Byggingariðnaður

Fréttamynd

Þakkantinum var haldið saman með kúst­skafti

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leggur til að farið verði í róttækar breytingar á eftirliti með byggingaframkvæmdum. Maður sem keypti ónýtt hús þar sem kústskaft var notað til að halda þakkkantinum uppi vonast eftir réttlæti handa húsnæðiskaupendum.

Innlent
Fréttamynd

Leggja til rót­tækar breytingar á byggingaeftirliti

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnti í dag nýjan vegvísi um breytt byggingareftirlit. Gert er ráð fyrir því að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til óháðra skoðunarstofa. Forstjóri segir núverandi ástand á byggingamarkaði óásættanlegt.

Innlent
Fréttamynd

Svansvottaðar í­búðir – fjár­festing í lífs­gæðum

Það er engin tilviljun að Svansvottaðar íbúðir eru sífellt algengari á fasteignamarkaði. Neytendur gera meiri kröfur en áður og byggingaraðilar bregðast við með því að huga betur að umhverfi, heilsu og lífsgæðum. En hvað felst í Svansvottun og hvers vegna ættir þú að hafa áhuga á henni sem væntanlegur íbúðareigandi?

Skoðun
Fréttamynd

Sex ára gamalt hús í við­gerð: Ekki við flötu þökin að sakast

Unnið er að viðgerðum á húsi sem er einungis sex ára gamalt í Vogahverfi í Reykjavík vegna lekavandamála. Fleiri dæmi eru um slík fjölbýlishús í Reykjavík en formaður Meistarafélags Húsasmíða segir græðgi um að kenna frekar en flötum þökum. Áður fyrr hafi hús verið í lagi í fjörutíu, fimmtíu ár.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar í­búðir seljast verr en aðrar vegna stærðar

Nýjar íbúðir seljast verr en gamlar íbúðir vegna þess að nýjar íbúðir eru á þrengra stærðarbili. Tvöfalda þyrfti magn smærri íbúða á fasteignamarkaði til að anna eftirspurn. Meiri verðhækkun og minni sveiflur á fasteignamarkaði en á markaði innlendra hlutabréfa er til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði á Íslandi samkvæmt HMS. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin mygla í 200 húsum bygginga­meistara á Sel­fossi

„Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið,“ segir 93 ára byggingameistari á Selfossi, sem hefur byggt um tvö hundruð hús í bæjarfélaginu en mygla hefur aldrei greinst í þeim húsum. Þá segir hann að timbur hafi verið miklu betra í gamla daga heldur en í dag því nú sé það svo gljúpt og lélegt.

Innlent
Fréttamynd

Hvar værum við án þeirra? – Um mikil­vægi Pól­verja á Ís­landi

Íslenskt samfélag hefur í gegnum tíðina notið góðs af þeim fjölmörgu Pólverjum sem hafa flust hingað til lands, unnið hörðum höndum og lagt sitt af mörkum til samfélagsins. En stundum virðist eins og við gleymum að meta það sem þeir gera – eða verra, lítum niður á þá. Það er bæði ósanngjarnt og vanþakklátt.

Skoðun
Fréttamynd

BYKO opnar nýja og glæsi­lega timbur­verslun

Í gær, fimmtudaginn 27. mars, opnaði BYKO glæsilega og endurbætta timburverslun að Skemmuvegi 2a í Kópavogi. Af því tilefni var haldið veglegt opnunarteiti þar sem viðskiptavinum, hönnuðum, starfsfólki og velunnurum var boðið í heimsókn til að skoða nýju verslunina, nýja festingardeild, tvo nýja sýningarsali og um leið nýju skrifstofur fyrirtækisins.

Samstarf
Fréttamynd

Skoða hvort hægt sé að flýta upp­byggingu í Úlfarsárdal

Nýr starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar og verkalýðsfélaganna BSRB og ASÍ á að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hópurinn á að skila sínum tillögum í maí. Starfshópurinn mun skoða sérstaklega hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfársárdal auk þess sem hann á að kortleggja helstu möguleika á uppbyggingu næstu 10 til 15 árin.

Innlent
Fréttamynd

Ný íbúða­byggð með betri loft­gæðum

Um þessar mundir er verið að reisa 436 íbúða byggð á Orkureitnum við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Þar verða kynntar til sögunnar nýjar lausnir í loftræstingu íbúða sem tryggja betra loft innandyra en áður hefur þekkst. Hver íbúð stýrir sínu eigin loftstreymi sem tryggir jákvæða orku alla daga og hefur um leið þau áhrif að verulega er dregið úr hljóðmengun í íbúðum því ekki þarf að opna glugga til að fá frískt loft.

Samstarf
Fréttamynd

Staðan á húsnæðis­markaði: Of­fram­boð af röngu meðal­tali

Síðustu tíu ár hefur húsnæðiskostnaður að jafnaði valdið 58% verðbólgunnar. Þróunin hefur ýtt undir eignaójöfnuð milli kynslóða, gert Seðlabankanum erfitt fyrir að nýta stjórntæki sín með góðu móti og skapað þrýsting á vinnumarkaði, enda verður húsnæði sífellt þyngri byrði í bókhaldi heimila.

Skoðun
Fréttamynd

Ný­bygging þýðir ekki galla­laus eign

Galli er á einni af hverjum þrettán nýbyggingum á Íslandi samkvæmt rannsókn sem gerð var á umfangi byggingargalla á árunum 1998 til 2012. Kom í ljós að tilkynnt hafði verið um tjón sem byggingarstjóri eða löggiltur hönnuður bar ábyrgð í tæpum 8% tilvika. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem galli var ekki tilkynntur, m.a. vegna vanþekkingar kaupanda eða gallinn uppgötvast löngu síðar.

Skoðun
Fréttamynd

Keyptu ó­nýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs

Hjón sem keyptu einbýlishús í Kópavogi árið 2017 fá engar skaðabætur úr hendi seljenda, þrátt fyrir að húsið hafi verið svo gott sem myglað í gegn. Ástæðan er einföld, krafa þeirra um bætur var allt of seint fram komin í málinu, rúmum fimm árum eftir afhendingu fasteignarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ef það er vilji, þá er vegur

Í nýrri innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga er lagt mat á viðhaldsþörf á stórum hluta þeirra innviða sem við treystum á í daglegu lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Reykja­vík ekki ljót borg

Formaður skipulagsráðs segir Reykjavík ekki vera ljóta borg. Hins vegar megi oft gera betur. Magn og hraði megi ekki ráða ferðinni heldur verði einnig að uppfylla gæðakröfur.

Innlent