Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar Þorsteinn V. Einarsson skrifar 15. mars 2022 15:31 Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. Strákar finna til Strákar fæðast ekki með færri tilfinningar en önnur kyn en þeir hafa takmarkað svigrúm til að gangast við, tjá og læra að þekkja tilfinningar sínar. „Hættu þessu væli“, „engan aumingjaskap“, „harkaðu af þér“, „ekki vera kelling“, ertu ekki alvöru maður?“ eru lýsandi dæmi um hvernig skaðlegar karlmennskuhugmyndir hafa verið innrættar hjá strákum, viðhaldið hjá körlum og fest í sessi þá hugmynd að strákar og karlar megi ekki eða eigi ekki að vera berskjaldaðir fyrir tilfinningum sínum. En tilfinningar eru ekki kynjaðar og strákar finna svo sannarlega til. Þeir hafa bara margir lært að bæla tilfinningar sínar, fela þær og gangast ekki við þeim með alvarlegum afleiðingum fyrir þá sjálfa, þeirra samferðafólk og samfélagið í heild. Það krefst hugrekkis að berskjalda tilfinningar sínar Jákvæð karlmennska felur í sér ábyrga afstöðu, hegðun og gildismat sem hefur jákvæðar afleiðingar í för með sér fyrir stráka og umhverfið sem þeir eru hluti af. Jákvæð karlmennska styður við jafnrétti og felur í sér afstöðu gegn skaðlegum karlmennskuhugmyndum eins og þeim að tilfinningar séu merki um aumingjaskap eða veikleika. Að gangast við tilfinningum sínum krefst þvert á móti hugrekkis, sér í lagi þegar þær fela í sér afstöðu gegn því gildismati að strákar megi ekki berskjalda sig. Tilfinningar eru nefnilega hluti af því að vera manneskja, þær eru nauðsynlegur áttaviti, lykillinn að tengslum og því að finna til og elska. Tilfinningar eru ekki kynjaðar Einn burðarstólpi ráðandi skaðlegra karlmennskuhugmynda er aðgreining karla frá konum og kvenleika, þar sem kvenleiki er talin síður eftirsóknarverður, merki um veikleika eða skort á karlmennsku. Tilfinningar, tilfinningasemi, viðkvæmni, auðmýkt, einlægni og berskjöldun tilfinninga hefur á einhvern undarlegan hátt verið talið til kvenleika, ekki karlmennsku, og telst þar af leiðandi síður hæfa drengjum og körlum. Þetta þarf að breytast og þessu er hægt að breyta. „Sorrý með þetta væl“ Alvarlegar afleiðingar karlmennskuhugmynda sem krefja karla um að bæla og fela tilfinningar sínar, eru þekktar úr reynsluheimi karla m.a. frá #karlmennskan af Twitter þar sem tæplega 200 karlar lýstu eigin reynslu af afleiðingum takmarkaðs rýmis til þess að finna og tjá tilfinningar. Margir lýstu átakanlegri reynslu sinni við að halda aftur af tilfinningum sínum í aðstæðum þar sem nauðsynlegt hefði verið að geta og mega tjáð tilfinningar. Dæmi voru um karla sem misst höfðu börnin sín og upplifað skömm fyrir það að fella tár með vinum: „Felldi tár í sumarbústaðaferð með vinahópnum, fimm mánuðum eftir að við misstum son okkar. Sá mig samt knúinn til að segja “sorry með þetta væl í gær”, morguninn eftir. #karlmennskan“. Annað dæmi er 16 ára strákur sem missti mömmu sína en taldi ekki öruggt að gráta í jarðarförinni fyrir framan vini sína: „Þegar ég var í jarðarför hjá mömmu minni þá barðist ég við að gráta ekki því allir vinir mínir voru þar en þegar ég kom heim grét ég í marga klukkutíma #karlmennskan“. Þá voru dæmi ýmist frá vinum sem höfðu misst félaga úr sjálfsvígi eða frá strákum sem höfðu glímt við sjálfsvígshugsanir: „Fór langleiðina með að taka mitt eigið líf um tvítugt, keypti reipið og reyndi að gera hnút, kunni það ekki. Botninum náð og leitaði hjálpar hjá sálfræðingi, hjálpaði mér mikið og fékk aðra sýn á lífið. Hef ekki sagt fjölskyldu/vinum frá þessu því #karlmennskan - Fer í það núna.“ Tilfinningar eru hluti af okkur Tilfinningar eru viðbrögð heilans og taugakerfisins við því sem er að eiga sér stað. Hvort sem um ræðir aðstæður eða hugsanir okkar um aðstæðurnar, minningar sem koma upp eða aðra hluti. Tilfinningar segja til um það hvernig við eigum að bregðast við og hvernig við skynjum það sem er að gerast. Eitt hlutverk tilfinninga er að ýta undir hegðun sem kemur í kjölfarið. Tilfinningar okkar eru hluti af kerfi sem hjálpar okkur að lifa af og aðlagast lífinu. Til dæmis hvetur tilfinningin kvíði okkur til að berjast, hlaupa í skjól eða frjósa til að eiga meiri líkur á að lifa af. Tilfinningin sorg hvetur okkur til að tengjast öðrum, gráta og standa saman og lifa þannig félagslega af erfiða atburði eins og missi. Ógeðistilfinning hefur hjálpað manneskjunni að forðast eitraðan mat og hættuleg skordýr. Reiði gefur okkur kraft til að standa gegn óréttlæti eða bregðast við ef einhver gerir eitthvað á okkar hlut eða fólksins okkar. Stórt hlutverk tilfinninga okkar er því að tryggja öryggi okkar og auka líkurnar á því að við þrífumst og lifum af. Tilfinningar og hegðun eru ekki það sama en er tvennt sem sannarlega tengist. Ungabarn sem finnur fyrir óöryggi grípur til hegðunar eins og gráturs sem gerir því kleift að kalla á foreldra sína til að auka líkur á tengslum og öryggi. Þetta er í raun eitt af því fyrsta sem við gerum til að tjá tilfinningar okkar og þörf fyrir öryggi, tengsl, snertingu og nánd. Því ef við höfum aðgengi að öruggum tengslum eigum við meiri möguleika á að lifa af. Tilfinningar og hegðun Það að umgangast og læra á tilfinningar sínar er dýrmætt. Þannig getum við lært að bregðast við út frá öðrum þáttum en eingöngu tilfinningunni sjálfri en á sama tíma sýnt tilfinningunni skilning og leyft hana. Til dæmis er eðlilegt að upplifa tilfinninguna kvíða áður en þú ferð upp á svið og átt að tala fyrir framan hóp af fólki. Kvíðinn fær þig kannski til að vilja flýja, hlaupa í öruggt skjól og forðast þessar ógnvekjandi aðstæður. Ef tilfinningin myndi ein og sér stjórna okkur, þá væri erfitt að takast á við krefjandi aðstæður og gera það sem okkur langar. Við getum lært að takast á við og þekkja tilfinningar okkar svo þær stjórni ekki öllu í okkar lífi. Reiði Reiði er eðlileg tilfinning sem við eigum að upplifa ef á okkur er brotið eða gengið er á réttlætiskennd okkar. Við getum hins vegar upplifað reiði þegar maki okkar gagnrýnir okkur eða ef börn okkar haga sér ekki eins og við óskum. Reiðin sendir okkur skilaboð um að verja okkur eða grípa inn í aðstæður, jafnvel með offorsi, líkt og um hættu væri að ræða. Tilfinningin þarf samt ekki að vera í takti við aðstæðurnar, heldur er reiðin afleiðing af túlkun okkar á aðstæðum sem litast af reynslu okkar og bakgrunni. Það erum við sem upplifum reiðina en ekki makinn eða börnin sem gera okkur reiða. Þess vegna er mikilvægt, í aðstæðum sem þessum, að bregðast ekki við í samræmi við reiðina heldur axla á henni ábyrgð því annars eigum við á hættu að særa og skaða okkur sjálfa og fólkið sem við elskum. Skömm Skömm er ekki hættuleg tilfinning heldur mikilvægur áttaviti og merki um siðferðiskennd. Vandinn við tilfinninguna skömm er sú að hún er óþægileg, minnkar okkur og getur dregið úr sjálfsöryggi okkar. Við getum upplifað skömm t.d. þegar einhver móðgar okkur, brýtur á okkur, vanvirðir eða þegar við sjálf gerum eitthvað rangt. Til dæmis getum við upplifað skömm ef við reiðumst börnunum okkar fyrir það eitt að láta eins og börn eða haga sér ekki fullkomlega í takti við væntingar okkar. Að vera fullur af skömm, sitja uppi með skömm eða geta ekki temprað skömmina getur valdið verulegum skaða. Okkur hættir til að fela eða bæla niður það sem við skömmumst okkar fyrir. Við lokum á aðra, gerum ráðstafanir svo enginn komist að því sem veldur okkur þessari djúpu skömm eða erum fullir af reiði eða sjálfsfyrirlitningu. Ef skömmin fær að grafa undan sjálfsvirðingu og sjálfsöryggi okkar getur hún einangrað okkur eða stuðlað að óafturkræfum skaða. Mikilvægt er að vinna í að sættast við skömmina, læra að tempra hana og það getum við gert hjá fagaðila, með vinum eða sjálfir. Í stað þess að forðast, aftengjast og fela gæti verið gagnlegra að staldra við skömmina; hvaðan kemur hún og hvað segir hún okkur? Þannig gætum við sæst við skömmina, jafnvel unnið úr henni eða temprað hana og betur tengst sjálfum okkur og fólkinu sem við umgöngumst. Ef við upplifum hins vegar aldrei skömm og setjum aldrei spurningamerki við hegðun okkar eða áhrif okkar á aðra, þá mættum við hafa áhyggjur. Slíkt gæti verið merki um skerta siðferðiskennd eða narsissisma sem nauðsynlegt er að leita fagaðstoðar með. Tilfinningar eru ekki hættulegar Með því að læra á tilfinningar lærum við líka að þær eru ekki hættulegar. Við lærum að þær eru hluti af okkur en endurspegla ekki að öllu leyti það hver við erum og hvað við stöndum fyrir. Við getum lært að ná tökum á þeim án þess þó að stjórna þeim, bægja þeim frá eða hundsa þær. Það að lifa í sátt og samlyndi við tilfinningar okkar gerir okkur kleift að gera hluti þrátt fyrir allskyns óþægindi sem þeim gætu fylgt, eins og óttinn við álit annarra eða höfnun þegar við berskjöldum okkur fyrir framan annað fólk. Okkur stafar ekki hætta af tilfinningum okkar en okkur og öðrum getur stafað hætta af því að við lærum ekki að bregðast við þeim á hjálplegan hátt. Það er nefnilega hegðunin sem skaðar, en ekki tilfinningin sjálf. Tilfinningar þurfa ekki að vera rökréttar eða í samhengi við aðstæður, heldur er það upplifun og skynjun okkar á því sem á sér stað sem framkallað getur allskonar líðan. Þess vegna er svo mikilvægt að læra um tilfinningar og fá rými til að þroska þær og skilja. Lærum á tilfinningar Hluti af því að læra á tilfinningar sínar er að kunna að nefna þær og tjá þær, tala um það hvernig okkur líður. Í samfélagi eins og okkar er þessi hegðun samfélagslega samþykktari hjá stúlkum en drengjum og tengist félagsmótun og kynhlutverkum. Oft fá því drengir síður færi á að læra á tilfinningar sínar og tjá þær á heilbrigðan og eðlilegan hátt, eins og þeir hafa þörf fyrir. Strákar og karlmenn eru að sama skapi ólíklegri til að leita sér fagaðstoðar sálfræðinga og lækna en t.d. konur. Við þrífumst almennt betur ef við getum tjáð tilfinningar og leyft okkur að upplifa þær. Það skapar oft vandræði og slæma líðan að ýta þeim í burtu eða láta eins og þær séu ekki til staðar. Tilfinningar og líkaminn Við höfum öll þetta taugakerfi sem framkallar tilfinningar, sem þýðir að við munum upplifa allskonar þægilegar og óþægilegar tilfinningar. Spurningin er bara hvort að við megum finna fyrir þeim, læra á þær, þroska þær, skilja, sett þær í orð og talað um þær. Allskyns boðefni eiga þátt í starfsemi tilfinninga og þær eru hluti af bæði huga og líkama. Þær eru ekki ímyndaðar og eiga alltaf rétt á sér eins og þær koma. Til dæmis fylgja líkamleg einkenni bæði kvíðaröskunum og þunglyndi svo eitthvað sé nefnt. Tilfinningar hafa því sannarlega áhrif á líkamann og starfsemi hans. Oft leitar fólk sér ekki aðstoðar fagfólks fyrr en það er farið að finna fyrir óþægilegum og truflandi líkamlegum einkennum eins og þreytu, hröðum hjartslætti, svima, magaóþægindum, svita, kuldahrolli, ógleði eða óraunveruleikatilfinningu svo eitthvað sé nefnt. Sjálfsvíg Margfalt fleiri karlar fremja sjálfsvíg en konur og karlar eru mun ólíklegri til að leita sér sálfræðiaðstoðar. Það er engin spurning að ef drengjum og körlum leyfðist að berskjalda sig, þeir hefðu rými til að þroska innsýn í eigin tilfinningar og tala um þær á opinskáan hátt að þá myndi það vinna gegn hárri sjálfsvígstíðni karla. Karlar gætu sótt þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda, þeir gætu temprað skömmina sem oft er tengd sjálfsvígum og lært að nýta þau bjargráð sem eru til staðar. Það að leita sér aðstoðar veitir okkur ýmis bjargráð sem við getum notað þegar okkur líður illa. Það að eiga engin bjargráð eykur líkurnar á því að okkur finnist við ekkert geta gert og að allt sé vonlaust, lífið sé ef til vill ekki þess virði að lifa því. Það eru til lausnir og leiðir út úr þjáningu og erfiðleikum og mikilvægt er að við gefum okkur séns á að fá aðstoð. Bara það að segja einhverjum sem þú treystir að þér líði illa og sért jafnvel með sjálfsvígshugsanir getur virkað eins og 10 skref í átt að von um betri líðan. Lifum með tilfinningunum Við þurfum að normalísera tilfinningar karla því strákar finna svo sannarlega til. Við þurfum að koma auga á og skilja hve ógagnlegar og skaðlegar, þær karlmennskuhugmyndir eru að berskjaldaðar tilfinningar teljist ekki hæfa strákum og körlum. Hvernig þeir hafa takmarkað rými til að upplifa, gangast við og tjá tilfinningar sínar. Við þurfum að rýna í öll svið okkar lífs og samfélags til að uppræta þessa tegund af karlmennsku. Rýna í það hvernig við ætlum einstaklingum í gegnum karlmennsku- og kvenleikahugmyndir ólíka hæfni og getu og festum í sessi ógagnlegar karlmennskuhugmyndir. Innrætingunni, kröfunum og hugmyndunum er ekki endilega viðhaldið á meðvitaðan hátt heldur oft ómeðvitað. Þetta er afleiðing af gildismati og samfélagsgerð sem ætlar körlum og konum að vera andstæðupar með náttúrulega meðfædda eiginleika og hæfni. Sjónarmið sem er í besta falli ógagnlegt og í versta falli afskaplega rangt og skaðlegt, enda hafa kvenleika- og karlmennskuhugmyndir í raun ekkert með kyn fólks að gera. Við getum mótað farveg sem veitir strákum frelsi til að upplifa og tjá tilfinningar sínar. Sannarlega spila foreldrar, uppalendur, fjölmiðlar, áhrifavaldar og fyrirmyndir stórt hlutverk en það eru á endanum strákarnir sjálfir sem viðhalda hugmyndunum í gegnum samskipti sín á milli og síðan fullorðnir karlar. Það eru því strákar og karlar sem gegna lykilhlutverki í að normalísera sínar eigin tilfinningar með því að opna sig um þær. Sumir þurfa aðstoð til þess að komast upp úr gömlum hjólförum og þá aðstoð er að finna víða. Sækjum í stuðning Fyrsta skrefið til að sækja stuðning er að gangast við eigin tilfinningum, líðan og upplifun. Rýna í eigin hugsanir eða horfa á þá hegðun sem við viljum mögulega ekki sýna; hvort sem það er einangrun, framtaksleysi, forðun, ógnun eða ofbeldi. Næsta skref getur verið að berskjalda sig við vini, samstarfsfélaga eða maka. Sumum hættir til að sækja í stuðninginn eftir að hafa náð tökum á erfiðum tilfinningum eða hegðun, en mikilvægt er að leyfa öðrum að styðja okkur þegar við erum að glíma við vanlíðan og erfiðar tilfinningar. Sumir strákar og karlar þurfa að leita til fagfólks t.d. geðlæknis eða sálfræðings til að fá aðstoðina sem þeir þarfnast. Heimilislæknar geta líka verið fyrsta faglega aðstoðin þótt þeir séu ekki sérmenntaðir í hugrænni atferlismeðferð eða áfallaúrvinnslu. Heimilislæknir getur þá vísað áfram í rétta átt. Sama gildir hvað varðar hjúkrunarfræðinga í skólum og á sumum vinnustöðum, þeir gætu vísað okkur áfram í viðeigandi farveg. Eftirfarandi eru dæmi um fagaðila sem geta veitt aðstoð, en hegðun getur verið afleiðing erfiðra tilfinninga sem hægt er að vinna með. Heimilisfriður er úrræði fyrir fólk sem beitir ofbeldi í nánum samböndum. Heimasíða: https://heimilisfridur.is/ Netfang: [email protected] Sálfræðistofur bjóða margar upp á almenna sálfræðimeðferð og sumar bjóða einnig upp á áfallameðferð eða aðra sérhæfða meðferð. Dæmi um sálfræðistofur: Kvíðameðferðarstöðin, EMDR-stofan, Líf og sál, Domus Mentis, Sálfræðistofa Reykjavíkur og Sálfræðistofan Höfðabakka. Nánari upplýsingar um jákvæða karlmennska er að finna á karlmennskan.is og samfélagsmiðlinum Karlmennskan á Instagram og Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heimilisofbeldi Þorsteinn V. Einarsson Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. Strákar finna til Strákar fæðast ekki með færri tilfinningar en önnur kyn en þeir hafa takmarkað svigrúm til að gangast við, tjá og læra að þekkja tilfinningar sínar. „Hættu þessu væli“, „engan aumingjaskap“, „harkaðu af þér“, „ekki vera kelling“, ertu ekki alvöru maður?“ eru lýsandi dæmi um hvernig skaðlegar karlmennskuhugmyndir hafa verið innrættar hjá strákum, viðhaldið hjá körlum og fest í sessi þá hugmynd að strákar og karlar megi ekki eða eigi ekki að vera berskjaldaðir fyrir tilfinningum sínum. En tilfinningar eru ekki kynjaðar og strákar finna svo sannarlega til. Þeir hafa bara margir lært að bæla tilfinningar sínar, fela þær og gangast ekki við þeim með alvarlegum afleiðingum fyrir þá sjálfa, þeirra samferðafólk og samfélagið í heild. Það krefst hugrekkis að berskjalda tilfinningar sínar Jákvæð karlmennska felur í sér ábyrga afstöðu, hegðun og gildismat sem hefur jákvæðar afleiðingar í för með sér fyrir stráka og umhverfið sem þeir eru hluti af. Jákvæð karlmennska styður við jafnrétti og felur í sér afstöðu gegn skaðlegum karlmennskuhugmyndum eins og þeim að tilfinningar séu merki um aumingjaskap eða veikleika. Að gangast við tilfinningum sínum krefst þvert á móti hugrekkis, sér í lagi þegar þær fela í sér afstöðu gegn því gildismati að strákar megi ekki berskjalda sig. Tilfinningar eru nefnilega hluti af því að vera manneskja, þær eru nauðsynlegur áttaviti, lykillinn að tengslum og því að finna til og elska. Tilfinningar eru ekki kynjaðar Einn burðarstólpi ráðandi skaðlegra karlmennskuhugmynda er aðgreining karla frá konum og kvenleika, þar sem kvenleiki er talin síður eftirsóknarverður, merki um veikleika eða skort á karlmennsku. Tilfinningar, tilfinningasemi, viðkvæmni, auðmýkt, einlægni og berskjöldun tilfinninga hefur á einhvern undarlegan hátt verið talið til kvenleika, ekki karlmennsku, og telst þar af leiðandi síður hæfa drengjum og körlum. Þetta þarf að breytast og þessu er hægt að breyta. „Sorrý með þetta væl“ Alvarlegar afleiðingar karlmennskuhugmynda sem krefja karla um að bæla og fela tilfinningar sínar, eru þekktar úr reynsluheimi karla m.a. frá #karlmennskan af Twitter þar sem tæplega 200 karlar lýstu eigin reynslu af afleiðingum takmarkaðs rýmis til þess að finna og tjá tilfinningar. Margir lýstu átakanlegri reynslu sinni við að halda aftur af tilfinningum sínum í aðstæðum þar sem nauðsynlegt hefði verið að geta og mega tjáð tilfinningar. Dæmi voru um karla sem misst höfðu börnin sín og upplifað skömm fyrir það að fella tár með vinum: „Felldi tár í sumarbústaðaferð með vinahópnum, fimm mánuðum eftir að við misstum son okkar. Sá mig samt knúinn til að segja “sorry með þetta væl í gær”, morguninn eftir. #karlmennskan“. Annað dæmi er 16 ára strákur sem missti mömmu sína en taldi ekki öruggt að gráta í jarðarförinni fyrir framan vini sína: „Þegar ég var í jarðarför hjá mömmu minni þá barðist ég við að gráta ekki því allir vinir mínir voru þar en þegar ég kom heim grét ég í marga klukkutíma #karlmennskan“. Þá voru dæmi ýmist frá vinum sem höfðu misst félaga úr sjálfsvígi eða frá strákum sem höfðu glímt við sjálfsvígshugsanir: „Fór langleiðina með að taka mitt eigið líf um tvítugt, keypti reipið og reyndi að gera hnút, kunni það ekki. Botninum náð og leitaði hjálpar hjá sálfræðingi, hjálpaði mér mikið og fékk aðra sýn á lífið. Hef ekki sagt fjölskyldu/vinum frá þessu því #karlmennskan - Fer í það núna.“ Tilfinningar eru hluti af okkur Tilfinningar eru viðbrögð heilans og taugakerfisins við því sem er að eiga sér stað. Hvort sem um ræðir aðstæður eða hugsanir okkar um aðstæðurnar, minningar sem koma upp eða aðra hluti. Tilfinningar segja til um það hvernig við eigum að bregðast við og hvernig við skynjum það sem er að gerast. Eitt hlutverk tilfinninga er að ýta undir hegðun sem kemur í kjölfarið. Tilfinningar okkar eru hluti af kerfi sem hjálpar okkur að lifa af og aðlagast lífinu. Til dæmis hvetur tilfinningin kvíði okkur til að berjast, hlaupa í skjól eða frjósa til að eiga meiri líkur á að lifa af. Tilfinningin sorg hvetur okkur til að tengjast öðrum, gráta og standa saman og lifa þannig félagslega af erfiða atburði eins og missi. Ógeðistilfinning hefur hjálpað manneskjunni að forðast eitraðan mat og hættuleg skordýr. Reiði gefur okkur kraft til að standa gegn óréttlæti eða bregðast við ef einhver gerir eitthvað á okkar hlut eða fólksins okkar. Stórt hlutverk tilfinninga okkar er því að tryggja öryggi okkar og auka líkurnar á því að við þrífumst og lifum af. Tilfinningar og hegðun eru ekki það sama en er tvennt sem sannarlega tengist. Ungabarn sem finnur fyrir óöryggi grípur til hegðunar eins og gráturs sem gerir því kleift að kalla á foreldra sína til að auka líkur á tengslum og öryggi. Þetta er í raun eitt af því fyrsta sem við gerum til að tjá tilfinningar okkar og þörf fyrir öryggi, tengsl, snertingu og nánd. Því ef við höfum aðgengi að öruggum tengslum eigum við meiri möguleika á að lifa af. Tilfinningar og hegðun Það að umgangast og læra á tilfinningar sínar er dýrmætt. Þannig getum við lært að bregðast við út frá öðrum þáttum en eingöngu tilfinningunni sjálfri en á sama tíma sýnt tilfinningunni skilning og leyft hana. Til dæmis er eðlilegt að upplifa tilfinninguna kvíða áður en þú ferð upp á svið og átt að tala fyrir framan hóp af fólki. Kvíðinn fær þig kannski til að vilja flýja, hlaupa í öruggt skjól og forðast þessar ógnvekjandi aðstæður. Ef tilfinningin myndi ein og sér stjórna okkur, þá væri erfitt að takast á við krefjandi aðstæður og gera það sem okkur langar. Við getum lært að takast á við og þekkja tilfinningar okkar svo þær stjórni ekki öllu í okkar lífi. Reiði Reiði er eðlileg tilfinning sem við eigum að upplifa ef á okkur er brotið eða gengið er á réttlætiskennd okkar. Við getum hins vegar upplifað reiði þegar maki okkar gagnrýnir okkur eða ef börn okkar haga sér ekki eins og við óskum. Reiðin sendir okkur skilaboð um að verja okkur eða grípa inn í aðstæður, jafnvel með offorsi, líkt og um hættu væri að ræða. Tilfinningin þarf samt ekki að vera í takti við aðstæðurnar, heldur er reiðin afleiðing af túlkun okkar á aðstæðum sem litast af reynslu okkar og bakgrunni. Það erum við sem upplifum reiðina en ekki makinn eða börnin sem gera okkur reiða. Þess vegna er mikilvægt, í aðstæðum sem þessum, að bregðast ekki við í samræmi við reiðina heldur axla á henni ábyrgð því annars eigum við á hættu að særa og skaða okkur sjálfa og fólkið sem við elskum. Skömm Skömm er ekki hættuleg tilfinning heldur mikilvægur áttaviti og merki um siðferðiskennd. Vandinn við tilfinninguna skömm er sú að hún er óþægileg, minnkar okkur og getur dregið úr sjálfsöryggi okkar. Við getum upplifað skömm t.d. þegar einhver móðgar okkur, brýtur á okkur, vanvirðir eða þegar við sjálf gerum eitthvað rangt. Til dæmis getum við upplifað skömm ef við reiðumst börnunum okkar fyrir það eitt að láta eins og börn eða haga sér ekki fullkomlega í takti við væntingar okkar. Að vera fullur af skömm, sitja uppi með skömm eða geta ekki temprað skömmina getur valdið verulegum skaða. Okkur hættir til að fela eða bæla niður það sem við skömmumst okkar fyrir. Við lokum á aðra, gerum ráðstafanir svo enginn komist að því sem veldur okkur þessari djúpu skömm eða erum fullir af reiði eða sjálfsfyrirlitningu. Ef skömmin fær að grafa undan sjálfsvirðingu og sjálfsöryggi okkar getur hún einangrað okkur eða stuðlað að óafturkræfum skaða. Mikilvægt er að vinna í að sættast við skömmina, læra að tempra hana og það getum við gert hjá fagaðila, með vinum eða sjálfir. Í stað þess að forðast, aftengjast og fela gæti verið gagnlegra að staldra við skömmina; hvaðan kemur hún og hvað segir hún okkur? Þannig gætum við sæst við skömmina, jafnvel unnið úr henni eða temprað hana og betur tengst sjálfum okkur og fólkinu sem við umgöngumst. Ef við upplifum hins vegar aldrei skömm og setjum aldrei spurningamerki við hegðun okkar eða áhrif okkar á aðra, þá mættum við hafa áhyggjur. Slíkt gæti verið merki um skerta siðferðiskennd eða narsissisma sem nauðsynlegt er að leita fagaðstoðar með. Tilfinningar eru ekki hættulegar Með því að læra á tilfinningar lærum við líka að þær eru ekki hættulegar. Við lærum að þær eru hluti af okkur en endurspegla ekki að öllu leyti það hver við erum og hvað við stöndum fyrir. Við getum lært að ná tökum á þeim án þess þó að stjórna þeim, bægja þeim frá eða hundsa þær. Það að lifa í sátt og samlyndi við tilfinningar okkar gerir okkur kleift að gera hluti þrátt fyrir allskyns óþægindi sem þeim gætu fylgt, eins og óttinn við álit annarra eða höfnun þegar við berskjöldum okkur fyrir framan annað fólk. Okkur stafar ekki hætta af tilfinningum okkar en okkur og öðrum getur stafað hætta af því að við lærum ekki að bregðast við þeim á hjálplegan hátt. Það er nefnilega hegðunin sem skaðar, en ekki tilfinningin sjálf. Tilfinningar þurfa ekki að vera rökréttar eða í samhengi við aðstæður, heldur er það upplifun og skynjun okkar á því sem á sér stað sem framkallað getur allskonar líðan. Þess vegna er svo mikilvægt að læra um tilfinningar og fá rými til að þroska þær og skilja. Lærum á tilfinningar Hluti af því að læra á tilfinningar sínar er að kunna að nefna þær og tjá þær, tala um það hvernig okkur líður. Í samfélagi eins og okkar er þessi hegðun samfélagslega samþykktari hjá stúlkum en drengjum og tengist félagsmótun og kynhlutverkum. Oft fá því drengir síður færi á að læra á tilfinningar sínar og tjá þær á heilbrigðan og eðlilegan hátt, eins og þeir hafa þörf fyrir. Strákar og karlmenn eru að sama skapi ólíklegri til að leita sér fagaðstoðar sálfræðinga og lækna en t.d. konur. Við þrífumst almennt betur ef við getum tjáð tilfinningar og leyft okkur að upplifa þær. Það skapar oft vandræði og slæma líðan að ýta þeim í burtu eða láta eins og þær séu ekki til staðar. Tilfinningar og líkaminn Við höfum öll þetta taugakerfi sem framkallar tilfinningar, sem þýðir að við munum upplifa allskonar þægilegar og óþægilegar tilfinningar. Spurningin er bara hvort að við megum finna fyrir þeim, læra á þær, þroska þær, skilja, sett þær í orð og talað um þær. Allskyns boðefni eiga þátt í starfsemi tilfinninga og þær eru hluti af bæði huga og líkama. Þær eru ekki ímyndaðar og eiga alltaf rétt á sér eins og þær koma. Til dæmis fylgja líkamleg einkenni bæði kvíðaröskunum og þunglyndi svo eitthvað sé nefnt. Tilfinningar hafa því sannarlega áhrif á líkamann og starfsemi hans. Oft leitar fólk sér ekki aðstoðar fagfólks fyrr en það er farið að finna fyrir óþægilegum og truflandi líkamlegum einkennum eins og þreytu, hröðum hjartslætti, svima, magaóþægindum, svita, kuldahrolli, ógleði eða óraunveruleikatilfinningu svo eitthvað sé nefnt. Sjálfsvíg Margfalt fleiri karlar fremja sjálfsvíg en konur og karlar eru mun ólíklegri til að leita sér sálfræðiaðstoðar. Það er engin spurning að ef drengjum og körlum leyfðist að berskjalda sig, þeir hefðu rými til að þroska innsýn í eigin tilfinningar og tala um þær á opinskáan hátt að þá myndi það vinna gegn hárri sjálfsvígstíðni karla. Karlar gætu sótt þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda, þeir gætu temprað skömmina sem oft er tengd sjálfsvígum og lært að nýta þau bjargráð sem eru til staðar. Það að leita sér aðstoðar veitir okkur ýmis bjargráð sem við getum notað þegar okkur líður illa. Það að eiga engin bjargráð eykur líkurnar á því að okkur finnist við ekkert geta gert og að allt sé vonlaust, lífið sé ef til vill ekki þess virði að lifa því. Það eru til lausnir og leiðir út úr þjáningu og erfiðleikum og mikilvægt er að við gefum okkur séns á að fá aðstoð. Bara það að segja einhverjum sem þú treystir að þér líði illa og sért jafnvel með sjálfsvígshugsanir getur virkað eins og 10 skref í átt að von um betri líðan. Lifum með tilfinningunum Við þurfum að normalísera tilfinningar karla því strákar finna svo sannarlega til. Við þurfum að koma auga á og skilja hve ógagnlegar og skaðlegar, þær karlmennskuhugmyndir eru að berskjaldaðar tilfinningar teljist ekki hæfa strákum og körlum. Hvernig þeir hafa takmarkað rými til að upplifa, gangast við og tjá tilfinningar sínar. Við þurfum að rýna í öll svið okkar lífs og samfélags til að uppræta þessa tegund af karlmennsku. Rýna í það hvernig við ætlum einstaklingum í gegnum karlmennsku- og kvenleikahugmyndir ólíka hæfni og getu og festum í sessi ógagnlegar karlmennskuhugmyndir. Innrætingunni, kröfunum og hugmyndunum er ekki endilega viðhaldið á meðvitaðan hátt heldur oft ómeðvitað. Þetta er afleiðing af gildismati og samfélagsgerð sem ætlar körlum og konum að vera andstæðupar með náttúrulega meðfædda eiginleika og hæfni. Sjónarmið sem er í besta falli ógagnlegt og í versta falli afskaplega rangt og skaðlegt, enda hafa kvenleika- og karlmennskuhugmyndir í raun ekkert með kyn fólks að gera. Við getum mótað farveg sem veitir strákum frelsi til að upplifa og tjá tilfinningar sínar. Sannarlega spila foreldrar, uppalendur, fjölmiðlar, áhrifavaldar og fyrirmyndir stórt hlutverk en það eru á endanum strákarnir sjálfir sem viðhalda hugmyndunum í gegnum samskipti sín á milli og síðan fullorðnir karlar. Það eru því strákar og karlar sem gegna lykilhlutverki í að normalísera sínar eigin tilfinningar með því að opna sig um þær. Sumir þurfa aðstoð til þess að komast upp úr gömlum hjólförum og þá aðstoð er að finna víða. Sækjum í stuðning Fyrsta skrefið til að sækja stuðning er að gangast við eigin tilfinningum, líðan og upplifun. Rýna í eigin hugsanir eða horfa á þá hegðun sem við viljum mögulega ekki sýna; hvort sem það er einangrun, framtaksleysi, forðun, ógnun eða ofbeldi. Næsta skref getur verið að berskjalda sig við vini, samstarfsfélaga eða maka. Sumum hættir til að sækja í stuðninginn eftir að hafa náð tökum á erfiðum tilfinningum eða hegðun, en mikilvægt er að leyfa öðrum að styðja okkur þegar við erum að glíma við vanlíðan og erfiðar tilfinningar. Sumir strákar og karlar þurfa að leita til fagfólks t.d. geðlæknis eða sálfræðings til að fá aðstoðina sem þeir þarfnast. Heimilislæknar geta líka verið fyrsta faglega aðstoðin þótt þeir séu ekki sérmenntaðir í hugrænni atferlismeðferð eða áfallaúrvinnslu. Heimilislæknir getur þá vísað áfram í rétta átt. Sama gildir hvað varðar hjúkrunarfræðinga í skólum og á sumum vinnustöðum, þeir gætu vísað okkur áfram í viðeigandi farveg. Eftirfarandi eru dæmi um fagaðila sem geta veitt aðstoð, en hegðun getur verið afleiðing erfiðra tilfinninga sem hægt er að vinna með. Heimilisfriður er úrræði fyrir fólk sem beitir ofbeldi í nánum samböndum. Heimasíða: https://heimilisfridur.is/ Netfang: [email protected] Sálfræðistofur bjóða margar upp á almenna sálfræðimeðferð og sumar bjóða einnig upp á áfallameðferð eða aðra sérhæfða meðferð. Dæmi um sálfræðistofur: Kvíðameðferðarstöðin, EMDR-stofan, Líf og sál, Domus Mentis, Sálfræðistofa Reykjavíkur og Sálfræðistofan Höfðabakka. Nánari upplýsingar um jákvæða karlmennska er að finna á karlmennskan.is og samfélagsmiðlinum Karlmennskan á Instagram og Facebook.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun