Trommari Foo Fighters látinn aðeins fimmtugur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2022 08:48 Hawkins hafði verið trommari Foo Fighters frá árinu 1997. Getty/Rich Fury Taylor Hawkins, trommari rokkhljómsveitarinnar Foo Fighters, er látinn fimmtugur að aldri. Hljómsveitin tilkynnti fráfall hans í gærkvöldi. „Fjölskyldan sem Foo Fighters er er miður sín vegna hörmulegs andláts okkar heittelskaða Taylor Hawkins, sem lést langt fyrir aldur fram,“ segir í tísti sveitarinnar. Þar segir að andi Hawkins og smitandi hlátur hans muni lifa með sveitinni það sem eftir er. Ekki er ljóst hver orsök andlátsins voru. „Hugur okkar og hjarta eru hjá eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu. Við viljum biðja ykkur að virða friðhelgi þeirra á þessum erfiðu tímum.“ pic.twitter.com/ffPHhUKRT4— Foo Fighters (@foofighters) March 26, 2022 Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Suður-Ameríku og átti að spila á Estereo Picnic tónlistarhátíðinni í Bogotá í Kólumbíu í gærkvöldi. Tónlistarhátíðin gaf út yfirlýsingu á Facebook þar sem það var tilkynnt að sveitin myndi ekki koma fram á hátíðinni vegna fráfalls Hawkins. Aðdáendur sveitarinnar komu saman fyrir utan hótelið, sem sveitin hafði gist á í Kólumbíu, til að minnast Hawkins, sem hafði fundist látinn á hótelherbergi sínu. Eftir hátíðina í Bogotá átti Foo Fighters að spila á Lollapalooza hátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu í kvöld áður en tónleikaferð þeirra yrði haldið áfram í Bandaríkjunum. Hawkins hafði verið trommari sveitarinnar í 25 ár af þeim 28 árum sem sveitin hefur verið starfandi. Hann tók við keflinu af fyrsta trommara sveitarinnar William Goldsmith árið 1997. Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Fjölskyldan sem Foo Fighters er er miður sín vegna hörmulegs andláts okkar heittelskaða Taylor Hawkins, sem lést langt fyrir aldur fram,“ segir í tísti sveitarinnar. Þar segir að andi Hawkins og smitandi hlátur hans muni lifa með sveitinni það sem eftir er. Ekki er ljóst hver orsök andlátsins voru. „Hugur okkar og hjarta eru hjá eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu. Við viljum biðja ykkur að virða friðhelgi þeirra á þessum erfiðu tímum.“ pic.twitter.com/ffPHhUKRT4— Foo Fighters (@foofighters) March 26, 2022 Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Suður-Ameríku og átti að spila á Estereo Picnic tónlistarhátíðinni í Bogotá í Kólumbíu í gærkvöldi. Tónlistarhátíðin gaf út yfirlýsingu á Facebook þar sem það var tilkynnt að sveitin myndi ekki koma fram á hátíðinni vegna fráfalls Hawkins. Aðdáendur sveitarinnar komu saman fyrir utan hótelið, sem sveitin hafði gist á í Kólumbíu, til að minnast Hawkins, sem hafði fundist látinn á hótelherbergi sínu. Eftir hátíðina í Bogotá átti Foo Fighters að spila á Lollapalooza hátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu í kvöld áður en tónleikaferð þeirra yrði haldið áfram í Bandaríkjunum. Hawkins hafði verið trommari sveitarinnar í 25 ár af þeim 28 árum sem sveitin hefur verið starfandi. Hann tók við keflinu af fyrsta trommara sveitarinnar William Goldsmith árið 1997.
Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira