Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2022 13:17 Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir verðþróun á dísilolíu vera ógnvænlega. „Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ Þetta segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og en bensínverð ríkur nú upp úr öllu valdi í kjölfar innrásarstríðs Rússa. Í morgun riðu flestar íslenskar bensínstöðvar á vaðið með hækkanir og nokkrar þeirra rufu þrjú hundruð króna múrinn. Allt útlit er fyrir enn meiri hækkanir á næstu dögum. Runólfur segir að enn ógnvænlegri verðþróun sjáist á dísilolíu. „Svona verðsveifla hefur ekki sést í Evrópu í manna minnum. Norður-Evrópumarkaðsverð á dísilolíu fór upp um hátt í 100% síðastliðinn sólarhring. Þetta kemur meðal annars til út af því að það er auðvitað aukin eftirspurn eftir dísilolíu út af húsakyndingu nú þegar verið er að skerða gasið frá Rússlandi þannig að þetta hefur allt áhrif.“Hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu hefur ekki aðeins áhrif á bensín. „Þetta hefur margfeldisáhrif á allt verðlag. Við sáum til dæmis fréttir um það í morgun að vörubílstjórafélagið Þróttur hafi hækkað gjaldskrá vegna hás olíuverðs. Þetta mun hafa áhrif á rekstur heimilanna, rekstur fyrirtækja, hafa áhrif á aðdrætti, flutninga og flug.“ Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti um algert innflutningsbann á rússneskri olíu. Runólfur kallar eftir því að stjórnvöld dragi tímabundið úr skattheimtu á olíu til að koma í veg fyrir verðbólguskot. „Um það bil helmingur af hverjum seldum lítra á dælu hér er skattur í ríkissjóð þannig að það er ekkert óeðlilegt að stjórnvöld komi núna að borðinu og lækki allavega tímabundið skatta. Það eru fordæmi fyrir því. Þá yrðu menn að reyna að hafa áhrif á verðlagningu á vörunni til þess að fyrirbyggja verðbólguskot. En það sem hjálpar heldur ekki er að íslenska krónan hefur verið að veikjast gagnvart Bandaríkjadal og öðrum gjaldmiðlum sem eykur enn á vandræðin hér heima.“ Hefur eldsneytisverð á Íslandi einhvern tíman verið svona hátt? „Nei, ekki í krónum en svona uppreiknað miðað við verðlag höfum við náð svona toppum en það lítur allt út fyrir að við séum að fara fram úr því núna. Allavega miðað við þær spár sem maður les þá eru menn ekki að sjá að þetta sé einhver endastöð í dag. Þróunin muni halda svona áfram, því miður.“ Bensín og olía Verðlag Bílar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir 300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 9. mars 2022 10:14 Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 9. mars 2022 08:48 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Þetta segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og en bensínverð ríkur nú upp úr öllu valdi í kjölfar innrásarstríðs Rússa. Í morgun riðu flestar íslenskar bensínstöðvar á vaðið með hækkanir og nokkrar þeirra rufu þrjú hundruð króna múrinn. Allt útlit er fyrir enn meiri hækkanir á næstu dögum. Runólfur segir að enn ógnvænlegri verðþróun sjáist á dísilolíu. „Svona verðsveifla hefur ekki sést í Evrópu í manna minnum. Norður-Evrópumarkaðsverð á dísilolíu fór upp um hátt í 100% síðastliðinn sólarhring. Þetta kemur meðal annars til út af því að það er auðvitað aukin eftirspurn eftir dísilolíu út af húsakyndingu nú þegar verið er að skerða gasið frá Rússlandi þannig að þetta hefur allt áhrif.“Hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu hefur ekki aðeins áhrif á bensín. „Þetta hefur margfeldisáhrif á allt verðlag. Við sáum til dæmis fréttir um það í morgun að vörubílstjórafélagið Þróttur hafi hækkað gjaldskrá vegna hás olíuverðs. Þetta mun hafa áhrif á rekstur heimilanna, rekstur fyrirtækja, hafa áhrif á aðdrætti, flutninga og flug.“ Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti um algert innflutningsbann á rússneskri olíu. Runólfur kallar eftir því að stjórnvöld dragi tímabundið úr skattheimtu á olíu til að koma í veg fyrir verðbólguskot. „Um það bil helmingur af hverjum seldum lítra á dælu hér er skattur í ríkissjóð þannig að það er ekkert óeðlilegt að stjórnvöld komi núna að borðinu og lækki allavega tímabundið skatta. Það eru fordæmi fyrir því. Þá yrðu menn að reyna að hafa áhrif á verðlagningu á vörunni til þess að fyrirbyggja verðbólguskot. En það sem hjálpar heldur ekki er að íslenska krónan hefur verið að veikjast gagnvart Bandaríkjadal og öðrum gjaldmiðlum sem eykur enn á vandræðin hér heima.“ Hefur eldsneytisverð á Íslandi einhvern tíman verið svona hátt? „Nei, ekki í krónum en svona uppreiknað miðað við verðlag höfum við náð svona toppum en það lítur allt út fyrir að við séum að fara fram úr því núna. Allavega miðað við þær spár sem maður les þá eru menn ekki að sjá að þetta sé einhver endastöð í dag. Þróunin muni halda svona áfram, því miður.“
Bensín og olía Verðlag Bílar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir 300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 9. mars 2022 10:14 Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 9. mars 2022 08:48 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 9. mars 2022 10:14
Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 9. mars 2022 08:48