Tóbaksframleiðandi telur bragðbannið grafa undan lýðheilsu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 17:27 Tóbaksframleiðandi telur fyrirhugað bragðbann stjórnvalda á nikótínvörum ekki þjóna tilgangi sínum. Getty Tóbakframleiðandinn British American Tobacco Denmark telur fyrirhugað bragðbann á nikótínvörum hér á landi grafa undan lýðheilsumarkmiðum frekar en að efla þau. Þá kallar hann eftir því að styrkleikaþak verði endurskoðað. British American Tobacco Denmark, BAT, hefur skilað inn umsögn um nýtt nikótínvörufrumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Frumvarpið hefur verið til mikillar umræðu, sérstaklega þar sem í því er lagt til að lagt verði bann við ákveðnar bragðtegundir svo ekki verði hægt að fá lengur nikótínvörur, nikótínpúða og rafrettur, með ávaxta- og nammibragði. Sjálfstæðismenn gagnrýndu þessar hörðu reglur, sem lagðar eru til í frumvapinu, þegar málið var í fyrstu umræðu í þinginu og spurðu hvort næsta skref væri að bragðgóða áfengisdrykki. Í umsögn BAT segir að það styðji frumvarpið í grundvallaratriðum til að koma í veg fyrir reykinga og notkun barna á nikótínpúðum sem ætlaðar eru fullorðnum. Það fagni úrræðum eins og heilsuviðvörunum fyrir nikótínpúða, aldurstakmörkum og banni við notkun púðanna á svæðum eins og skólum. Það telji hins vegar hættu á að sum ákvæði frumvarpsinns, eins og bragðbann, grafi undan lýðheilsumarkmiðum frumvarpsins frekar en að efla þau. Bragðefni gegni lykilhlutverki í að auðvelda reykingamönnum að skipta yfir í skaðminni valkost. „Nikótínvörur og rafsígarettur með bragðefnum geta þannig skipt sköpum í baráttunni gegn tóbaksnotkun og stutt reykingamenn við að slökkva í sígarettunni. BAT telur því fyrirhugað bragðbann ekki aðeins vinna gegn skaðaminnkunarhlutverki púðanna heldur að jafnframt sé með öllu óljóst hvaða bragðefni falla þar undir, á hverju það mat hvílir og hvernig það mat fer fram,“ segir í umsögninni. Þá segir það að mikilvægt sé að styrkleikaþakið, sem lagt sé til í frumvarpinu, vinni í átt að skaðaminnkunarviðmiði. Ekki megi takmarka styrkleikann um of svo rafrettur og nikótínpúðar gagnist sem tól í baráttu gegn tobaksnotkun. „Í þessu samhengi bendir BAT á að Staðlastofnun Svíþjóðar, Svenska Institutet för Standarder, hefur úrskurðað að styrkleikaþakið skuli vera 20 mg í hverjum púða. BAT styður þessi viðmiðunarmörk, ekki síst í ljósi þess að mörkin gera púðana að handhægum kosti fyrir reykingamenn.“ Þá segir BAT jafnframt að eins og frumvarpið sé nú lagt fram muni veigamiklir hlutar laganna öðlast gildi þegar í stað, sem geti reynst framaleiðendum og seljendum erfitt. Gefa verði þeim gott svigrúm til að klára að vinna að innleiðingu nýrra laga, selja núverandi birgðir og breyta framleiðslunni. Fyrirtækið leggur til að frumvarpið í heild sinni taki gildi 12 mánuðum eftir samþykkt þess. Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafrettur Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Sjá meira
British American Tobacco Denmark, BAT, hefur skilað inn umsögn um nýtt nikótínvörufrumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Frumvarpið hefur verið til mikillar umræðu, sérstaklega þar sem í því er lagt til að lagt verði bann við ákveðnar bragðtegundir svo ekki verði hægt að fá lengur nikótínvörur, nikótínpúða og rafrettur, með ávaxta- og nammibragði. Sjálfstæðismenn gagnrýndu þessar hörðu reglur, sem lagðar eru til í frumvapinu, þegar málið var í fyrstu umræðu í þinginu og spurðu hvort næsta skref væri að bragðgóða áfengisdrykki. Í umsögn BAT segir að það styðji frumvarpið í grundvallaratriðum til að koma í veg fyrir reykinga og notkun barna á nikótínpúðum sem ætlaðar eru fullorðnum. Það fagni úrræðum eins og heilsuviðvörunum fyrir nikótínpúða, aldurstakmörkum og banni við notkun púðanna á svæðum eins og skólum. Það telji hins vegar hættu á að sum ákvæði frumvarpsinns, eins og bragðbann, grafi undan lýðheilsumarkmiðum frumvarpsins frekar en að efla þau. Bragðefni gegni lykilhlutverki í að auðvelda reykingamönnum að skipta yfir í skaðminni valkost. „Nikótínvörur og rafsígarettur með bragðefnum geta þannig skipt sköpum í baráttunni gegn tóbaksnotkun og stutt reykingamenn við að slökkva í sígarettunni. BAT telur því fyrirhugað bragðbann ekki aðeins vinna gegn skaðaminnkunarhlutverki púðanna heldur að jafnframt sé með öllu óljóst hvaða bragðefni falla þar undir, á hverju það mat hvílir og hvernig það mat fer fram,“ segir í umsögninni. Þá segir það að mikilvægt sé að styrkleikaþakið, sem lagt sé til í frumvarpinu, vinni í átt að skaðaminnkunarviðmiði. Ekki megi takmarka styrkleikann um of svo rafrettur og nikótínpúðar gagnist sem tól í baráttu gegn tobaksnotkun. „Í þessu samhengi bendir BAT á að Staðlastofnun Svíþjóðar, Svenska Institutet för Standarder, hefur úrskurðað að styrkleikaþakið skuli vera 20 mg í hverjum púða. BAT styður þessi viðmiðunarmörk, ekki síst í ljósi þess að mörkin gera púðana að handhægum kosti fyrir reykingamenn.“ Þá segir BAT jafnframt að eins og frumvarpið sé nú lagt fram muni veigamiklir hlutar laganna öðlast gildi þegar í stað, sem geti reynst framaleiðendum og seljendum erfitt. Gefa verði þeim gott svigrúm til að klára að vinna að innleiðingu nýrra laga, selja núverandi birgðir og breyta framleiðslunni. Fyrirtækið leggur til að frumvarpið í heild sinni taki gildi 12 mánuðum eftir samþykkt þess.
Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafrettur Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37
Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18
Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01