Þrepin þrjú til framtíðar Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 28. mars 2022 11:00 Áttunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk fyrir helgina en það var haldið á Akureyri og stóð í þrjá daga. Eins og búast mátti við voru forystumál sambandsins fyrirferðarmikil á þinginu enda fyrirliggjandi að formaður sambandsins, Björn Snæbjörnsson, yrði ekki áfram í kjöri. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gaf snemma út að hann gæfi kost á sér til formennsku í sambandinu, en hann tilheyrir þeim armi hreyfingarinnar sem kallað hefur eftir róttækari og markvissari verkalýðsbaráttu líkt og Framsýn stéttarfélag, Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Eins og búast mátti við leitaði hógværari armur Starfsgreinsambandsins að mótframbjóðanda gegn Vilhjálmi enda Vilhjálmur Birgisson ekki hátt skrifaður hjá þeim. Úr varð að Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags á Sauðárkróki gaf kost á sér á móti Vilhjálmi. Svo fór að Vilhjálmur sigraði kosninguna glæsilega en fyrir fram var vitað að kosningin yrði jöfn í ljósi þess að fylkingarnar eru nánast jafnar. Í aðdraganda kosninganna á þinginu var andstæðingum Vilhjálms mjög tíðrætt um ólguna sem væri innan hreyfingarinnar. Ekki var annað að heyra en ástandið væri alfarið honum og „órólegu deildinni“ að kenna. Eðlilegra hefði verið að þau hin sömu litu í eigin barm, enda hafa þau ekki setið hjá í þessum deilum með yfirlýsingum, auk þess sem þeim hefði verið hollt að skoða söguna. Eru þau t.d. búin að gleyma Flóabandalaginu sem var á sínum tíma klofningur út úr Starfsgreinasambandinu? Ég hef lengi komið að verkalýðsmálum og gengt margskonar trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna. Allt frá mínu fyrsta þingi sem ég sat í Vestmannaeyjum haustið 1983, þá ungur að árum, til þingsins á Akureyri í síðustu viku hafa verið átök innan hreyfingarnar um völd, áhrif og áherslur í málefnum verkafólks. Oft á tíðum hef ég gengið með hnífasett af dýrari gerðinni í bakinu frá svokölluðum „félögum“ mínum í hreyfingunni þar sem skoðanir okkar hafa ekki alltaf farið saman. Tími breytinga er runninn upp í verkalýðshreyfingunni. Ég hef valið að kalla þetta þrepin þrjú. Það fyrsta var að Sólveig Anna næði endurkjöri í Eflingu stéttarfélagi, sem gekk eftir. Þrep númer tvö var að Vilhjálmur Birgisson yrði kjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins á Akureyri, það gekk einnig eftir. Þrep númer þrjú er að það takist að umbylta forystusveit Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í haust. Þá er ég að tala um forsetateymið og miðstjórn sambandsins. Hvað það varðar er afar mikilvægt að kjörnir fulltrúar í þessum mikilvægu embættum endurspegli ólíkar skoðanir aðildarfélaga sambandsins og hagsmuni landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Það á t.d. ekki að viðgangast að allir fjórir forsetar sambandsins komi úr 101 Reykjavík, þrátt fyrir heiðursmannasamkomulag um að forsetakjörið eigi að endurspegla sjónarmið landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins á hverjum tíma. Heiðursmannasamkomulagið var því miður brotið. Ég bind vonir við að ársins 2022 verði minnst í framtíðinni sem ári breytinga og sátta í íslenskri verkalýðshreyfingu. Höfum samt í huga að það er afar eðlilegt að í fjöldahreyfingu eins og Alþýðusambandi Íslands þrífist ólíkar skoðanir. Róm var ekki byggð á einni nóttu. Traust innan verkalýðshreyfingarinnar verður heldur ekki til á einni nóttu. Til þess þarf lengri tíma, en með samstöðuna og umburðarlyndið að vopni eru okkur allir vegir færir. Vissulega verða alltaf til aðilar sem velja utanvegaakstur í stað þess að aka beinu brautina en það er okkar hinna að draga þá upp á meðalveginn, veg sóknar, jafnréttis og jöfnuðar í þjóðfélagi þar sem misskipting hefur þrifist allt of lengi. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Áttunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk fyrir helgina en það var haldið á Akureyri og stóð í þrjá daga. Eins og búast mátti við voru forystumál sambandsins fyrirferðarmikil á þinginu enda fyrirliggjandi að formaður sambandsins, Björn Snæbjörnsson, yrði ekki áfram í kjöri. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gaf snemma út að hann gæfi kost á sér til formennsku í sambandinu, en hann tilheyrir þeim armi hreyfingarinnar sem kallað hefur eftir róttækari og markvissari verkalýðsbaráttu líkt og Framsýn stéttarfélag, Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Eins og búast mátti við leitaði hógværari armur Starfsgreinsambandsins að mótframbjóðanda gegn Vilhjálmi enda Vilhjálmur Birgisson ekki hátt skrifaður hjá þeim. Úr varð að Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags á Sauðárkróki gaf kost á sér á móti Vilhjálmi. Svo fór að Vilhjálmur sigraði kosninguna glæsilega en fyrir fram var vitað að kosningin yrði jöfn í ljósi þess að fylkingarnar eru nánast jafnar. Í aðdraganda kosninganna á þinginu var andstæðingum Vilhjálms mjög tíðrætt um ólguna sem væri innan hreyfingarinnar. Ekki var annað að heyra en ástandið væri alfarið honum og „órólegu deildinni“ að kenna. Eðlilegra hefði verið að þau hin sömu litu í eigin barm, enda hafa þau ekki setið hjá í þessum deilum með yfirlýsingum, auk þess sem þeim hefði verið hollt að skoða söguna. Eru þau t.d. búin að gleyma Flóabandalaginu sem var á sínum tíma klofningur út úr Starfsgreinasambandinu? Ég hef lengi komið að verkalýðsmálum og gengt margskonar trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna. Allt frá mínu fyrsta þingi sem ég sat í Vestmannaeyjum haustið 1983, þá ungur að árum, til þingsins á Akureyri í síðustu viku hafa verið átök innan hreyfingarnar um völd, áhrif og áherslur í málefnum verkafólks. Oft á tíðum hef ég gengið með hnífasett af dýrari gerðinni í bakinu frá svokölluðum „félögum“ mínum í hreyfingunni þar sem skoðanir okkar hafa ekki alltaf farið saman. Tími breytinga er runninn upp í verkalýðshreyfingunni. Ég hef valið að kalla þetta þrepin þrjú. Það fyrsta var að Sólveig Anna næði endurkjöri í Eflingu stéttarfélagi, sem gekk eftir. Þrep númer tvö var að Vilhjálmur Birgisson yrði kjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins á Akureyri, það gekk einnig eftir. Þrep númer þrjú er að það takist að umbylta forystusveit Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í haust. Þá er ég að tala um forsetateymið og miðstjórn sambandsins. Hvað það varðar er afar mikilvægt að kjörnir fulltrúar í þessum mikilvægu embættum endurspegli ólíkar skoðanir aðildarfélaga sambandsins og hagsmuni landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Það á t.d. ekki að viðgangast að allir fjórir forsetar sambandsins komi úr 101 Reykjavík, þrátt fyrir heiðursmannasamkomulag um að forsetakjörið eigi að endurspegla sjónarmið landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins á hverjum tíma. Heiðursmannasamkomulagið var því miður brotið. Ég bind vonir við að ársins 2022 verði minnst í framtíðinni sem ári breytinga og sátta í íslenskri verkalýðshreyfingu. Höfum samt í huga að það er afar eðlilegt að í fjöldahreyfingu eins og Alþýðusambandi Íslands þrífist ólíkar skoðanir. Róm var ekki byggð á einni nóttu. Traust innan verkalýðshreyfingarinnar verður heldur ekki til á einni nóttu. Til þess þarf lengri tíma, en með samstöðuna og umburðarlyndið að vopni eru okkur allir vegir færir. Vissulega verða alltaf til aðilar sem velja utanvegaakstur í stað þess að aka beinu brautina en það er okkar hinna að draga þá upp á meðalveginn, veg sóknar, jafnréttis og jöfnuðar í þjóðfélagi þar sem misskipting hefur þrifist allt of lengi. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun