Kópavogsbær ætlar ekki að innleiða barnasáttmála SÞ Lúðvík Júlíusson skrifar 11. mars 2022 16:30 Velferðarsvið Kópavogs segir nei Nýlega útskýrði Velferðarsvið Kópavogsbæjar frá því að það hefði ekki í hyggju að veita öllum börnum í Kópavogi samræmda og heildstæða þjónustu(1). Velferðarsvið væri á þeirri skoðun, ásamt lögfræðisviði bæjarins, að börn einstæðra foreldra ættu ekki rétt á þessum stuðningi. Þess í stað ættu einstæðir foreldrar sjálfir að bera meiri ábyrgð og bera þyngri byrðar en aðrir foreldrar. Þetta er stefna bæjarins þrátt fyrir að greiddir séu skattar í bæjarsjóð sem standa eiga undir þessari þjónustu. Þarna er Sjálfstæðisfólk ekki samkvæmt sjálfu sér. Ef foreldrar eiga að bera byrðar þá væri eðlilegt að skattar væru lækkaðir á móti. Þetta er ekkert nema tvöföld skattheimta á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Forystufólk segir nei Ég hef sent fyrirspurnir á formann Velferðarráðs Kópavogsbæjar, Karen E. Halldórsdóttur, en hún svarar ekki. Ég hef óskað eftir fundi með félagsmálastóra Velferðarsviðs Kópavogs, Sigrúnu Þórarinsdóttur, en hún hefur ekki svarað. Ég óskaði eftir fundi með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, sem útskýrði fyrir mér að hann, sem bæjarstjóri, gæti ekki skipt sér af stefnu sveitarfélagsins í velferðarmálum. Samt tók hann við viðurkenningu frá UNICEF og þakkað sjálfum sér fyrir innleiðingu Barnasáttmála SÞ. Það er spes. Það væri lítið mál fyrir allt þetta fólk að segja við mig að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur því öll börn í Kópavogi nytu sömu réttinda. Allir starfsmenn Kópavogsbæjar sem hafa tjáð sig um þessi mál reyna stöðugt að réttlæta það að börn sem tilheyra viðkvæmum hópum eigi ekki að fá sömu þjónustu og eigi ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn. Ég sendi meira að segja Sjálfstæðisflokknum og formanni hans almenna fyrirspurn um stefnu flokksins í barnamálum í apríl í fyrra og núna 11 mánuðum síðar þá hef ég ekki fengið svar. Það segir ákveðna sögu um stefnu flokksins í þessum málaflokki. Hún er engin. Verklagsreglur og viðmið segja nei Í Kópavogi eru engar verklagsreglur varðandi þjónustu við börn með fötlun, engar verklagsreglur varðandi teymisfundi, engin viðmið um þjónustu og engar verklagsreglur varðandi samskipti við foreldra. Starfsmenn eiga að finna eitthvað upp í hvert skipti sem nýtt barn þarf á þjónustu að halda. Sé barn með mikla fötlun þá er það ekki trygging fyrir því að barn fái heildstæða og samfellda þjónustu. Þetta eru svörin sem ég fæ frá Kópavogsbæ og fólk skammast sín ekkert fyrir þau. Velferðarsvið Kópavogsbæjar er einnig á þeirri skoðun að einstaklingur sem á barn með fötlun(andlega og/eða líkamlega), sem er nýkominn til Íslands, sem talar ekki íslensku, þekkir ekki íslensk lög, er fráskilinn og ekki menntaður félagsráðgjafi eigi að sinna samskiptum og veita hinu foreldrinu réttar og viðeigandi upplýsingar sem varða réttindi barnsins. Kópavogsbær vill setja þetta foreldri í stöðu málastjóra. Það sjá allir hvers konar vitleysa þetta er. Það er ótrúlegt að Kópavogsbær sé á þeirri skoðun að barnið eigi ekki rétt á því að hafa báða foreldra vel upplýsta, að báðir foreldrar séu virkir þátttakendur í lífi barnsins og að báðir foreldar séu því til stuðnings. Það er ljóst að Kópavogsbær er langt frá því að vera búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. Hugsið ykkur að á 21. öldinni þá virðist Kópavogsbær hafa sömu sýn á hlutverk kynjanna og verstu karlrembur fyrri alda. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er ekki að leiða sveitarfélagið á nýjar og betri brautir. Orðum fylgja ekki efndir. Félagsmálaráðuneytið segir nei Ég sendi Félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn og svarið sem ég fékk var að börn einstæðra foreldra myndu ekki fá sömu réttindi og önnur börn. Lögin um samþættingu þjónustu hefðu engin áhrif á réttindaleysi þessara barna. Ég vona að Sjálfstæðisfólk og Framsóknarfólk lesi þessa grein. Ég vona að það hafi samband við mig og leiðrétti mig ef ég hef rangt fyrir mér. Ég skrifa þá aðra grein, biðst afsökunar og leiðrétti allt saman. Ég held samt að miðað við áhugaleysi þessara aðila á málefnum barna og fólks í viðkvæmri stöðu að þá sé ekkert að fara að gerast. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1)https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/fundargerdir/velferdarrad/3144 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Kópavogur Lúðvík Júlíusson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Velferðarsvið Kópavogs segir nei Nýlega útskýrði Velferðarsvið Kópavogsbæjar frá því að það hefði ekki í hyggju að veita öllum börnum í Kópavogi samræmda og heildstæða þjónustu(1). Velferðarsvið væri á þeirri skoðun, ásamt lögfræðisviði bæjarins, að börn einstæðra foreldra ættu ekki rétt á þessum stuðningi. Þess í stað ættu einstæðir foreldrar sjálfir að bera meiri ábyrgð og bera þyngri byrðar en aðrir foreldrar. Þetta er stefna bæjarins þrátt fyrir að greiddir séu skattar í bæjarsjóð sem standa eiga undir þessari þjónustu. Þarna er Sjálfstæðisfólk ekki samkvæmt sjálfu sér. Ef foreldrar eiga að bera byrðar þá væri eðlilegt að skattar væru lækkaðir á móti. Þetta er ekkert nema tvöföld skattheimta á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Forystufólk segir nei Ég hef sent fyrirspurnir á formann Velferðarráðs Kópavogsbæjar, Karen E. Halldórsdóttur, en hún svarar ekki. Ég hef óskað eftir fundi með félagsmálastóra Velferðarsviðs Kópavogs, Sigrúnu Þórarinsdóttur, en hún hefur ekki svarað. Ég óskaði eftir fundi með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, sem útskýrði fyrir mér að hann, sem bæjarstjóri, gæti ekki skipt sér af stefnu sveitarfélagsins í velferðarmálum. Samt tók hann við viðurkenningu frá UNICEF og þakkað sjálfum sér fyrir innleiðingu Barnasáttmála SÞ. Það er spes. Það væri lítið mál fyrir allt þetta fólk að segja við mig að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur því öll börn í Kópavogi nytu sömu réttinda. Allir starfsmenn Kópavogsbæjar sem hafa tjáð sig um þessi mál reyna stöðugt að réttlæta það að börn sem tilheyra viðkvæmum hópum eigi ekki að fá sömu þjónustu og eigi ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn. Ég sendi meira að segja Sjálfstæðisflokknum og formanni hans almenna fyrirspurn um stefnu flokksins í barnamálum í apríl í fyrra og núna 11 mánuðum síðar þá hef ég ekki fengið svar. Það segir ákveðna sögu um stefnu flokksins í þessum málaflokki. Hún er engin. Verklagsreglur og viðmið segja nei Í Kópavogi eru engar verklagsreglur varðandi þjónustu við börn með fötlun, engar verklagsreglur varðandi teymisfundi, engin viðmið um þjónustu og engar verklagsreglur varðandi samskipti við foreldra. Starfsmenn eiga að finna eitthvað upp í hvert skipti sem nýtt barn þarf á þjónustu að halda. Sé barn með mikla fötlun þá er það ekki trygging fyrir því að barn fái heildstæða og samfellda þjónustu. Þetta eru svörin sem ég fæ frá Kópavogsbæ og fólk skammast sín ekkert fyrir þau. Velferðarsvið Kópavogsbæjar er einnig á þeirri skoðun að einstaklingur sem á barn með fötlun(andlega og/eða líkamlega), sem er nýkominn til Íslands, sem talar ekki íslensku, þekkir ekki íslensk lög, er fráskilinn og ekki menntaður félagsráðgjafi eigi að sinna samskiptum og veita hinu foreldrinu réttar og viðeigandi upplýsingar sem varða réttindi barnsins. Kópavogsbær vill setja þetta foreldri í stöðu málastjóra. Það sjá allir hvers konar vitleysa þetta er. Það er ótrúlegt að Kópavogsbær sé á þeirri skoðun að barnið eigi ekki rétt á því að hafa báða foreldra vel upplýsta, að báðir foreldrar séu virkir þátttakendur í lífi barnsins og að báðir foreldar séu því til stuðnings. Það er ljóst að Kópavogsbær er langt frá því að vera búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. Hugsið ykkur að á 21. öldinni þá virðist Kópavogsbær hafa sömu sýn á hlutverk kynjanna og verstu karlrembur fyrri alda. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er ekki að leiða sveitarfélagið á nýjar og betri brautir. Orðum fylgja ekki efndir. Félagsmálaráðuneytið segir nei Ég sendi Félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn og svarið sem ég fékk var að börn einstæðra foreldra myndu ekki fá sömu réttindi og önnur börn. Lögin um samþættingu þjónustu hefðu engin áhrif á réttindaleysi þessara barna. Ég vona að Sjálfstæðisfólk og Framsóknarfólk lesi þessa grein. Ég vona að það hafi samband við mig og leiðrétti mig ef ég hef rangt fyrir mér. Ég skrifa þá aðra grein, biðst afsökunar og leiðrétti allt saman. Ég held samt að miðað við áhugaleysi þessara aðila á málefnum barna og fólks í viðkvæmri stöðu að þá sé ekkert að fara að gerast. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1)https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/fundargerdir/velferdarrad/3144
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun