Þyngdi dóm vegna árásar á fyrrverandi kærustu Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2022 07:38 Dómurinn féll í gær. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir manni sem hafði veist að fyrrverandi kærustu á heimili hennar í maí 2018, ýtt henni þannig að hún féll niður stiga, tekið í hár hennar, skallað hana í höfuðið og tekið hana kverkataki. Hæstiréttur taldi árásina falla undir ákvæði um brot í nánu sambandi en ekki minniháttar líkamsárás líkt og gert var í dómi Landsréttar. Hæstiréttur dæmdi manninn í tíu mánaða fangelsi, en skal fullnustu refsingarinnar frestað vegna tafa á meðferð málsins, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Landsréttur hafði áður dæmt manninn í þriggja mánaða fangelsi, en hann hafði verið sýknaður í héraði. Í dómi sínum vísaði Hæstiréttur til þess að brotaþoli þyrfti ekki að verða fyrir beinum eða sjáanlegum líkamsáverkum eða öðru tjóni svo um væri að ræða brot í nánu sambandi. Slíkt gæti þó komið til skoðunar við mat á grófleika brots. „Áverkar hefðu verið víðs vegar um líkama brotaþola þótt hver um sig hefði ekki talist verulegur. Þá væri ljóst að hún hefði hlotið áverka vegna fallsins og hefði sú háttsemi ákærða verið einkar alvarleg. Árásin hefði í heild sinni verið til þess fallin að vekja mikla ógn hjá brotaþola en jafnframt væri fram komið að hún hefði orðið fyrir andlegu áfalli vegna árásarinnar. Hæstiréttur taldi að ákærði hefði með atlögunni á alvarlegan hátt og með ofbeldi ógnað heilsu brotaþola og velferð. Var refsing ákærða þyngd og ákveðin fangelsi í tíu mánuði en fullnustu hennar frestað meðal annars vegna tafa á meðferð málsins,“ segir á síðu Hæstaréttar. Það var ríkissaksóknari sem óskaði leyfi Hæstaréttar til áfrýjunar málsins. Fékkst það samþykkt þar sem dómurinn taldi að dómur í málinu myndi hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Hæstiréttur taldi árásina falla undir ákvæði um brot í nánu sambandi en ekki minniháttar líkamsárás líkt og gert var í dómi Landsréttar. Hæstiréttur dæmdi manninn í tíu mánaða fangelsi, en skal fullnustu refsingarinnar frestað vegna tafa á meðferð málsins, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Landsréttur hafði áður dæmt manninn í þriggja mánaða fangelsi, en hann hafði verið sýknaður í héraði. Í dómi sínum vísaði Hæstiréttur til þess að brotaþoli þyrfti ekki að verða fyrir beinum eða sjáanlegum líkamsáverkum eða öðru tjóni svo um væri að ræða brot í nánu sambandi. Slíkt gæti þó komið til skoðunar við mat á grófleika brots. „Áverkar hefðu verið víðs vegar um líkama brotaþola þótt hver um sig hefði ekki talist verulegur. Þá væri ljóst að hún hefði hlotið áverka vegna fallsins og hefði sú háttsemi ákærða verið einkar alvarleg. Árásin hefði í heild sinni verið til þess fallin að vekja mikla ógn hjá brotaþola en jafnframt væri fram komið að hún hefði orðið fyrir andlegu áfalli vegna árásarinnar. Hæstiréttur taldi að ákærði hefði með atlögunni á alvarlegan hátt og með ofbeldi ógnað heilsu brotaþola og velferð. Var refsing ákærða þyngd og ákveðin fangelsi í tíu mánuði en fullnustu hennar frestað meðal annars vegna tafa á meðferð málsins,“ segir á síðu Hæstaréttar. Það var ríkissaksóknari sem óskaði leyfi Hæstaréttar til áfrýjunar málsins. Fékkst það samþykkt þar sem dómurinn taldi að dómur í málinu myndi hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála.
Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira