Fórnarlömb innbyrðisátaka verkalýðshreyfingarinnar eru láglaunafólk Halldóra Sigr. Sveinsdóttir skrifar 24. mars 2022 09:31 Kjarasamningar eru framundan á miklum óvissutímum. Samstaða innan verkalýðshreyfingarinnar er forsenda þess að hægt sé að ná árangri og hana má ekki brjóta upp nú þegar við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd, bæði í kjölfar heimsfaraldurs og vegna stríðs í Evrópu sem mun senn hafa mikil áhrif á lífskjör fólks um allan heim. Samstaða er best til árangurs Hugur okkar hvílir hjá fórnarlömbum yfirstandandi stríðs í Úkraínu. Leið alþjóðasamfélagsins til að reyna að afstýra frekari átökum er að sýna breiða samstöðu gegn fautaskap og ofbeldi Pútíns og hefur því verið gripið til hörðustu efnahagsaðgerða sem lagðar hafa verið á nokkurt ríki. Munu þær vonandi eiga þátt í að knýja fram friðsamlega lausn á innrás Rússlands í Úkraínu. Samstaðan er hér lykilatriði. Í verkalýðshreyfingunni bindumst við einnig samtökum til að verja lífskjör og réttindi þeirra sem veikast standa og náum árangri með breiðri samstöðu. Órofa samstaða fyrir láglaunafólk Verkalýðshreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og þó hér spretti upp ólík sjónarmið og deilur höfum við öll jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Forsendan fyrir því að við náum árangri í baráttu okkar fyrir mannsæmandi launum og réttindum þeirra sem veikast standa er að við stöndum saman. Fyrstu fórnarlömb innbyrðis átaka í verkalýðshreyfingunni eru láglaunafólkið, fólkið sem okkur ber umfram allt að verja. Nú er því kominn tími til að við leitum sátta og einbeitum okkur að sameiginlegu markmiði. Órofa samstaða er mikilvægust fyrir þann allt of stóra hóp láglaunafólks sem getur ekki lifað af laununum sínum. Við í Starfsgreinasambandinu erum rödd láglaunafólks í samfélaginu, innan verkalýðshreyfingarinnar og gagnvart stjórnvöldum. Við höfum tekið harða slagi, til að mynda fyrir því að semja um krónutöluhækkanir og ná sátt um að hinir lægst launuðu njóti launahækkana umfram aðra, og höfum sannarlega náð árangri í okkar baráttu. Að sama skapi gerum við okkur grein fyrir að til að árangur náist til lengri tíma þá þarf að ríkja traust á milli samningsaðila um að við séum heil í okkar störfum. Kæru félagar í verkalýðshreyfingunni, styrkur okkar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal. Nú er tíminn til þess að standa saman og sýna styrk okkar launafólks og samstöðumátt verkalýðshreyfingarinnar. Aðeins sameinuð verkalýðshreyfingin getur knúið fram breytingar. Samstaða mun skila okkur lausnum. Höfundur er formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Kjarasamningar eru framundan á miklum óvissutímum. Samstaða innan verkalýðshreyfingarinnar er forsenda þess að hægt sé að ná árangri og hana má ekki brjóta upp nú þegar við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd, bæði í kjölfar heimsfaraldurs og vegna stríðs í Evrópu sem mun senn hafa mikil áhrif á lífskjör fólks um allan heim. Samstaða er best til árangurs Hugur okkar hvílir hjá fórnarlömbum yfirstandandi stríðs í Úkraínu. Leið alþjóðasamfélagsins til að reyna að afstýra frekari átökum er að sýna breiða samstöðu gegn fautaskap og ofbeldi Pútíns og hefur því verið gripið til hörðustu efnahagsaðgerða sem lagðar hafa verið á nokkurt ríki. Munu þær vonandi eiga þátt í að knýja fram friðsamlega lausn á innrás Rússlands í Úkraínu. Samstaðan er hér lykilatriði. Í verkalýðshreyfingunni bindumst við einnig samtökum til að verja lífskjör og réttindi þeirra sem veikast standa og náum árangri með breiðri samstöðu. Órofa samstaða fyrir láglaunafólk Verkalýðshreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og þó hér spretti upp ólík sjónarmið og deilur höfum við öll jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Forsendan fyrir því að við náum árangri í baráttu okkar fyrir mannsæmandi launum og réttindum þeirra sem veikast standa er að við stöndum saman. Fyrstu fórnarlömb innbyrðis átaka í verkalýðshreyfingunni eru láglaunafólkið, fólkið sem okkur ber umfram allt að verja. Nú er því kominn tími til að við leitum sátta og einbeitum okkur að sameiginlegu markmiði. Órofa samstaða er mikilvægust fyrir þann allt of stóra hóp láglaunafólks sem getur ekki lifað af laununum sínum. Við í Starfsgreinasambandinu erum rödd láglaunafólks í samfélaginu, innan verkalýðshreyfingarinnar og gagnvart stjórnvöldum. Við höfum tekið harða slagi, til að mynda fyrir því að semja um krónutöluhækkanir og ná sátt um að hinir lægst launuðu njóti launahækkana umfram aðra, og höfum sannarlega náð árangri í okkar baráttu. Að sama skapi gerum við okkur grein fyrir að til að árangur náist til lengri tíma þá þarf að ríkja traust á milli samningsaðila um að við séum heil í okkar störfum. Kæru félagar í verkalýðshreyfingunni, styrkur okkar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal. Nú er tíminn til þess að standa saman og sýna styrk okkar launafólks og samstöðumátt verkalýðshreyfingarinnar. Aðeins sameinuð verkalýðshreyfingin getur knúið fram breytingar. Samstaða mun skila okkur lausnum. Höfundur er formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun