Krefja Sigurð Inga um afsökunarbeiðni vegna ummæla um „illmennin í Kreml“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. mars 2022 23:58 Rússneska sendiráðið á Íslandi hefur verið fylgjandi aðgerðum Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í Úkraínu og gagnrýnt íslenska fjölmiðla fyrir fréttaflutning. Rússneska sendiráðið í Reykjavík fer fram á það að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina um „illmennin í Kreml.“ Sendiráðið segist líta á ummæli ráðherrans sem afskipti af innanríkismálum Rússlands og að það sé ekki við hæfi að hann tjái sig um þau mál. Í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu síðastliðinn laugardag fór Sigurður Ingi yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálum, þar á meðal í Úkraínu. Hann sagði samstöðu vera eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn og ýjaði að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Fjallað var um ræðu ráðherrans í fjölmiðlum en í gær birti rússneska sendiráðið á Íslandi færslu á Facebook þar sem athygli var vakin á ummælunum en sendiráðið segir að um „blygðunarlaus afskipti“ af rússneskum innanríkismálum væri að ræða þar sem meðlimur ríkisstjórnar Íslands kallaði eftir leiðtogabreytingum í Rússlandi. „Við viljum minna herra Jóhannsson á það að þeir sem hann kallar „illmennin í Kreml“ séu yfirvöld sem eru lýðræðislega kjörin af rússnesku þjóðinni, og njóti stuðnings gífurlegs meirihluta Rússa. Það er ekki á borði íslenskra ráðherra að ákveða hvenær og hvernig breytingar eru gerðar á þeim yfirvöldum,“ segir í færslunni. Sendiráðið fer nú fram á að Sigurður Ingi biðjist formlega afsökunar á ummælum sínum. Rússneska sendiráðið hefur áður gagnrýnt ummæli sem hafa verið látin falla á íslenskri grundu um aðgerðir Rússa í Úkraínu en í síðustu viku sakaði sendiráðið íslenska fjölmiðla um að ýta undir hatur á Rússum. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13 Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 10:44 Ekki sama krafa á Ísland innan NATO og á önnur ríki um hækkun framlaga Forsætis- og utanríkisráðherra segja koma til greina að Íslendingar auki framlög sín til NATO þegar komi að verkefnum eins og vörnum gegn netárásum. Alltaf hafi ríkt skilningur á því innan NATO að framlög Íslendinga taki mið af því að þjóðin hafi engan her. 22. mars 2022 12:53 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu síðastliðinn laugardag fór Sigurður Ingi yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálum, þar á meðal í Úkraínu. Hann sagði samstöðu vera eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn og ýjaði að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Fjallað var um ræðu ráðherrans í fjölmiðlum en í gær birti rússneska sendiráðið á Íslandi færslu á Facebook þar sem athygli var vakin á ummælunum en sendiráðið segir að um „blygðunarlaus afskipti“ af rússneskum innanríkismálum væri að ræða þar sem meðlimur ríkisstjórnar Íslands kallaði eftir leiðtogabreytingum í Rússlandi. „Við viljum minna herra Jóhannsson á það að þeir sem hann kallar „illmennin í Kreml“ séu yfirvöld sem eru lýðræðislega kjörin af rússnesku þjóðinni, og njóti stuðnings gífurlegs meirihluta Rússa. Það er ekki á borði íslenskra ráðherra að ákveða hvenær og hvernig breytingar eru gerðar á þeim yfirvöldum,“ segir í færslunni. Sendiráðið fer nú fram á að Sigurður Ingi biðjist formlega afsökunar á ummælum sínum. Rússneska sendiráðið hefur áður gagnrýnt ummæli sem hafa verið látin falla á íslenskri grundu um aðgerðir Rússa í Úkraínu en í síðustu viku sakaði sendiráðið íslenska fjölmiðla um að ýta undir hatur á Rússum.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13 Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 10:44 Ekki sama krafa á Ísland innan NATO og á önnur ríki um hækkun framlaga Forsætis- og utanríkisráðherra segja koma til greina að Íslendingar auki framlög sín til NATO þegar komi að verkefnum eins og vörnum gegn netárásum. Alltaf hafi ríkt skilningur á því innan NATO að framlög Íslendinga taki mið af því að þjóðin hafi engan her. 22. mars 2022 12:53 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13
Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 10:44
Ekki sama krafa á Ísland innan NATO og á önnur ríki um hækkun framlaga Forsætis- og utanríkisráðherra segja koma til greina að Íslendingar auki framlög sín til NATO þegar komi að verkefnum eins og vörnum gegn netárásum. Alltaf hafi ríkt skilningur á því innan NATO að framlög Íslendinga taki mið af því að þjóðin hafi engan her. 22. mars 2022 12:53