Úkraínskt flóttafólk gisti á heimili dómsmálaráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2022 10:24 Atli smellti af þessari mynd af dómsmálaráðherra með úkraínsku mæðginunum. Atli Sigurðarson Úkraínsk kona og sonur hennar gistu í nótt á heimili Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í Kópavogi. Fólkið er á meðal þeirra sem flúið hafa heimalandið eftir innrás Rússlands. Atli Sigurðarson, íbúi í Kópavogi og vinur Jóns, segir í færslu á Facebook hafa sótt vinkonu sína og son hennar, flóttafólk frá Úkraínu, út á Keflavíkurflugvöll seint í gærkvöldi. „Ég var í vandræðum með að hýsa þau sjálfur og hringdi því í vin minn og fyrrverandi mág, gamla björgunarsveitamanninn Jón Gunnarsson til að leita ráða varðandi húsnæði,“ segir Atli. Ekki hafi staðið á svörum hjá ráðherranum. „Kemur hún ekki bara til okkar til að byrja með?“ Atli segist í samtali við Vísi að Jón hafi bjargað sér fyrir horn. „Sem betur fer. Það gleymist kannski stundum að Jón er björgunarsveitarmaður. Það er bara þannig. Það element í honum er þarna,“ segir Atli. Hann hafi alltaf getað leitað til hans um hvaðeina. Frá Kharkiv þar sem Rússar hafa gert loftárásir undanfarna daga.Getty Images/Vyacheslav Madiyevskyy „Ég gerði það í gærkvöldi og það stóð ekki á því að opna heimilið.“ Atli var á ferðinni með úkraínsku vinum sínum á höfuðborgarsvæðinu, að skrá þau, gera og græja. Allt það sem fylgir komu fólks hingað til lands á flótta. Hann hafði ekki mikinn tíma til að spjalla en segir þó fólkinu heilsast vel. „Þau eru mjög ánægð að vera komin úr þessu ástandi sem þau voru í,“ segir Atli. Þau hafi verið búsett í úkraínsku borginni Kharkiv hvar íbúar hafa fengið að finna fyrir mætti rússneska hersins. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttakona okkar, ræddi við Jón Gunnarsson um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fylgst er með gangi mála í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20 Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. 5. mars 2022 16:37 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Atli Sigurðarson, íbúi í Kópavogi og vinur Jóns, segir í færslu á Facebook hafa sótt vinkonu sína og son hennar, flóttafólk frá Úkraínu, út á Keflavíkurflugvöll seint í gærkvöldi. „Ég var í vandræðum með að hýsa þau sjálfur og hringdi því í vin minn og fyrrverandi mág, gamla björgunarsveitamanninn Jón Gunnarsson til að leita ráða varðandi húsnæði,“ segir Atli. Ekki hafi staðið á svörum hjá ráðherranum. „Kemur hún ekki bara til okkar til að byrja með?“ Atli segist í samtali við Vísi að Jón hafi bjargað sér fyrir horn. „Sem betur fer. Það gleymist kannski stundum að Jón er björgunarsveitarmaður. Það er bara þannig. Það element í honum er þarna,“ segir Atli. Hann hafi alltaf getað leitað til hans um hvaðeina. Frá Kharkiv þar sem Rússar hafa gert loftárásir undanfarna daga.Getty Images/Vyacheslav Madiyevskyy „Ég gerði það í gærkvöldi og það stóð ekki á því að opna heimilið.“ Atli var á ferðinni með úkraínsku vinum sínum á höfuðborgarsvæðinu, að skrá þau, gera og græja. Allt það sem fylgir komu fólks hingað til lands á flótta. Hann hafði ekki mikinn tíma til að spjalla en segir þó fólkinu heilsast vel. „Þau eru mjög ánægð að vera komin úr þessu ástandi sem þau voru í,“ segir Atli. Þau hafi verið búsett í úkraínsku borginni Kharkiv hvar íbúar hafa fengið að finna fyrir mætti rússneska hersins. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttakona okkar, ræddi við Jón Gunnarsson um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fylgst er með gangi mála í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20 Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. 5. mars 2022 16:37 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33
Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20
Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. 5. mars 2022 16:37