Að auki voru 126 sjúkraflutningar farnir í heildina í gær.
Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu virðist hafa verið fremur rólegt, en í skýrslu lögreglu segir að lögregla hafi verið kölluð út á krá í austurbænum þar sem tilkynnt hafði verið um átök. Þegar lögreglu bar að garði voru þó allir farnir og enginn sem vildi ræða málið við lögreglumennina.
Þá var tilkynnt um rúðubrot í verslun í vesturborginni og um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi. Þjófarnir hlupu á brott þegar íbúar urðu þeirra varir.
Í Hafnarfirði var síðan tilkynnt um innbrot í fyrirtæki og er málið í rannsókn.