Af hverju? Arnar Sigurðsson skrifar 28. mars 2022 14:00 Nýlega rann út umsagnarfrestur um frumvarp til laga sem snýr að því að taka af allan vafa um að netverslun með áfengi sé heimil hér á landi. Eins og títt er um fréttir hér á landi hefur stuttlega verið sagt frá skoðunum hinna ýmsu aðila en því miður er aldrei spurt nánar út í þau álit t.d. með framhaldsspurningu á borð við ,,af hverju?” Augljóslega ætti netverslun að vera fagnaðarefni fyrir þá sem gefa sig út fyrir að vera annt um lýðheilsumál, þ.e. að hverfa frá yfirlýstri stefnu einokunarverslunarinnar um ,,aukið aðgengi”. Landlæknisembættið telur að allt sem auki aðgengi valdi auknum ófarnaði. Það vekur því nokkra furðu að stofnunin hefur aldrei gert athugasemdir við stefnu ÁTVR um ,,aukið aðgengi” hvort heldur er í orði eða á búðarborði - nú eða þegar ÁTVR opnaði sína eigin netverslun! Staðreynd málsins er að það eina sem flokka mætti sem skert aðgengi er aðgengi fjölmiðla að forstjóra stofnunarinnar sem ekki treystir sér til að koma fram. En er það virkilega hlutverk hins opinbera að skerða aðgengi fullveðja einstaklinga að vöru sem stjórnmálamenn skilgreina sem matvæli? Líklega eru allir sammála um að rétt sé að skerða aðgengi ungmenna að áfengi og því hlýtur að mega spyrja hvernig til hafi tekist hjá einokunarversluninni. Samkvæmt eigin ,,hulduheimsóknum” mætti ætla að eitt af hverjum 5 ungmennum sé ekki spurt um skilríki. Enginn sleppur hins vegar í gegnum hið stafræna auðkennisferli í netverslun. Að mati Landlæknis munu íslenskar netverslanir einkaaðila hins vegar auka hættuna á ,,skyndikaupum”. Spurninguna um ,,af hverju” mætti auðvitað skeyta aftan við allar fullyrðingarnar en Landlæknisembættið skilur auðvitað ekki hvaða kröfur eru gerðar til vísindalegra vinnubragða og gagnrýninnar hugsunar - álit stofnunarinnar eru einfaldlega byggð á tilfinningum og ályktunum. Á hverju ári niðurgreiða skattgreiðendur áfengisdreifingu í gegnum ÁTVR með tóbakshagnaði sem annars ætti að renna í ríkissjóð. Það kemur því ekki á óvart að Félag hilluplásshafa (Félag atvinnurekenda) skuli benda á ótal atriði gegn því að almenningur á Íslandi geti notið lægra vöruverðs samfara frjálsri samkeppni. Af kostulegri mótrökum má nefna að frelsið sé ótækt ef hilluplásshafarnir fá ekki afléttingu á auglýsingabanni (sem þeir þó iðulega brjóta) auk þess sem stórlega muni draga úr viðskiptum við einokunarverslunina. Af hverju er auðvitað ekki rökstutt en félagsmenn hafa sjálfsagt ekki mikið þurft að velta fyrir sér hugtökum á borð við verð, gæði og þjónustu. Höfundur er eigandi netverslunarinnar Santé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega rann út umsagnarfrestur um frumvarp til laga sem snýr að því að taka af allan vafa um að netverslun með áfengi sé heimil hér á landi. Eins og títt er um fréttir hér á landi hefur stuttlega verið sagt frá skoðunum hinna ýmsu aðila en því miður er aldrei spurt nánar út í þau álit t.d. með framhaldsspurningu á borð við ,,af hverju?” Augljóslega ætti netverslun að vera fagnaðarefni fyrir þá sem gefa sig út fyrir að vera annt um lýðheilsumál, þ.e. að hverfa frá yfirlýstri stefnu einokunarverslunarinnar um ,,aukið aðgengi”. Landlæknisembættið telur að allt sem auki aðgengi valdi auknum ófarnaði. Það vekur því nokkra furðu að stofnunin hefur aldrei gert athugasemdir við stefnu ÁTVR um ,,aukið aðgengi” hvort heldur er í orði eða á búðarborði - nú eða þegar ÁTVR opnaði sína eigin netverslun! Staðreynd málsins er að það eina sem flokka mætti sem skert aðgengi er aðgengi fjölmiðla að forstjóra stofnunarinnar sem ekki treystir sér til að koma fram. En er það virkilega hlutverk hins opinbera að skerða aðgengi fullveðja einstaklinga að vöru sem stjórnmálamenn skilgreina sem matvæli? Líklega eru allir sammála um að rétt sé að skerða aðgengi ungmenna að áfengi og því hlýtur að mega spyrja hvernig til hafi tekist hjá einokunarversluninni. Samkvæmt eigin ,,hulduheimsóknum” mætti ætla að eitt af hverjum 5 ungmennum sé ekki spurt um skilríki. Enginn sleppur hins vegar í gegnum hið stafræna auðkennisferli í netverslun. Að mati Landlæknis munu íslenskar netverslanir einkaaðila hins vegar auka hættuna á ,,skyndikaupum”. Spurninguna um ,,af hverju” mætti auðvitað skeyta aftan við allar fullyrðingarnar en Landlæknisembættið skilur auðvitað ekki hvaða kröfur eru gerðar til vísindalegra vinnubragða og gagnrýninnar hugsunar - álit stofnunarinnar eru einfaldlega byggð á tilfinningum og ályktunum. Á hverju ári niðurgreiða skattgreiðendur áfengisdreifingu í gegnum ÁTVR með tóbakshagnaði sem annars ætti að renna í ríkissjóð. Það kemur því ekki á óvart að Félag hilluplásshafa (Félag atvinnurekenda) skuli benda á ótal atriði gegn því að almenningur á Íslandi geti notið lægra vöruverðs samfara frjálsri samkeppni. Af kostulegri mótrökum má nefna að frelsið sé ótækt ef hilluplásshafarnir fá ekki afléttingu á auglýsingabanni (sem þeir þó iðulega brjóta) auk þess sem stórlega muni draga úr viðskiptum við einokunarverslunina. Af hverju er auðvitað ekki rökstutt en félagsmenn hafa sjálfsagt ekki mikið þurft að velta fyrir sér hugtökum á borð við verð, gæði og þjónustu. Höfundur er eigandi netverslunarinnar Santé.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun