Húseigandi á Sigló fær ekki sorphirðureikninginn felldan niður Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2022 08:02 Frá Siglufirði. Sveitarfélagið Fjallabyggð byggði málflutning sinn meðal annras á að gjaldtaka sorphirðugjalds væri lögmæt, óháð notkun fasteignarinnar. Vísir/Egill Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru manns sem leitaði til nefndarinnar vegna ákvörðunar sveitarfélagsins Fjallabyggðar um að hafna beiðni hans um sleppa við að greiða reikning vegna sorphirðu. Maðurinn sagðist ekki þurfa á þjónustunni að halda þar sem hús hans á Siglufirði stæði autt. Maðurinn leitaði til bæjarráðs Fjallabyggðar í september síðastliðinn þar sem hann tíundaði í bréfi að hús hans hefði staðið autt í tæplega tvö ár og sömuleiðis væri ekki útlit fyrir að það yrði notað til dvalar næstu tvö árin. Þar sem húsið hefði staðið autt og yrði það áfram væri þjónusta bæjarins, sem fælist í sorphirðu, ekki nýtt. Maðurinn kannaði þá eftir upplýsingum um hvort mögulegt væri að fjarlægja sorptunnurnar og svo undanskilja gjaldið fyrir sorphirðu í næstu álagningu, eða þar til að að húsið yrði dvalarhæft og eigendur hússins myndu óska eftir eftir þjónustunni á nýjan leik. Synjuðu beiðninni Bæjarráð tók erindið til umfjöllunar í október, synjaði beiðninni og tilkynnti manninum ákvörðunina í tölvupósti. Ákvað hann svo að leita til úrskurðarnefndarinnar, en hann hafði þá verið gert að greiða rúmlega 47 þúsund krónur fyrir sorphirðu í álagningarseðli fasteignagjalda fyrir árið 2022. Kærandinn vildi meina að ósanngjarnt væri að innheimta þjónustugjald án þess að þjónusta væri veitt, en hann hafi þá þegar greitt skilvíslega í heilt ár án þess að þiggja umrædda þjónustu. Sveitarfélagið byggði hins vegar málflutning sinn á að gjaldtaka sorphirðugjalds væri lögmæt, óháð notkun fasteignarinnar. Jafna kostnað Í niðurstöðukafla úrskurðarins kemur fram að telja verði að kostnaðarliðir að baki sorphirðugjalds Fjallabyggðar, það er vegna gámasvæðis, sorphreinsunar og sorpurðunar, falli undir þá þætti sem sveitarfélögum sé skylt að innheimta gjald fyrir. „Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir nákvæm gögn um útreikning gjaldsins frá árinu 2013 [sem álagning sorphirðugjaldsins byggi á] verður að líta til þess að ekki verður annað séð en að hann hafi bæði byggst á skynsamlegri áætlun og átt sér stað áður en ákvörðun um fjárhæðina var tekin,“ segir í niðurstöðukaflanum. Þá segir að ljóst sé að sveitarfélagið hafi valið að fara þá leið að jafna kostnaði vegna meðhöndlunar sorps með því að innheimta fast gjald á hverja fasteignareiningu miðað við fjölda sorpíláta og þjónustustig. Sveitarfélaginu hafi því verið rétt að synja beiðni mannsins um niðurfellingu sorphirðugjalds og fáist fyrirhugaður skortur á nýtingu hennar engu breytt þar um. Úrskurðarnefndin telur því að hafna verði kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar. Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Maðurinn leitaði til bæjarráðs Fjallabyggðar í september síðastliðinn þar sem hann tíundaði í bréfi að hús hans hefði staðið autt í tæplega tvö ár og sömuleiðis væri ekki útlit fyrir að það yrði notað til dvalar næstu tvö árin. Þar sem húsið hefði staðið autt og yrði það áfram væri þjónusta bæjarins, sem fælist í sorphirðu, ekki nýtt. Maðurinn kannaði þá eftir upplýsingum um hvort mögulegt væri að fjarlægja sorptunnurnar og svo undanskilja gjaldið fyrir sorphirðu í næstu álagningu, eða þar til að að húsið yrði dvalarhæft og eigendur hússins myndu óska eftir eftir þjónustunni á nýjan leik. Synjuðu beiðninni Bæjarráð tók erindið til umfjöllunar í október, synjaði beiðninni og tilkynnti manninum ákvörðunina í tölvupósti. Ákvað hann svo að leita til úrskurðarnefndarinnar, en hann hafði þá verið gert að greiða rúmlega 47 þúsund krónur fyrir sorphirðu í álagningarseðli fasteignagjalda fyrir árið 2022. Kærandinn vildi meina að ósanngjarnt væri að innheimta þjónustugjald án þess að þjónusta væri veitt, en hann hafi þá þegar greitt skilvíslega í heilt ár án þess að þiggja umrædda þjónustu. Sveitarfélagið byggði hins vegar málflutning sinn á að gjaldtaka sorphirðugjalds væri lögmæt, óháð notkun fasteignarinnar. Jafna kostnað Í niðurstöðukafla úrskurðarins kemur fram að telja verði að kostnaðarliðir að baki sorphirðugjalds Fjallabyggðar, það er vegna gámasvæðis, sorphreinsunar og sorpurðunar, falli undir þá þætti sem sveitarfélögum sé skylt að innheimta gjald fyrir. „Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir nákvæm gögn um útreikning gjaldsins frá árinu 2013 [sem álagning sorphirðugjaldsins byggi á] verður að líta til þess að ekki verður annað séð en að hann hafi bæði byggst á skynsamlegri áætlun og átt sér stað áður en ákvörðun um fjárhæðina var tekin,“ segir í niðurstöðukaflanum. Þá segir að ljóst sé að sveitarfélagið hafi valið að fara þá leið að jafna kostnaði vegna meðhöndlunar sorps með því að innheimta fast gjald á hverja fasteignareiningu miðað við fjölda sorpíláta og þjónustustig. Sveitarfélaginu hafi því verið rétt að synja beiðni mannsins um niðurfellingu sorphirðugjalds og fáist fyrirhugaður skortur á nýtingu hennar engu breytt þar um. Úrskurðarnefndin telur því að hafna verði kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar.
Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira