Mál Sigurðar og ÍR alla leið í Hæstarétt Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2022 12:31 Sigurður Gunnar Þorsteinsson komst með ÍR í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins vorið 2019, fór svo til Frakklands í skamman tíma en samdi aftur við ÍR um haustið. VÍSIR/DANÍEL Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni körfuknattleiksdeildar ÍR um að áfrýja dómi Landsréttar í máli Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar sem dæmdar höfðu verið tæplega tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. Sigurður, sem er landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði undir samning til tveggja ára við ÍR haustið 2019 eftir stutta dvöl í Frakklandi. Hann náði hins vegar aðeins að spila nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum það haust áður en hann sleit krossband í hné og gat því ekki spilað meira á tímabilinu, og fékk samningi sínum við ÍR rift vorið 2020. Sigurður stefndi ÍR vegna vangoldinna launa tímabilið 2019-20 og byggði á því að samningurinn við ÍR gerði ráð fyrir að hann gæti orðið fyrir meiðslum við störf sín. ÍR-ingar töldu hins vegar að þar sem ekki hafi orðið af vinnuframlagi Sigurðar hefði hann ekki unnið það verk sem samningurinn kvað á um. Héraðsdómur dæmdi ÍR þann 17. nóvember árið 2020 til að greiða Sigurði 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. ÍR-ingar áfrýjuðu þeim dómi til Landsréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms 4. febrúar síðastliðinn. Nú er svo ljóst að málið fer fyrir æðsta dómsvald landsins. „Að virtum gögnum málsins verður litið svo á að dómur í því kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um þau atriði sem leyfisbeiðandi byggir á þannig að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Sigurður Gunnar gekk í raðir Hattar á Egilsstöðum eftir tímann hjá ÍR en er í dag leikmaður Tindastóls á Sauðárkróki. Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Dómsmál Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir Héraðsdómur dæmdi ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar um að ÍR ætti að greiða honum tæpar tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. 17. nóvember 2020 16:20 Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson segist eiga vangoldin laun hjá ÍR. Félagið hefur rift samningi miðherjans við félagið. 16. apríl 2020 16:08 ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Sigurður, sem er landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði undir samning til tveggja ára við ÍR haustið 2019 eftir stutta dvöl í Frakklandi. Hann náði hins vegar aðeins að spila nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum það haust áður en hann sleit krossband í hné og gat því ekki spilað meira á tímabilinu, og fékk samningi sínum við ÍR rift vorið 2020. Sigurður stefndi ÍR vegna vangoldinna launa tímabilið 2019-20 og byggði á því að samningurinn við ÍR gerði ráð fyrir að hann gæti orðið fyrir meiðslum við störf sín. ÍR-ingar töldu hins vegar að þar sem ekki hafi orðið af vinnuframlagi Sigurðar hefði hann ekki unnið það verk sem samningurinn kvað á um. Héraðsdómur dæmdi ÍR þann 17. nóvember árið 2020 til að greiða Sigurði 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. ÍR-ingar áfrýjuðu þeim dómi til Landsréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms 4. febrúar síðastliðinn. Nú er svo ljóst að málið fer fyrir æðsta dómsvald landsins. „Að virtum gögnum málsins verður litið svo á að dómur í því kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um þau atriði sem leyfisbeiðandi byggir á þannig að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Sigurður Gunnar gekk í raðir Hattar á Egilsstöðum eftir tímann hjá ÍR en er í dag leikmaður Tindastóls á Sauðárkróki.
Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Dómsmál Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir Héraðsdómur dæmdi ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar um að ÍR ætti að greiða honum tæpar tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. 17. nóvember 2020 16:20 Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson segist eiga vangoldin laun hjá ÍR. Félagið hefur rift samningi miðherjans við félagið. 16. apríl 2020 16:08 ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar um að ÍR ætti að greiða honum tæpar tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. 17. nóvember 2020 16:20
Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson segist eiga vangoldin laun hjá ÍR. Félagið hefur rift samningi miðherjans við félagið. 16. apríl 2020 16:08
ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01