Fjögur algeng förðunarmistök Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. mars 2022 12:00 Rakakremið er mikilvægur grunnur að góðri förðun. Getty Ingunn Sig og Heiður Ósk í HI Beuty tóku saman fjögur algeng förðunarmistök sem þær sjá reglulega. Þær hafa báðar unnið í mörg ár í förðunarbransanum hér á landi og eru einnig eigendur Reykjavík Makeup School. Þættirnir þeirra Snyrtiborðið, eru sýndir á Vísi alla miðvikudaga. Við gefum þeim orðið. Að sleppa rakakremi undir farða Falleg húð er lykillinn að fallegri förðun. Mikilvægt er að veita húðinni góðan raka áður en við hefjumst handa. Rakagóð húð gefur okkur betri blöndun og fallegri áferð á förðuninni. Of mikill hyljari Það er misjafnt hversu mikinn hyljara hver og einn þarf en gott er að byrja á minna magni og vinna sig upp. Oftar en ekki þurfum við á minna magni af hyljara að halda en við höldum. Varist að setja of mikinn hyljara þar sem fínar línur eru, við viljum ekki að hyljarinn setjist í línurnar. Gott ráð er að fara ekki of nálægt neðri augnhárunum með hyljarann til að forðast "creasing". Heiður Ósk og Ingunn Sig mynda HI beauty teymið. Þær hafa áralanga reynslu úr förðunarbransanum hér á landi.Undireins Að draga farðann ekki niður hálsinn Það síðasta sem við viljum er að það sjáist hvar farðinn okkar endar, því er mikilvægt að draga farðann niður hálsinn og láta hann „fade-a“ út þar. Þá forðumst við skil á farðanum eða svokallaða grímu. Of ljós highlighter Highlighter á að draga fram hæstu punktana á andlitinu og gefa húðinni fallegan ljóma. Til að velja réttan highlighter fyrir þinn húðtón mælum við með að prófa litinn á hendinni og sjá hvort hann falli að þínum húðtón. Ef hann sker sig mikið út þá er hann ekki í réttum tón fyrir þig. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nýjasta þáttinn af Snyrtiborðinu en eldri þætti má finna HÉR. Tíska og hönnun Förðun HI beauty Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Mario Vargas Llosa fallinn frá Menning Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Við gefum þeim orðið. Að sleppa rakakremi undir farða Falleg húð er lykillinn að fallegri förðun. Mikilvægt er að veita húðinni góðan raka áður en við hefjumst handa. Rakagóð húð gefur okkur betri blöndun og fallegri áferð á förðuninni. Of mikill hyljari Það er misjafnt hversu mikinn hyljara hver og einn þarf en gott er að byrja á minna magni og vinna sig upp. Oftar en ekki þurfum við á minna magni af hyljara að halda en við höldum. Varist að setja of mikinn hyljara þar sem fínar línur eru, við viljum ekki að hyljarinn setjist í línurnar. Gott ráð er að fara ekki of nálægt neðri augnhárunum með hyljarann til að forðast "creasing". Heiður Ósk og Ingunn Sig mynda HI beauty teymið. Þær hafa áralanga reynslu úr förðunarbransanum hér á landi.Undireins Að draga farðann ekki niður hálsinn Það síðasta sem við viljum er að það sjáist hvar farðinn okkar endar, því er mikilvægt að draga farðann niður hálsinn og láta hann „fade-a“ út þar. Þá forðumst við skil á farðanum eða svokallaða grímu. Of ljós highlighter Highlighter á að draga fram hæstu punktana á andlitinu og gefa húðinni fallegan ljóma. Til að velja réttan highlighter fyrir þinn húðtón mælum við með að prófa litinn á hendinni og sjá hvort hann falli að þínum húðtón. Ef hann sker sig mikið út þá er hann ekki í réttum tón fyrir þig. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nýjasta þáttinn af Snyrtiborðinu en eldri þætti má finna HÉR.
Tíska og hönnun Förðun HI beauty Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Mario Vargas Llosa fallinn frá Menning Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira