Vill húsnæðissáttmála á höfuðborgarsvæðinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. apríl 2022 19:06 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði eftir kynningarfund í morgun að hann myndi beita sér fyrir því að koma á húsnæðissáttmála á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill/Atli Borgarstjóri kallar eftir því að ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geri með sér sérstakan húsnæðissáttmála til að leysa stöðuna á húsnæðismarkaði. Borgin ætlar að tvöfalda árlegt lóðaframboð sitt næstu fimm árin. Þær íbúðir sem fara af stað í byggingu í Reykjavík í ár eru rétt tæplega þrjú þúsund talsins. Borgin ætlar nú að gera enn betur og kynnti í dag áform sín um að tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig út næstu fimm árin. Þannig verður ríflega tvö þúsund lóðum úthlutað í ár en ekki þúsund eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Úr offramboði í skort á tveimur árum „Við erum að senda skýr skilaboð inn á markaðinn að við séum klár. En það þarf samhent átak; önnur sveitarfélög, fjármálastofnanir og byggingariðnaður þarf auðvitað að koma inn í þetta af krafti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Brot af þeim íbúðum sem byrjað verður að byggja í ár.vísir Og Dagur hefur ákveðnar hugmyndir um hvað það sé sem þurfi að gera til að laga húsnæðismarkaðinn. Það þurfi að taka á húsnæðismálunum eins og tekið var á samgöngumálunum. „Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag að það komi meiri langtímahugsun inn í þetta. Og við fáum eins og er í samgöngumálunum; samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið. Í raun vantar húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið,“ segir Dagur. Hér þurfi að setjast niður og festa plan til lengri tíma. Skapa ákveðinn stöðugleika. „Þannig að það liggi fyrir hvar eigi að byggja, hvaða tegundir íbúða, hvaða fjölbreytni og í hvaða takti. Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist bara úr offramboði í skort á bara tveimur árum. Heldur þurfum við að hafa húsnæðismarkað eins og hjá siðuðum þjóðum með húsnæðissáttmála til lengri tíma,“ segir Dagur. Hann sér þó ekki fram á neina töfralausn á stöðunni á húsnæðismarkaði. Húsnæðissáttmáli er þó langtímalausn að hans mati sem hann kveðst ætla að beita sér fyrir að verði gerður strax í ár. Húsnæðismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þær íbúðir sem fara af stað í byggingu í Reykjavík í ár eru rétt tæplega þrjú þúsund talsins. Borgin ætlar nú að gera enn betur og kynnti í dag áform sín um að tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig út næstu fimm árin. Þannig verður ríflega tvö þúsund lóðum úthlutað í ár en ekki þúsund eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Úr offramboði í skort á tveimur árum „Við erum að senda skýr skilaboð inn á markaðinn að við séum klár. En það þarf samhent átak; önnur sveitarfélög, fjármálastofnanir og byggingariðnaður þarf auðvitað að koma inn í þetta af krafti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Brot af þeim íbúðum sem byrjað verður að byggja í ár.vísir Og Dagur hefur ákveðnar hugmyndir um hvað það sé sem þurfi að gera til að laga húsnæðismarkaðinn. Það þurfi að taka á húsnæðismálunum eins og tekið var á samgöngumálunum. „Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag að það komi meiri langtímahugsun inn í þetta. Og við fáum eins og er í samgöngumálunum; samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið. Í raun vantar húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið,“ segir Dagur. Hér þurfi að setjast niður og festa plan til lengri tíma. Skapa ákveðinn stöðugleika. „Þannig að það liggi fyrir hvar eigi að byggja, hvaða tegundir íbúða, hvaða fjölbreytni og í hvaða takti. Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist bara úr offramboði í skort á bara tveimur árum. Heldur þurfum við að hafa húsnæðismarkað eins og hjá siðuðum þjóðum með húsnæðissáttmála til lengri tíma,“ segir Dagur. Hann sér þó ekki fram á neina töfralausn á stöðunni á húsnæðismarkaði. Húsnæðissáttmáli er þó langtímalausn að hans mati sem hann kveðst ætla að beita sér fyrir að verði gerður strax í ár.
Húsnæðismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira