Helga Guðmundsdóttir er látin 104 ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2022 16:09 Helga Guðmundsdóttir var heiðursborgari Bolungarvíkur. Ágúst Atlason Helga Guðmundsdóttir, heiðursborgari Bolungarvíkur og næstelsta kona landsins, er látin 104 ára gömul. Helga lést í nótt á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Greint er frá andlátinu á vef Bolungarvíkur. Helga fæddist þann 17. maí árið 1917 á Blesastöðum á Skeiðum, í hópi sextán systkin en tvö létust í æsku. Hún kynntist mannsefni sínu, Bolvíkingnum Gunnari Hirti Halldórssyni, sjómanni og síðar verslunarmanni og útgerðarmanni, í Reykjavík og flutti með honum til Bolungarvíkur árið 1952. Helga og Gunnar eignuðust þrjú börn; Agnar Halldór bónda og fyrrverandi oddvita á Miklabæ í Skagafirði, Kristínu kennara í Bolungarvík og Keflavík, en hún lést árið 2014, og Ósk kennara. Helga var elsti íbúi Bolungarvíkur, fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri svo vitað sé og næstelsti Íslendingurinn. „Helga var húsmóðir en hún vann einnig utan heimilis. Hvarvetna var hún vinsæl, jafnt af verkum sínum sem og af hlýju viðmóti og hjartagæsku. Það er óhætt að segja að Helga sé verðugur fulltrúi þeirra kynslóða sem ruddu brautina í uppbyggingu Bolungarvíkur frá miðri síðustu öld. Framlag hennar og hennar kynslóðar er ómetanlegt og verður seint fullþakkað,“ segir á vef Bolungarvíkur. „Hún starfaði alltaf í Sjálfsbjörgu, sennilega vegna þess að hún fékk þessa berkla. Hún prjónaði og þegar hún fór að sjá illa fór hún að hekla. Heklaði mikið af allskonar teppum og gaf það í Rauða krossinn. Svo vann hún á elliheimilinu í Bolungarvík sem var kallað Sjúkraskýlið. Vann þar alltaf. Við gamlir Bolvíkingar köllum það alltaf Sjúkraskýlið en Berg. Þarna vann hún alveg þangað til hún hætti að vinna, um sjötugt, sem er orðið ansi langt síðan.“ Bæjarstjórn Bolungarvíkur útnefndi Helgu Guðmundsdóttur heiðursborgara Bolungarvíkur á fundi sínum þann 19. maí 2020. Það vakti athygli í maí fyrir tveimur árum þegar Helga sigraðist á Covid-19 sjúkdómnum. Má telja fullvíst að Helga sé ein sú elsta í heiminum til að hafa sigrast á þeim sjúkdómi. Haft var eftir Helgu að um leiðinda veiru væri að ræða. Agnar Halldór, sonur hennar, sagði í samtali við Vísi á þeim tímamótum að móðir hans hefði sigrast á ýmsu í gegnum tíðina. Hún væri í fínu formi miðað við aldur. Hún hefði til dæmis tvisvar sinnum fengið berkla. Svo hefði spænska veikin komið upp á heimili hennar en þá var Helga eins árs. Bolungarvík Eldri borgarar Andlát Tengdar fréttir Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Helga Guðmundsdóttir hefur tvisvar sigrast á berklum og nú Covid-19. 6. maí 2020 13:38 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Helga fæddist þann 17. maí árið 1917 á Blesastöðum á Skeiðum, í hópi sextán systkin en tvö létust í æsku. Hún kynntist mannsefni sínu, Bolvíkingnum Gunnari Hirti Halldórssyni, sjómanni og síðar verslunarmanni og útgerðarmanni, í Reykjavík og flutti með honum til Bolungarvíkur árið 1952. Helga og Gunnar eignuðust þrjú börn; Agnar Halldór bónda og fyrrverandi oddvita á Miklabæ í Skagafirði, Kristínu kennara í Bolungarvík og Keflavík, en hún lést árið 2014, og Ósk kennara. Helga var elsti íbúi Bolungarvíkur, fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri svo vitað sé og næstelsti Íslendingurinn. „Helga var húsmóðir en hún vann einnig utan heimilis. Hvarvetna var hún vinsæl, jafnt af verkum sínum sem og af hlýju viðmóti og hjartagæsku. Það er óhætt að segja að Helga sé verðugur fulltrúi þeirra kynslóða sem ruddu brautina í uppbyggingu Bolungarvíkur frá miðri síðustu öld. Framlag hennar og hennar kynslóðar er ómetanlegt og verður seint fullþakkað,“ segir á vef Bolungarvíkur. „Hún starfaði alltaf í Sjálfsbjörgu, sennilega vegna þess að hún fékk þessa berkla. Hún prjónaði og þegar hún fór að sjá illa fór hún að hekla. Heklaði mikið af allskonar teppum og gaf það í Rauða krossinn. Svo vann hún á elliheimilinu í Bolungarvík sem var kallað Sjúkraskýlið. Vann þar alltaf. Við gamlir Bolvíkingar köllum það alltaf Sjúkraskýlið en Berg. Þarna vann hún alveg þangað til hún hætti að vinna, um sjötugt, sem er orðið ansi langt síðan.“ Bæjarstjórn Bolungarvíkur útnefndi Helgu Guðmundsdóttur heiðursborgara Bolungarvíkur á fundi sínum þann 19. maí 2020. Það vakti athygli í maí fyrir tveimur árum þegar Helga sigraðist á Covid-19 sjúkdómnum. Má telja fullvíst að Helga sé ein sú elsta í heiminum til að hafa sigrast á þeim sjúkdómi. Haft var eftir Helgu að um leiðinda veiru væri að ræða. Agnar Halldór, sonur hennar, sagði í samtali við Vísi á þeim tímamótum að móðir hans hefði sigrast á ýmsu í gegnum tíðina. Hún væri í fínu formi miðað við aldur. Hún hefði til dæmis tvisvar sinnum fengið berkla. Svo hefði spænska veikin komið upp á heimili hennar en þá var Helga eins árs.
Bolungarvík Eldri borgarar Andlát Tengdar fréttir Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Helga Guðmundsdóttir hefur tvisvar sigrast á berklum og nú Covid-19. 6. maí 2020 13:38 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Helga Guðmundsdóttir hefur tvisvar sigrast á berklum og nú Covid-19. 6. maí 2020 13:38