Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 21:45 Áætlað er að um eitt prósent þeirra sem nú flýja stríðið í Úkraínu séu með gæludýr sín með á flóttanum. Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, þar sem fram kemur að ákvörðunin hafi verið tekin að fenginni umsögn Matvælastofnunar. Áætlað er að um eitt prósent flóttafólks frá Úkraínu hafi með sér gæludýr sín á flóttanum. „Til að bregðast við þeirri stöðu á mannúðlegan hátt hefur matvælaráðuneytið kannað hvort hægt sé að taka á móti þeim dýrum sem fylgja eigendum sínum til Íslands. Á fundi yfirdýralækna á Norðurlöndum sem haldinn var nýverið var mælst til að aðildarríki ESB væru sveigjanleg við móttöku gæludýra flóttafólks frá Úkraínu. Í framhaldinu hafa mörg Norðurlandanna veitt undanþágur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þá er haft eftir Svandísi: „Flóttafólk frá Úkraínu hefur gengið í gegnum ólýsanlegar hörmungar og því er mikilvægt að við tökum á móti þeim á mannúðlegan hátt. Það er ekki á það bætandi að þurfa að skilja við dýrin sín við þessar aðstæður,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra um þessa ákvörðun. Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Skilyrðin sett vegna hundaæðis Þau skilyrði sem sett eru fyrir því að fólk fái að taka gæludýr sín með sér hingað til lands eru meðal annars sett með tilliti til þess að útbreiðsla hundaæðis er talsverð í Úkraínu, en hundaæði hefur aldrei greinst á Íslandi. Um er að ræða alvarlegan sjúkdóm fyrir dýr og menn og því beri að sýna mikla varkárni. „Eitt af skilyrðum þessarar undanþágu er að dýr sé flutt beint á einangrunarstöð við komu til landsins og fái strax almenna heilbrigðisskoðun dýralæknis. Ef dýr er ekki örmerkt skal það merkt af dýralækni. Einnig verða óbólusett dýr bólusett gegn hundaæði og mótefni mæld 30 dögum síðar. Ef niðurstöður eru fullnægjandi skal dýr vera áfram í einangrun í 3 mánuði og það jafnframt meðhöndlað gegn innri og ytri sníkjudýrum að lágmarki tvisvar.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Gæludýr Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, þar sem fram kemur að ákvörðunin hafi verið tekin að fenginni umsögn Matvælastofnunar. Áætlað er að um eitt prósent flóttafólks frá Úkraínu hafi með sér gæludýr sín á flóttanum. „Til að bregðast við þeirri stöðu á mannúðlegan hátt hefur matvælaráðuneytið kannað hvort hægt sé að taka á móti þeim dýrum sem fylgja eigendum sínum til Íslands. Á fundi yfirdýralækna á Norðurlöndum sem haldinn var nýverið var mælst til að aðildarríki ESB væru sveigjanleg við móttöku gæludýra flóttafólks frá Úkraínu. Í framhaldinu hafa mörg Norðurlandanna veitt undanþágur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þá er haft eftir Svandísi: „Flóttafólk frá Úkraínu hefur gengið í gegnum ólýsanlegar hörmungar og því er mikilvægt að við tökum á móti þeim á mannúðlegan hátt. Það er ekki á það bætandi að þurfa að skilja við dýrin sín við þessar aðstæður,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra um þessa ákvörðun. Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Skilyrðin sett vegna hundaæðis Þau skilyrði sem sett eru fyrir því að fólk fái að taka gæludýr sín með sér hingað til lands eru meðal annars sett með tilliti til þess að útbreiðsla hundaæðis er talsverð í Úkraínu, en hundaæði hefur aldrei greinst á Íslandi. Um er að ræða alvarlegan sjúkdóm fyrir dýr og menn og því beri að sýna mikla varkárni. „Eitt af skilyrðum þessarar undanþágu er að dýr sé flutt beint á einangrunarstöð við komu til landsins og fái strax almenna heilbrigðisskoðun dýralæknis. Ef dýr er ekki örmerkt skal það merkt af dýralækni. Einnig verða óbólusett dýr bólusett gegn hundaæði og mótefni mæld 30 dögum síðar. Ef niðurstöður eru fullnægjandi skal dýr vera áfram í einangrun í 3 mánuði og það jafnframt meðhöndlað gegn innri og ytri sníkjudýrum að lágmarki tvisvar.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Gæludýr Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira