Hægt verður að fylgjast með uppboðinu hér. Listval er til húsa á jarðhæð Hörpu en í gær hélt Harpan utan um samstöðu viðburð til styrktar sama málefnis hjá Úkraínu. Margir lögðu hönd á plóg, sinfónían hélt sérstaka tónleika og allir starfsmenn hússins tóku þátt. Það má tvímælalaust segja að menning og mannréttindi vinni vel saman.
