Úkraínumenn vilja fresta ákvörðun um Krímskaga um 15 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. mars 2022 13:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ávarpaði samninganefndirnar þegar fundurinn hófst. epa/Tyrkneska forsetaembættið Eitthvað virðist hafa þokast áfram í viðræðum Úkraínumanna og Rússa sem fram fóru í Tyrklandi í morgun en Rússar hafa meðal annars ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og tengja það við viðræðurnar. Þá hafa Úkraínumenn í fyrsta sinn greint frá tillögum sínum í heild en þær fela meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að ákvörðun um framtíð Krímskaga verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um málið fara fram. Mevut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði næsta skref fund milli utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands, þar sem þeir myndu ræða það sem fram fór milli samninganefndanna í dag. Rússar hafa þegar gefið út að stjórnvöld í Moskvu séu reiðubúin til að skoða fund Vladimir Pútíns Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta um leið og samningsdrög liggja fyrir. Ágreiningurinn um Donbas enn óleystur Báðir aðilar höfðu leitast við að draga úr væntingum fyrir fundinn og þá höfðu erlendir embættismenn einnig sagt litlar líkur á stórum tíðindum að honum loknum. Bandaríkjamenn sögðu meðal annars að engar vísbendingar væru uppi um að sáttarhugur væri í Pútín. Þegar fundinum lauk í hádeginu var hins vegar greint frá því að Rússar hefðu ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn lagt tillögur sínar í heild á borðið. Í þeim felst að Úkraína lýsir yfir hlutleysi og skuldbindur sig til þess að sækjast ekki eftir aðild að Nató né heimila erlendar herstöðvar í landinu. Skilyrði fyrir þessu er að erlend ríki, þeirra á meðal Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Ísrael, skuldbindi sig til að tryggja öryggi landsins, það er að segja grípa til varna ef Rússar ráðast aftur gegn Úkraínu. Hvað varðar framtíð Krímskaga og Donbas-héraðanna, sem eru ef til vill stærsti ásteytingarsteinninn, leggja Úkraínumenn til að ákvörðun um Krím verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um landsvæðið fara fram. Þeir vilja hins vegar ekki gefa Donbas-héruðin eftir. Eiginhagsmunagæsla? Rússar hafa nú þegar sagt að þeir geri ekki lengur kröfu um stjórnarskipti í Kænugarði né afvopnun Úkraínu. Þá virðast þeir vera að draga úr tali um „afnasistavæðingu“ landsins. Þeir eru hins vegar ekki líklegir til að gefa Donbas-héruðin eftir, þar sem ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir síðast í morgun að „frelsun“ svæðisins væru nú og hefði alltaf verið aðal markmið hinna „sérstöku hernaðaraðgerða“. Þarna ber að hafa í huga að ákvörðun Rússa um að draga úr aðgerðum við Kænugarð er ekki síður heppileg fyrir þá sjálfa, þar sem mjög hefur gengið á herafla þeirra í Úkraínu og fleiri manna þörf ef þeir hyggjast taka Donbas-héruðin. Vladimir Medisnky, aðalsamningamaður Rússa, sagði viðræðurnar í dag hafa verið uppbyggilegar og að Rússar væru að taka tvö skref til að draga úr átökum. Rússar hefðu móttekið tillögur Úkraínumanna, sem yrðu skoðaðar, afhentar forsetanum og þeim síðan svarað. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Þá hafa Úkraínumenn í fyrsta sinn greint frá tillögum sínum í heild en þær fela meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að ákvörðun um framtíð Krímskaga verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um málið fara fram. Mevut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði næsta skref fund milli utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands, þar sem þeir myndu ræða það sem fram fór milli samninganefndanna í dag. Rússar hafa þegar gefið út að stjórnvöld í Moskvu séu reiðubúin til að skoða fund Vladimir Pútíns Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta um leið og samningsdrög liggja fyrir. Ágreiningurinn um Donbas enn óleystur Báðir aðilar höfðu leitast við að draga úr væntingum fyrir fundinn og þá höfðu erlendir embættismenn einnig sagt litlar líkur á stórum tíðindum að honum loknum. Bandaríkjamenn sögðu meðal annars að engar vísbendingar væru uppi um að sáttarhugur væri í Pútín. Þegar fundinum lauk í hádeginu var hins vegar greint frá því að Rússar hefðu ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn lagt tillögur sínar í heild á borðið. Í þeim felst að Úkraína lýsir yfir hlutleysi og skuldbindur sig til þess að sækjast ekki eftir aðild að Nató né heimila erlendar herstöðvar í landinu. Skilyrði fyrir þessu er að erlend ríki, þeirra á meðal Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Ísrael, skuldbindi sig til að tryggja öryggi landsins, það er að segja grípa til varna ef Rússar ráðast aftur gegn Úkraínu. Hvað varðar framtíð Krímskaga og Donbas-héraðanna, sem eru ef til vill stærsti ásteytingarsteinninn, leggja Úkraínumenn til að ákvörðun um Krím verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um landsvæðið fara fram. Þeir vilja hins vegar ekki gefa Donbas-héruðin eftir. Eiginhagsmunagæsla? Rússar hafa nú þegar sagt að þeir geri ekki lengur kröfu um stjórnarskipti í Kænugarði né afvopnun Úkraínu. Þá virðast þeir vera að draga úr tali um „afnasistavæðingu“ landsins. Þeir eru hins vegar ekki líklegir til að gefa Donbas-héruðin eftir, þar sem ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir síðast í morgun að „frelsun“ svæðisins væru nú og hefði alltaf verið aðal markmið hinna „sérstöku hernaðaraðgerða“. Þarna ber að hafa í huga að ákvörðun Rússa um að draga úr aðgerðum við Kænugarð er ekki síður heppileg fyrir þá sjálfa, þar sem mjög hefur gengið á herafla þeirra í Úkraínu og fleiri manna þörf ef þeir hyggjast taka Donbas-héruðin. Vladimir Medisnky, aðalsamningamaður Rússa, sagði viðræðurnar í dag hafa verið uppbyggilegar og að Rússar væru að taka tvö skref til að draga úr átökum. Rússar hefðu móttekið tillögur Úkraínumanna, sem yrðu skoðaðar, afhentar forsetanum og þeim síðan svarað.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira