Boeing 737-800 flugvél flugfélagsins var á leið til hafnarborgarinnar Guangzhou frá Kunming, höfuðborgar héraðsins Yunnan þann 21. mars þegar hún skyndilega hrapaði. Vélin virðist hafa hrapað um 30 þúsund fet á innan við þremur mínútum og myndbönd, sem fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum, sýndu vélina hrapa nánast lóðrétt niður á jörðina.
Annar svörtu kassanna um borð hefur fundist en leit yfir hinum þeirra stendur enn yfir. Flugritinn, eða „svarti kassinn“ eru almennt tveir í farþegaþotum og nýtast við að segja til um hvað olli flugslysum.
Björgunaraðilar héldu blaðamannafund í Kína í dag þar sem aðstandendum var tilkynnt um að enginn hafi komist lífs af úr brakinu. Kínverski fjölmiðillinn CGTN greinir frá.