Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. mars 2022 14:01 Valtýr Thors, barnalæknir. Vísir/Arnar Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. „Þetta er að slaga upp í hundrað komur á dag. Aðsóknarmetin hafa lengi verið í kringum áttatíu en núna er þetta yfir níutíu á hverjum einasta degi og alveg óhemju mikið álag,” segir Valtýr. Árleg inflúensa hefur verið að gera vart við sig að undanförnu en stærstur hluti þeirra sem greinist í dag eru börn en viðbúið er að fleiri fullorðnir smitist í framhaldinu. Eitt barn er inniliggjandi á spítala með inflúensu og fimm börn með covid-19, þar af er nýburi á gjörgæslu á vökudeild. Valtýr segir að einkenni inflúensu og covid séu keimlík og oft erfitt að greina þar á milli með skoðun einni og sér. Þá sé útlit fyrir að börn sem nýverið hafi veikst séu móttækilegri fyrir næstu pest. „Við erum að sjá mjög mikið af krökkum, ekki bara á spítalanum heldur líka á heilsugæslunni og hjá öðrum barnalæknum úti í bæ, sem eru að glíma við síendurtekin veikindi, allt frá október, desember og jafnvel fyrr. Þetta veldur miklu álagi, á börnin fyrst og fremst en líka á heilbrigðisþjónustuna og auðvitað foreldrana.” Hann segir að spítalinn ráði enn við ástandið en vonar að það fari að hægjast um. „Þetta er allt á bláþræði hjá okkur, að því leytinu til að við erum ekki bara með bráðamóttökuna heldur líka inniliggjandi á deildinni. Það eru allir á hlaupum alla daga og við erum að vonast til að þegar fer að sljákka í inflúensunni að það komi tímabil þar sem fólk geti aðeins hlaðið batteríin. En það verður bara að koma í ljós,” segir Valtýr og tekur fram að þrátt fyrir eril á spítalanum eigi fólk ekki að veigra sér við því að leita þangað. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Þetta er að slaga upp í hundrað komur á dag. Aðsóknarmetin hafa lengi verið í kringum áttatíu en núna er þetta yfir níutíu á hverjum einasta degi og alveg óhemju mikið álag,” segir Valtýr. Árleg inflúensa hefur verið að gera vart við sig að undanförnu en stærstur hluti þeirra sem greinist í dag eru börn en viðbúið er að fleiri fullorðnir smitist í framhaldinu. Eitt barn er inniliggjandi á spítala með inflúensu og fimm börn með covid-19, þar af er nýburi á gjörgæslu á vökudeild. Valtýr segir að einkenni inflúensu og covid séu keimlík og oft erfitt að greina þar á milli með skoðun einni og sér. Þá sé útlit fyrir að börn sem nýverið hafi veikst séu móttækilegri fyrir næstu pest. „Við erum að sjá mjög mikið af krökkum, ekki bara á spítalanum heldur líka á heilsugæslunni og hjá öðrum barnalæknum úti í bæ, sem eru að glíma við síendurtekin veikindi, allt frá október, desember og jafnvel fyrr. Þetta veldur miklu álagi, á börnin fyrst og fremst en líka á heilbrigðisþjónustuna og auðvitað foreldrana.” Hann segir að spítalinn ráði enn við ástandið en vonar að það fari að hægjast um. „Þetta er allt á bláþræði hjá okkur, að því leytinu til að við erum ekki bara með bráðamóttökuna heldur líka inniliggjandi á deildinni. Það eru allir á hlaupum alla daga og við erum að vonast til að þegar fer að sljákka í inflúensunni að það komi tímabil þar sem fólk geti aðeins hlaðið batteríin. En það verður bara að koma í ljós,” segir Valtýr og tekur fram að þrátt fyrir eril á spítalanum eigi fólk ekki að veigra sér við því að leita þangað.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira