„Ekki vera aumingi“ Þorsteinn V. Einarsson skrifar 16. mars 2022 11:00 Skaðleg karlmennska bitnar ekki einungis á konum eða jaðarsettum hópum heldur getur hún bitnað einnig á strákum, körlum og þeim eintaklingum sem tengja við karlmennsku. Þessi stutta teiknaða hreyfimynd er eitt dæmi um hvernig skaðleg karlmennska getur orðið til hjá ungum strákum. Sumum strákum er kennt að harka allt af sér og gráta ekki þegar þeir meiða sig, vera ekki aumingjar. Slíkt getur stuðlað að skömm og því að strákar læra að hunsa eigin tilfinningar, því þeir vilja ekki vera aumingjar. Mikilvægt er að við, sérstaklega pabbar, yfirfærum þetta viðhorf (sem við kunnum að hafa lært) ekki á okkar stráka heldur styðjum þá með samkennd, hlýju og ást. Það gerir hvorki okkur né strákana okkar að aumingjum heldur nærir þrautseygju, skapar sterk tengsl og jákvæða karlmennsku. Menningarmein Sumir hafa átt erfitt með að tengja kvenfyrirlitningu við karlmennsku. Ef við lítum á viðteknar hugmyndir um konur og kvenleika og karla og karlmennsku, ættum við að sjá hvernig tilfinningar, umhyggjusemi, hlýja og næmni hefur verið tengd við konur og kvenleika. Á meðan harka, rökhyggja og dugnaður sama hvað, hefur verið tengt við karla og karlmennsku. Þar sem kvenleikinn (hlýja, næmni og umhyggjusemi) er talinn síður eftirsóknarverður fyrir karla að tileinka sér. Þetta er augljóst dæmi um hvernig karlmennska, einkum þessi skaðlega, er lituð af kvenfyrirlitningu. Karlar og drengir eru ekkert síður umhyggjusamari en konur eða stúlkur. Meðvitað og ómeðvitað er þeim hins vegar kennt að vera ekki kellingar og aumingjar. Inræddir af kvenfyrirlitningu og á sama tíma sjálfsfyrirlitningu. Þeir læra að fyrirlíta sjálfa sig fyrir að vera of næmir, of mjúkir, of tilfinningaríkir, of miklar kellingar og aumingjar. Það er skaðleg karlmennska og hún bitnar á okkur öllum. Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar, af því það er jákvæð karlmennska. Höfundur er kynjafræðingur og forsprakki karlmennskan.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn V. Einarsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Skaðleg karlmennska bitnar ekki einungis á konum eða jaðarsettum hópum heldur getur hún bitnað einnig á strákum, körlum og þeim eintaklingum sem tengja við karlmennsku. Þessi stutta teiknaða hreyfimynd er eitt dæmi um hvernig skaðleg karlmennska getur orðið til hjá ungum strákum. Sumum strákum er kennt að harka allt af sér og gráta ekki þegar þeir meiða sig, vera ekki aumingjar. Slíkt getur stuðlað að skömm og því að strákar læra að hunsa eigin tilfinningar, því þeir vilja ekki vera aumingjar. Mikilvægt er að við, sérstaklega pabbar, yfirfærum þetta viðhorf (sem við kunnum að hafa lært) ekki á okkar stráka heldur styðjum þá með samkennd, hlýju og ást. Það gerir hvorki okkur né strákana okkar að aumingjum heldur nærir þrautseygju, skapar sterk tengsl og jákvæða karlmennsku. Menningarmein Sumir hafa átt erfitt með að tengja kvenfyrirlitningu við karlmennsku. Ef við lítum á viðteknar hugmyndir um konur og kvenleika og karla og karlmennsku, ættum við að sjá hvernig tilfinningar, umhyggjusemi, hlýja og næmni hefur verið tengd við konur og kvenleika. Á meðan harka, rökhyggja og dugnaður sama hvað, hefur verið tengt við karla og karlmennsku. Þar sem kvenleikinn (hlýja, næmni og umhyggjusemi) er talinn síður eftirsóknarverður fyrir karla að tileinka sér. Þetta er augljóst dæmi um hvernig karlmennska, einkum þessi skaðlega, er lituð af kvenfyrirlitningu. Karlar og drengir eru ekkert síður umhyggjusamari en konur eða stúlkur. Meðvitað og ómeðvitað er þeim hins vegar kennt að vera ekki kellingar og aumingjar. Inræddir af kvenfyrirlitningu og á sama tíma sjálfsfyrirlitningu. Þeir læra að fyrirlíta sjálfa sig fyrir að vera of næmir, of mjúkir, of tilfinningaríkir, of miklar kellingar og aumingjar. Það er skaðleg karlmennska og hún bitnar á okkur öllum. Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar, af því það er jákvæð karlmennska. Höfundur er kynjafræðingur og forsprakki karlmennskan.is.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun