Nýtt ár, nýir tímar Sabina Westerholm skrifar 11. mars 2022 17:30 Lista- og menningarstofnanir gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Rými listarinnar eiga að vera staðir opnir öllum þar sem fólk hefur möguleika á að eiga við og ræða mikilvæg málefni á fordómalausan máta. Í gegnum listir og menningu birtast hlutir okkur í nýju og skýrara ljósi, listir og menning koma umræðum af stað og spyrja spurninga og fólk færist gjarnan nær hvort öðru. Til þess að menningarstofnanir geti talist opnar öllum þurfum við að grandskoða bæði starfsemi og innviði. Við eigum að skipuleggja lista- og menningardagskrá okkar þannig að minnihlutahópar og nýir Norðurlandahópar séu sýnilegir, við eigum að leitast til að ná til sem breiðs hóps í gegnum miðlana okkar og framar öllu þá verðum við að gjörbreyta innviðunum í stofnunum okkar og sjá til þess að þeir spegli norrænt þjóðfélag. Kulturanalys Norden sendi frá sér skýrsluna Kultur med olika bakgrund (ísl:menning með ólíkan bakgrunn) árið 2017 en hún sýnir að hugmyndin um fjölbreytileika er til staðar í starfsemi ríkisrekinna menningarstofnana á Norðurlöndunum en nánari athugun sýnir að hlutfall starfsmanna stofnananna sem hafa erlendan bakgrunn er í engu samræmi við hvert hlutfall íbúa með erlendan bakgrunn er í löndunum á heildina litið. Það starfsfólk sem hefur erlendan bakgrunn hefur oftast nær bakgrunn í vestrænum löndum og hlutföllin eru æ skakkari því hærra upp sem maður kemur í starfsmannapíramídanum og mjög fáir yfirmenn eru með erlendan bakgrunn. (Ó)sýnileikinn innan stofnananna speglast síðan í innihaldi menningardagskrárinnar. Þann tíma sem ég hef búið á Íslandi hef ég hitt þónokkra einstaklinga með erlendan bakgrunn sem starfa við menningu en þeir hafa tjáð mér hversu vonlaus þeim finnst staðan vera. Í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla og inniviðir markast af tenglsaneti virðist næstum ómögulegt að fá góð atvinnutækifæri. Þrátt fyrir að það virðist ekki vera til nein fyrirliggjandi aðferð til þess að á meðvitaðan hátt ráða bót á þessu ranglæti vill Norræna húsið reyna að brjótast út úr hinu staðbundna samhengi og bjóða upp á breiðara sjónarhorn Laugardaginn 12.mars höldum við snemmbúinn persneskan áramótafögnuð í Norræna húsinu. Á dagskránni er tilraunakennd persnesk tónlist og boðið verður upp á hefðbundinn persneskan hátíðarmat. Við fögnum um leið upphafinu að dagskrá sem hefur það að markmiði að stofna vettvang fjölbreytileika og inngildingar í Norræna húsinu. Listrænn stjórnandi dagskrárinnar er Elham Fakouri en dagskráin kemur til með að samanstanda af bæði listrænu innihaldi og samtalsviðburðum. Markmiðið er að dagskráin hjálpi okkur að auka við fjölbreytileikann innan Norræna hússins sem menningarstofnunar en ég vona að í framhaldinu geti hún leitt til aukinnar meðvitundar um þessi mál hjá listasenunni á Íslandi sem og á hinum Norðurlöndunum. Árið 2022 hefur hingað til reynst eitt myrkasta ár í manna minnum, við skulum vonast til þess að tími sé kominn á nýtt upphaf. Með ósk um farsælt nýtt ár. Höfundur er forstjóri Norræna hússins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Norðurlandaráð Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Lista- og menningarstofnanir gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Rými listarinnar eiga að vera staðir opnir öllum þar sem fólk hefur möguleika á að eiga við og ræða mikilvæg málefni á fordómalausan máta. Í gegnum listir og menningu birtast hlutir okkur í nýju og skýrara ljósi, listir og menning koma umræðum af stað og spyrja spurninga og fólk færist gjarnan nær hvort öðru. Til þess að menningarstofnanir geti talist opnar öllum þurfum við að grandskoða bæði starfsemi og innviði. Við eigum að skipuleggja lista- og menningardagskrá okkar þannig að minnihlutahópar og nýir Norðurlandahópar séu sýnilegir, við eigum að leitast til að ná til sem breiðs hóps í gegnum miðlana okkar og framar öllu þá verðum við að gjörbreyta innviðunum í stofnunum okkar og sjá til þess að þeir spegli norrænt þjóðfélag. Kulturanalys Norden sendi frá sér skýrsluna Kultur med olika bakgrund (ísl:menning með ólíkan bakgrunn) árið 2017 en hún sýnir að hugmyndin um fjölbreytileika er til staðar í starfsemi ríkisrekinna menningarstofnana á Norðurlöndunum en nánari athugun sýnir að hlutfall starfsmanna stofnananna sem hafa erlendan bakgrunn er í engu samræmi við hvert hlutfall íbúa með erlendan bakgrunn er í löndunum á heildina litið. Það starfsfólk sem hefur erlendan bakgrunn hefur oftast nær bakgrunn í vestrænum löndum og hlutföllin eru æ skakkari því hærra upp sem maður kemur í starfsmannapíramídanum og mjög fáir yfirmenn eru með erlendan bakgrunn. (Ó)sýnileikinn innan stofnananna speglast síðan í innihaldi menningardagskrárinnar. Þann tíma sem ég hef búið á Íslandi hef ég hitt þónokkra einstaklinga með erlendan bakgrunn sem starfa við menningu en þeir hafa tjáð mér hversu vonlaus þeim finnst staðan vera. Í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla og inniviðir markast af tenglsaneti virðist næstum ómögulegt að fá góð atvinnutækifæri. Þrátt fyrir að það virðist ekki vera til nein fyrirliggjandi aðferð til þess að á meðvitaðan hátt ráða bót á þessu ranglæti vill Norræna húsið reyna að brjótast út úr hinu staðbundna samhengi og bjóða upp á breiðara sjónarhorn Laugardaginn 12.mars höldum við snemmbúinn persneskan áramótafögnuð í Norræna húsinu. Á dagskránni er tilraunakennd persnesk tónlist og boðið verður upp á hefðbundinn persneskan hátíðarmat. Við fögnum um leið upphafinu að dagskrá sem hefur það að markmiði að stofna vettvang fjölbreytileika og inngildingar í Norræna húsinu. Listrænn stjórnandi dagskrárinnar er Elham Fakouri en dagskráin kemur til með að samanstanda af bæði listrænu innihaldi og samtalsviðburðum. Markmiðið er að dagskráin hjálpi okkur að auka við fjölbreytileikann innan Norræna hússins sem menningarstofnunar en ég vona að í framhaldinu geti hún leitt til aukinnar meðvitundar um þessi mál hjá listasenunni á Íslandi sem og á hinum Norðurlöndunum. Árið 2022 hefur hingað til reynst eitt myrkasta ár í manna minnum, við skulum vonast til þess að tími sé kominn á nýtt upphaf. Með ósk um farsælt nýtt ár. Höfundur er forstjóri Norræna hússins.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar