Guardiola kaldhæðinn í svörum: „Elska að ofhugsa hlutina og búa til heimskulega taktík“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2022 07:00 Pep Guardiola var í stuði á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Atlético Madrid. getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var kaldhæðinn í svörum er hann var spurður út í ákvarðanir hans í stórum leikjum í Meistaradeild Evrópu. Guardiola vann Meistaradeildina í tvígang á fyrstu þremur árum sínum við stjórnvölinn hjá Barcelona en hefur ekki unnið hana síðan 2011. Spánverjinn hefur oft verið gagnrýndur fyrir taktískar ákvarðanir sínar í stóru leikjum í Meistaradeildinni, eins og til dæmis í úrslitaleik keppninnar í fyrra þar sem hann notaði ekki varnarsinnaðan miðjumann. City mætir Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins var Guardiola spurður út í taktískar ákvarðanir hans. „Í Meistaradeildinni ofhugsa ég alltaf. Ég ofhugsa of mikið. Algjörlega. Það er þess vegna sem ég næ góðum árangri. Ég elska að ofhugsa og búa til heimskulega taktík. Í kvöld mun ég finna eitthvað upp og spila með tólf leikmenn,“ sagði Guardiola. Hann varði leikstíl Atlético sem hefur fengið það orð á sig að spila leiðinlegan fótbolta undir stjórn Diegos Simeone. „Það eru ranghugmyndir um hvernig Simeone spilar. Hann er sóknarsinnaðri en fólk heldur. Þeir vilja ekki taka áhættu þegar boltinn er á okkar vallarhelmingi. Þeir vita nákvæmlega hvernig þeir eiga að spila á sérstökum augnablikum,“ sagði Guardiola. „Ég ætla ekki að fara út í heimskulegar rökræður. Allir reyna að vinna. Ef þeir vinna hefur Simeone rétt fyrir sér. Ef við vinnum hef ég rétt fyrir mér.“ Leikur City og Atlético hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18:15. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Guardiola vann Meistaradeildina í tvígang á fyrstu þremur árum sínum við stjórnvölinn hjá Barcelona en hefur ekki unnið hana síðan 2011. Spánverjinn hefur oft verið gagnrýndur fyrir taktískar ákvarðanir sínar í stóru leikjum í Meistaradeildinni, eins og til dæmis í úrslitaleik keppninnar í fyrra þar sem hann notaði ekki varnarsinnaðan miðjumann. City mætir Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins var Guardiola spurður út í taktískar ákvarðanir hans. „Í Meistaradeildinni ofhugsa ég alltaf. Ég ofhugsa of mikið. Algjörlega. Það er þess vegna sem ég næ góðum árangri. Ég elska að ofhugsa og búa til heimskulega taktík. Í kvöld mun ég finna eitthvað upp og spila með tólf leikmenn,“ sagði Guardiola. Hann varði leikstíl Atlético sem hefur fengið það orð á sig að spila leiðinlegan fótbolta undir stjórn Diegos Simeone. „Það eru ranghugmyndir um hvernig Simeone spilar. Hann er sóknarsinnaðri en fólk heldur. Þeir vilja ekki taka áhættu þegar boltinn er á okkar vallarhelmingi. Þeir vita nákvæmlega hvernig þeir eiga að spila á sérstökum augnablikum,“ sagði Guardiola. „Ég ætla ekki að fara út í heimskulegar rökræður. Allir reyna að vinna. Ef þeir vinna hefur Simeone rétt fyrir sér. Ef við vinnum hef ég rétt fyrir mér.“ Leikur City og Atlético hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18:15.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira