Fjórir verktakar buðu í verkið. Næstlægsta boð reyndist átta milljónum króna hærra, kom frá Norðurtaki ehf. og Skútabergi ehf., Akureyri, upp á 1.243 milljónir króna, eða 86,9 prósent af kostnaðaráætlun, samkvæmt upplýsingum frá Gísla Gíslasyni, verkefnastjóra hjá Vegagerðinni.
Tvö tilboðanna reyndust yfir áætluðum verktakakostnaði. Suðurverk hf., Kópavogi, bauðst til að vinna verkið fyrir 1.479 milljónir króna og Íslenskir aðalverktakar hf. buðu 1.755 milljónir króna, sem reyndist langhæsta boðið, 23 prósent yfir áætlun.
Kaflinn sem núna var boðinn út liggur um utanverðan Þorskafjörð, milli Þórisstaða og Hallsteinsness, og er nærri ellefu kílómetra langur. Þessum verkáfanga skal að fullu lokið 15. október 2023.
Fjallað var um útboðið í frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði: