Fæðu- og afkomuöryggi Íslands Eldur Ólafsson skrifar 18. mars 2022 13:00 Árið 2021 var rituð skýrsla fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sem heitir „Fæðuöryggi á Íslandi“ og var unnin af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar kemur fram að eiginlegt fæðuöryggi Íslendinga sé háð fjórum meginforsendum: að auðlindir til framleiðslunnar séu til staðar, s.s. fiskistofnar og land til ræktunar að þekking á framleiðslu og tæki til framleiðslu séu til staðar að aðgengi að aðföngum sé tryggt fyrir framleiðslu sem mætir þörfum þjóðarinnar, s.s. olíu, áburði og fóðri að birgðir séu til af þeim fæðutegundum sem þjóðin þarfnast en sem innlend matvælaframleiðsla getur ekki tryggt eða slík framleiðsla hér heima verði efld Að mati höfundar má skipta fæðuörygginu í tvennt. Annars vegar eru það lengri tíma fjárfestingar og eignir en það eru t.d. landbúnaðartæki, fjárhús, fjós, hlöður, fiskiskip, vinnslur, landbúnaðarland og fiskimiðin. Hins vegar er það hrávara sem við þurfum til að knýja þessar fjárfestingar og eignir áfram og auka arðsemi lands en helstu hrávörurnar eru olía, fóður (korn og gras), áburður og útsæði. Samkvæmt skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi þá flytjum við inn frá Evrópu árlega um það bil: 50.000 tonn af áburði 25.000 tonn af korni til manneldis, bjór, brauð og pasta 150.000 tonn af korni fyrir svínaræktun, kjúklingaræktun og fiskeldi 500.000 lítra af olíu (fyrir allt nema flugið) Um 150.000 lítrar fara á skip Um 350.000 lítrar fara á bifreiðar Einungis 15.000 lítrar eru nýttir til að knýja landbúnaðartæki Ef þessu nýtur ekki við, þá hefur það afleiðingar, nánar tiltekið mjólkurframleiðslan minnkar, við getum ekki fiskað, kjöt- og grænmetisframleiðsla rýrnar og minnkar, jarðvegurinn er ekki jafn frjósamur o.s.frv. Eftir því sem höfundur best veit þá er Ísland einungis með skammtímabirgðir af þessari hrávöru, þ.e. um 3 mánaða birgðir af olíu og áburður og útsæði er pantað í takmörkuðu magni til skemmri tíma. Þetta hefur líka áhrif á hagstjórn en vegna stórfelldra hækkana á þessum hrávörum er viðbúið að matarverð á Íslandi hækki töluvert. Því mætti skoða til skemmri tíma hvort viðeigandi aðilar á markaði ættu að tryggja sér þessar hrávörur. Hægt er að geyma áburð og korn svo árum skiptir í upphituðum og rakastýrðum geymslum, sem og olíu á tönkum. Bændur og útgerðir geta leitað eftir fjármögnun til kaupa og birgðahalds á olíu, áburði, korni og annarri nauðsynlegri hrávöru. Íslendingar þurfa auka orkuframleiðslu um 1.000 MW til að verða sjálfum sér nægir um orku og ef byggð eru orkuver sem framleiða 100 MW á ári þá er hægt að ná þessu á 10 árum. Orkuskiptin snúast um að nota orkugjafa eins og jarðhita til að halda korni og áburði þurru, búa til rafeldsneyti á landbúnaðartækin sem og skipin okkar í stað olíu. Ef þetta er ekki gert þá eru Íslendingar háðir ríkjum sem ekki hafa sömu gildi og við Íslendingar og eru því okkur hættuleg. Látum hendur standa fram úr ermum og klárum orkuskiptin. Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Eldur Ólafsson Matvælaframleiðsla Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Árið 2021 var rituð skýrsla fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sem heitir „Fæðuöryggi á Íslandi“ og var unnin af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar kemur fram að eiginlegt fæðuöryggi Íslendinga sé háð fjórum meginforsendum: að auðlindir til framleiðslunnar séu til staðar, s.s. fiskistofnar og land til ræktunar að þekking á framleiðslu og tæki til framleiðslu séu til staðar að aðgengi að aðföngum sé tryggt fyrir framleiðslu sem mætir þörfum þjóðarinnar, s.s. olíu, áburði og fóðri að birgðir séu til af þeim fæðutegundum sem þjóðin þarfnast en sem innlend matvælaframleiðsla getur ekki tryggt eða slík framleiðsla hér heima verði efld Að mati höfundar má skipta fæðuörygginu í tvennt. Annars vegar eru það lengri tíma fjárfestingar og eignir en það eru t.d. landbúnaðartæki, fjárhús, fjós, hlöður, fiskiskip, vinnslur, landbúnaðarland og fiskimiðin. Hins vegar er það hrávara sem við þurfum til að knýja þessar fjárfestingar og eignir áfram og auka arðsemi lands en helstu hrávörurnar eru olía, fóður (korn og gras), áburður og útsæði. Samkvæmt skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi þá flytjum við inn frá Evrópu árlega um það bil: 50.000 tonn af áburði 25.000 tonn af korni til manneldis, bjór, brauð og pasta 150.000 tonn af korni fyrir svínaræktun, kjúklingaræktun og fiskeldi 500.000 lítra af olíu (fyrir allt nema flugið) Um 150.000 lítrar fara á skip Um 350.000 lítrar fara á bifreiðar Einungis 15.000 lítrar eru nýttir til að knýja landbúnaðartæki Ef þessu nýtur ekki við, þá hefur það afleiðingar, nánar tiltekið mjólkurframleiðslan minnkar, við getum ekki fiskað, kjöt- og grænmetisframleiðsla rýrnar og minnkar, jarðvegurinn er ekki jafn frjósamur o.s.frv. Eftir því sem höfundur best veit þá er Ísland einungis með skammtímabirgðir af þessari hrávöru, þ.e. um 3 mánaða birgðir af olíu og áburður og útsæði er pantað í takmörkuðu magni til skemmri tíma. Þetta hefur líka áhrif á hagstjórn en vegna stórfelldra hækkana á þessum hrávörum er viðbúið að matarverð á Íslandi hækki töluvert. Því mætti skoða til skemmri tíma hvort viðeigandi aðilar á markaði ættu að tryggja sér þessar hrávörur. Hægt er að geyma áburð og korn svo árum skiptir í upphituðum og rakastýrðum geymslum, sem og olíu á tönkum. Bændur og útgerðir geta leitað eftir fjármögnun til kaupa og birgðahalds á olíu, áburði, korni og annarri nauðsynlegri hrávöru. Íslendingar þurfa auka orkuframleiðslu um 1.000 MW til að verða sjálfum sér nægir um orku og ef byggð eru orkuver sem framleiða 100 MW á ári þá er hægt að ná þessu á 10 árum. Orkuskiptin snúast um að nota orkugjafa eins og jarðhita til að halda korni og áburði þurru, búa til rafeldsneyti á landbúnaðartækin sem og skipin okkar í stað olíu. Ef þetta er ekki gert þá eru Íslendingar háðir ríkjum sem ekki hafa sömu gildi og við Íslendingar og eru því okkur hættuleg. Látum hendur standa fram úr ermum og klárum orkuskiptin. Höfundur er jarðfræðingur.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun