Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 5. apríl 2022 22:01 Fjöldi flóttafólks frá Úkraínu borðar kvöldmat hjá Pipar í Guðrúnartúni. Vísir/Egill Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. Auglýsingastofan Pipar hefur boðið matsal sinn á kvöldin fyrir samtökin og þangað streymir fólk kvöld hvert. Svavar Örn Eysteinsson, kerfisstjóri hjá auglýsingastofunni Pipar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þangað komi á milli 20 og 170 manns kvöld hvert. „Við finnum það alveg að þau vilja líka bara koma, hittast og spjalla og drekka kaffi. Við erum með mat en svo er það þessi félagslegi partur að hittast og ræða málin,“ segir Svavar. „Við erum að halda úti félagsmiðstöð fyrir fólkið sem að kemur hingað frá Úkraínu, elda mat og kaffi og fáum hingað dót: Fatnað, bleyjur, dömubindi, allt til að útdeila til fólksins frá fyrirtækjum og sjálfboðaliðum, á hverjum degi. Ég teki við þessu og Dögg vinkona mín hér á Pipar gerir það líka,“ segir Svavar. Starfseminni hefur verið haldið úti núna í um fimm vikur og Svavar segir að henni verði ekki hætt í bráð. Fyrsta kvöldið hafi verið boðið upp á KFC-máltíð en síðan hafi þetta undið upp á sig og heildsölur farið að gefa vörur og matsalurinn þróast í félagsmiðstöð. „Það koma alltaf fleiri og fleiri. Ég sá fullt af nýjum andlitum í gær og í síðustu viku. Við erum öll farin að heilsast hérna og krakkarnir sem komu fyrst eru allir sjúkir í mann. Það eru allir farnir að þekkjast en það kemur alltaf nýtt fólk,“ segir Svavar. Svavar á sjálfur óljósa og loðna tengingu en að öllum líkindum var langamma hans úkraínsk. „Amma mín úr föðurætt kemur hingað með dalli frá Þýskalandi eins og svo margar aðrar konur gerðu á tímum seinna stríðs og endar sem vinnukona uppi í Borgarfirði. Mamma hennar og hún, samkvæmt mínum upplýsingum, flúðu Rússland vegna hungursneyðar. En það var engin hungursneyð á þessum tíma neins staðar annars staðar en í Úkraínu og það er eina sem við vitum af móðurætt ömmu minnar. Mér finnst mjög líklegt að langamma mín sé frá Úkraínu,“ segir Svavar. Svavar Örn Eysteinsson, kerfisstjóri hjá Pipar, sér um kvöldmatarþjónustuna.Vísir/Egill Hann segir fólkið sem sæki miðstöðina eiga sína slæmu daga, eðlilega, en það sé mjög þakklátt fyrir þjónustuna. „Þau koma hingað og fá upplýsingar og við erum að útdeila einhverjum gjafabréfum, eins og um dagin fengum við gjafabréf frá Fly Over Iceland þannig að við útdeildum þeim og svo erum við með gjafabréf sem WorldClass hefur gefið. Það er alls konar svona. Svo er þetta upplýsingaveita og fólk fær útdeilt nauðsynjavörum sem eru hér niðri í kjallara.“ Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Góðverk Tengdar fréttir Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58 Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03 Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. 4. mars 2022 13:17 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Auglýsingastofan Pipar hefur boðið matsal sinn á kvöldin fyrir samtökin og þangað streymir fólk kvöld hvert. Svavar Örn Eysteinsson, kerfisstjóri hjá auglýsingastofunni Pipar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þangað komi á milli 20 og 170 manns kvöld hvert. „Við finnum það alveg að þau vilja líka bara koma, hittast og spjalla og drekka kaffi. Við erum með mat en svo er það þessi félagslegi partur að hittast og ræða málin,“ segir Svavar. „Við erum að halda úti félagsmiðstöð fyrir fólkið sem að kemur hingað frá Úkraínu, elda mat og kaffi og fáum hingað dót: Fatnað, bleyjur, dömubindi, allt til að útdeila til fólksins frá fyrirtækjum og sjálfboðaliðum, á hverjum degi. Ég teki við þessu og Dögg vinkona mín hér á Pipar gerir það líka,“ segir Svavar. Starfseminni hefur verið haldið úti núna í um fimm vikur og Svavar segir að henni verði ekki hætt í bráð. Fyrsta kvöldið hafi verið boðið upp á KFC-máltíð en síðan hafi þetta undið upp á sig og heildsölur farið að gefa vörur og matsalurinn þróast í félagsmiðstöð. „Það koma alltaf fleiri og fleiri. Ég sá fullt af nýjum andlitum í gær og í síðustu viku. Við erum öll farin að heilsast hérna og krakkarnir sem komu fyrst eru allir sjúkir í mann. Það eru allir farnir að þekkjast en það kemur alltaf nýtt fólk,“ segir Svavar. Svavar á sjálfur óljósa og loðna tengingu en að öllum líkindum var langamma hans úkraínsk. „Amma mín úr föðurætt kemur hingað með dalli frá Þýskalandi eins og svo margar aðrar konur gerðu á tímum seinna stríðs og endar sem vinnukona uppi í Borgarfirði. Mamma hennar og hún, samkvæmt mínum upplýsingum, flúðu Rússland vegna hungursneyðar. En það var engin hungursneyð á þessum tíma neins staðar annars staðar en í Úkraínu og það er eina sem við vitum af móðurætt ömmu minnar. Mér finnst mjög líklegt að langamma mín sé frá Úkraínu,“ segir Svavar. Svavar Örn Eysteinsson, kerfisstjóri hjá Pipar, sér um kvöldmatarþjónustuna.Vísir/Egill Hann segir fólkið sem sæki miðstöðina eiga sína slæmu daga, eðlilega, en það sé mjög þakklátt fyrir þjónustuna. „Þau koma hingað og fá upplýsingar og við erum að útdeila einhverjum gjafabréfum, eins og um dagin fengum við gjafabréf frá Fly Over Iceland þannig að við útdeildum þeim og svo erum við með gjafabréf sem WorldClass hefur gefið. Það er alls konar svona. Svo er þetta upplýsingaveita og fólk fær útdeilt nauðsynjavörum sem eru hér niðri í kjallara.“
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Góðverk Tengdar fréttir Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58 Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03 Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. 4. mars 2022 13:17 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58
Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03
Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. 4. mars 2022 13:17