Ljóst að skerðingar standa lengur yfir eftir eitt erfiðasta vatnsár sögunnar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. mars 2022 11:12 Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, segir stöðuna erfiða um þessar mundir. Vísir Landsvirkjun segir stöðuna í vatnsbúskap nú vera með þyngsta móti eftir eitt erfiðasta vatnsár í sögu Landsvirkjunar, meðal annars vegna veðurs í vetur. Ljóst að skerðingar muni standa út aprílmánuð en Landsvirkjun hefur leitað eftir endurkaupum á raforku hjá stórnotendum. Hörður Arnason, forstjóri Landsvirkjunar, segir Landsvirkjun leggja sig fram við aðð mæta viðskiptavinum af sanngirni og vonar hann að milt vor hjálpi til við að koma fyrirtækinu úr þeirri stöðu sem það er nú í. „Staðan er erfið og við gerum okkur vel grein fyrir að skerðingar og endurkaup koma illa við viðskiptavinina,“ segir Hörður og bætir við að allar takmarkanir á afhendingu raforku séu í samræmi við samninga. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið hefur yfirstandandi vatnsár verið eitt hið erfiðasta í sögu Landsvirkjunar þar sem staða miðlunarlóna er enn lægri en spáð var í lok janúar. Þurrkar síðasta sumar og haust gerðu það til að mynda að verkum að Þórisvatn, mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði þeirra, fylltist ekki. Yfirborð vatnsins lækkar nú um einn metra á viku. Innrensli í Tungnaá mælist nú minna en árið 2014 þegar síðast þurfti að grípa til skerðinga. Þá báru lægðir síðustu mánaða ekki mikið regn svo enginn vetrarbloti kom inn á hálendið auk þess sem skerða þurfti raforkuflutninga milli landshluta vegna óveðurs í febrúar. Álag á raforkukerfinu hefur sömuleiðis aukist samhliða versnandi vatnsbúskapi. Landsvirkjun hefur vegna þessa gripið til skerðinga og nema þær um þremur prósentum af árlegri orkuvinnslu fyrirtækisins. Þá hefur verið gripið til ýmissa annarra ráða til að bregðast við stöðunni, þar á meðal með endurkaupum á raforku af stórnotendum. Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. 15. júlí 2021 22:22 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Hörður Arnason, forstjóri Landsvirkjunar, segir Landsvirkjun leggja sig fram við aðð mæta viðskiptavinum af sanngirni og vonar hann að milt vor hjálpi til við að koma fyrirtækinu úr þeirri stöðu sem það er nú í. „Staðan er erfið og við gerum okkur vel grein fyrir að skerðingar og endurkaup koma illa við viðskiptavinina,“ segir Hörður og bætir við að allar takmarkanir á afhendingu raforku séu í samræmi við samninga. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið hefur yfirstandandi vatnsár verið eitt hið erfiðasta í sögu Landsvirkjunar þar sem staða miðlunarlóna er enn lægri en spáð var í lok janúar. Þurrkar síðasta sumar og haust gerðu það til að mynda að verkum að Þórisvatn, mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði þeirra, fylltist ekki. Yfirborð vatnsins lækkar nú um einn metra á viku. Innrensli í Tungnaá mælist nú minna en árið 2014 þegar síðast þurfti að grípa til skerðinga. Þá báru lægðir síðustu mánaða ekki mikið regn svo enginn vetrarbloti kom inn á hálendið auk þess sem skerða þurfti raforkuflutninga milli landshluta vegna óveðurs í febrúar. Álag á raforkukerfinu hefur sömuleiðis aukist samhliða versnandi vatnsbúskapi. Landsvirkjun hefur vegna þessa gripið til skerðinga og nema þær um þremur prósentum af árlegri orkuvinnslu fyrirtækisins. Þá hefur verið gripið til ýmissa annarra ráða til að bregðast við stöðunni, þar á meðal með endurkaupum á raforku af stórnotendum.
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. 15. júlí 2021 22:22 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. 15. júlí 2021 22:22