„Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. mars 2022 21:50 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki sjá eftir því að hafa fengið leik gegn jafn sterkum andstæðingum og Spánverjar eru. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. Það var nokkuð augljóst strax frá fyrstu mínútu að spænska liðið væri nokkrum númerum of stórt fyrir það íslenska. Þrátt fyrir það stóð íslenska vörnin ágætlega fyrstu 35 mínútur leiksins, en eftir að fyrsta markið leit dagsins ljós opnuðust flóðgáttirnar. „Þetta var erfitt í alla staði,“ saðgi Arnar Þór á blaðamannafundi eftir leik. „Við náðum að loka ágætlega á þá. Við vitum að þeir senda boltann mikið og eru það góðir að þeir ná að nýta sér minnstu svæði en við fundum ekki lausnina hægra megin og flest mörkin komu þar. Við mættum ofjörlum okkar í dag. Það er hinsvegar mjög margt sem ég er ánægður með síðustu tíu daga.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað stórt í kvöld segist Arnar þó ekki sjá eftir því að hafa fengið leik gegn jafn sterkum andstæðingum og Spánverjar eru. „Ég vildi frekar fá leik á móti sterku liði heldur en mjög slöku liði. Sterkir andstæðingar geta sýnt okkur betur hvar okkar veikleikar eru. Mér finnst mest leiðinlegt að það er erfitt að tapa stórt og ungum leikmönnum finnst það sérstaklega erfitt,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Það var nokkuð augljóst strax frá fyrstu mínútu að spænska liðið væri nokkrum númerum of stórt fyrir það íslenska. Þrátt fyrir það stóð íslenska vörnin ágætlega fyrstu 35 mínútur leiksins, en eftir að fyrsta markið leit dagsins ljós opnuðust flóðgáttirnar. „Þetta var erfitt í alla staði,“ saðgi Arnar Þór á blaðamannafundi eftir leik. „Við náðum að loka ágætlega á þá. Við vitum að þeir senda boltann mikið og eru það góðir að þeir ná að nýta sér minnstu svæði en við fundum ekki lausnina hægra megin og flest mörkin komu þar. Við mættum ofjörlum okkar í dag. Það er hinsvegar mjög margt sem ég er ánægður með síðustu tíu daga.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað stórt í kvöld segist Arnar þó ekki sjá eftir því að hafa fengið leik gegn jafn sterkum andstæðingum og Spánverjar eru. „Ég vildi frekar fá leik á móti sterku liði heldur en mjög slöku liði. Sterkir andstæðingar geta sýnt okkur betur hvar okkar veikleikar eru. Mér finnst mest leiðinlegt að það er erfitt að tapa stórt og ungum leikmönnum finnst það sérstaklega erfitt,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41