listin krefst. Stjórnmál eru vissulega list hins mögulega en sjálfsagt er sjaldgæft að orðspor stjórnmálamanna litist af sannleiksást. Nýjasti loforðapakkinn Í gær var haldinn blaðamannafundur með þrem borgarfulltrúum Samfylkingarinnar og tveim háttsettum embættismönnum Reykjavíkurborgar þar sem ritað var undir samstarfssamning um verkefnið „Betri borg fyrir börn í Reykjavík“. Við þetta tilefni sagði borgarstjórinn að verið væri „að endurskipuleggja þjónustu sem kemur að börnum, úti í skólunum, úti í hverfunum og færa bæði starfsfólk að miðlægum skrifstofum og út í borgarhlutana þannig að fagfólkið vinni þar svona hönd á hönd saman þvert á fög á forsendum barna og fjölskyldna“. Svo sem endranær af hálfu borgarstjóra eru mörg orð notuð um lítið. Umbúðir, ekki innihald. Einnig var kynnt í gær af hálfu Reykjavíkurborgar „að börnum niður í tólf mánaða verði fundið pláss á leikskóla strax í haust“. Hljómar þetta loforð kunnuglega? Jú, m.a. í nóvember 2018 var þessu lofað fyrir árslok 2023 – meirihlutinn í borgarstjórn er ári á undan áætlun, vel gert myndu margir hugsa. En hver er veruleikinn? Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er fjöldi barna á biðlista eftir leikskólaplássi um þessar mundir ekki mikið lægri en hann var árið 2017. Meðalaldur barna sem innrita sig í leikskóla sem borgin rekur er að jafnaði hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Ófáir foreldrar leikskólabarna kannast einnig við að mannekla á leikskólum leiðir til skerðingar á þeim tíma sem barnið getur verið í skólanum. Samt er því lofað að nýir leikskólar séu rétt handan við hornið og þá verði öll vandamál úr sögunni. Hverju á að lofa? Sem frambjóðandi í prófkjöri gæti ég lofað ýmsu, svo sem tekið Jón Gnarr á þetta og sagt að ísbjörn verða fluttur inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Eða þá að Reykjavíkurborg muni með afli sínu tryggja heimsfrið strax. Slíkur loforðaflaumur er ekki traustvekjandi. Á hinn bóginn tel ég mikilvægt að gripið sé til breytinga á stjórn Reykjavíkurborgar. Draga þarf úr yfirbyggingu miðlægrar stjórnsýslu og tryggja að borgarkerfið sé eins einfalt og kostur er. Standa þarf vörð um grunnþjónustu og sveitarfélagið láti af því að sinna gæluverkefnum. Með ábyrgri fjármálastjórn og skýra forgangsröðun er hægt að leggja grunn að öflugu velferðakerfi. Sveitarfélag á að greiða fyrir því að almenningur, fólkið sjálft, hafi tækin og tólin til að njóta lífsins. Sérfræðingar á vegum hins opinbera, svo ágætir sem þeir eru, geta ekki komið í stað þess að einstaklingurinn leiti hamingjunnar á eigin forsendum. Það er minn sannleikur í stjórnmálum, trúin á einstaklinginn og frelsi hans. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi tefldi ég kappskák í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Það rifjaðist þá upp fyrir prófkjörsframbjóðandanum að gleðin við það að leita einskonar sannleika sé ekki sjálfsögð. Sköpunarmáttur sem og virðing fyrir staðreyndum eru grundvallarþættir sem listin krefst. Stjórnmál eru vissulega list hins mögulega en sjálfsagt er sjaldgæft að orðspor stjórnmálamanna litist af sannleiksást. Nýjasti loforðapakkinn Í gær var haldinn blaðamannafundur með þrem borgarfulltrúum Samfylkingarinnar og tveim háttsettum embættismönnum Reykjavíkurborgar þar sem ritað var undir samstarfssamning um verkefnið „Betri borg fyrir börn í Reykjavík“. Við þetta tilefni sagði borgarstjórinn að verið væri „að endurskipuleggja þjónustu sem kemur að börnum, úti í skólunum, úti í hverfunum og færa bæði starfsfólk að miðlægum skrifstofum og út í borgarhlutana þannig að fagfólkið vinni þar svona hönd á hönd saman þvert á fög á forsendum barna og fjölskyldna“. Svo sem endranær af hálfu borgarstjóra eru mörg orð notuð um lítið. Umbúðir, ekki innihald. Einnig var kynnt í gær af hálfu Reykjavíkurborgar „að börnum niður í tólf mánaða verði fundið pláss á leikskóla strax í haust“. Hljómar þetta loforð kunnuglega? Jú, m.a. í nóvember 2018 var þessu lofað fyrir árslok 2023 – meirihlutinn í borgarstjórn er ári á undan áætlun, vel gert myndu margir hugsa. En hver er veruleikinn? Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er fjöldi barna á biðlista eftir leikskólaplássi um þessar mundir ekki mikið lægri en hann var árið 2017. Meðalaldur barna sem innrita sig í leikskóla sem borgin rekur er að jafnaði hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Ófáir foreldrar leikskólabarna kannast einnig við að mannekla á leikskólum leiðir til skerðingar á þeim tíma sem barnið getur verið í skólanum. Samt er því lofað að nýir leikskólar séu rétt handan við hornið og þá verði öll vandamál úr sögunni. Hverju á að lofa? Sem frambjóðandi í prófkjöri gæti ég lofað ýmsu, svo sem tekið Jón Gnarr á þetta og sagt að ísbjörn verða fluttur inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Eða þá að Reykjavíkurborg muni með afli sínu tryggja heimsfrið strax. Slíkur loforðaflaumur er ekki traustvekjandi. Á hinn bóginn tel ég mikilvægt að gripið sé til breytinga á stjórn Reykjavíkurborgar. Draga þarf úr yfirbyggingu miðlægrar stjórnsýslu og tryggja að borgarkerfið sé eins einfalt og kostur er. Standa þarf vörð um grunnþjónustu og sveitarfélagið láti af því að sinna gæluverkefnum. Með ábyrgri fjármálastjórn og skýra forgangsröðun er hægt að leggja grunn að öflugu velferðakerfi. Sveitarfélag á að greiða fyrir því að almenningur, fólkið sjálft, hafi tækin og tólin til að njóta lífsins. Sérfræðingar á vegum hins opinbera, svo ágætir sem þeir eru, geta ekki komið í stað þess að einstaklingurinn leiti hamingjunnar á eigin forsendum. Það er minn sannleikur í stjórnmálum, trúin á einstaklinginn og frelsi hans. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun