Góðærisblinda Landsvirkjunar Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 7. apríl 2022 09:00 Stjórnendum Landsvirkjunar varð tíðrætt um það á ársfundi nýverið að fyrirtækið ætlaði að taka vel á móti framtíðinni. Það var augljóst af kynningum á fundinum að þessi framtíð felur í sér gjörnýtingu íslenskra vatnsfalla og jarðhitasvæða. Því til réttlætingar var t.d. vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ná eigi fullum orkuskiptum 2040 og Ísland verði þá óháð jarðefnaeldsneyti. Stjórnendum Landsvirkjunar varð líka tíðrætt um nýlega orkuskýrslu umhverfisráðherra og virðast líta á orkufrekustu sviðsmynd hennar sem verkefnahandbók fyrir fyrirtækið. Samkvæmt sviðsmyndum skýrslunnar þarf að auka orkuframleiðslu um 68% til 124% til 2040 ef ná á ,,fullum orkuskiptum“. Það eru 13.000 til 23.694 nýjar gígawattstundir (GWs) á átján árum, eða þrjár til fimm nýjar Kárahnjúkavirkjanir. Kárahnjúkavirkjun er að vísu svo óvenju stór virkjun á íslenskan mælikvarða að það væri kannski eðlilegra að miða við virkjun sem er nær meðalstærð virkjana hér á landi, t.d. Blönduvirkjun sem hefur 720 GWs orkugetu. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er þá að reisa 18 til 33 slíkar virkjanir á næstu 18 árum. En Blönduvirkjun verður víst ekki reist nema einu sinni. Og hvaða svæði þarf þá að leggja undir virkjanir til að framtíð Landsvirkjunar og ríkisstjórnarinnar verði að veruleika? Nefnum nokkur: Hrafnarbjargavirkjun (585 GWs) og Fljótshnjútsvirkjun (405 GWs) í Skjálfandafljóti. Þær myndu eyðileggja Aldeyjarfoss og fleiri náttúruverðmæta í fljótinu. Svæðin eru auk þess í verndarflokki rammaáætlunar samkvæmt þeim tillögum sem liggja nú fyrir Alþingi. Skatastaðavirkjun (1090 GWs) og Villinganesvirkjun (215 GWs) í Jökulsánum í Skagafirði sem eru í verndarflokki rammaáætlunar samkvæmt tillögum sem nú liggja fyrir Alþingi. Hvamms- (720 GWs), Holta- (450 GWs) og Urriðafossvirkjunar í neðri hluta Þjórsár (1037 GWs). Þetta eru umdeildar virkjanir, enda fyrstu stórvirkjanir Landsvirkjunar í byggð sem hefðu auk þess neikvæð áhrif á stærsta villta laxastofn landsins og þurrkuðu upp vatnsmesta foss landsins. Stækkun Blönduveitu (195 GWs) og vindmyllur í Blöndulundi (350 GWs). Vindmyllur í Búrfellslundi (300 GWs). Stækkun Kröfluvirkjunar (370 GWs). Hvalárvirkjunar í Árneshreppi (320 GWs) sem er mjög umdeildur og óhagkvæmur virkjanakostur og Austurgilsvirkjun á Vestjörðum (228 GWs) Hagavatnsvirkjun (120 GWs) og Skrokkalda á hálendinu (260 GWs) sem hafa mætt harðri andstöðu ferðaþjónustu og náttúruverndarfólks. Eldvörp á Reykjanesi (410 GWs) og Trölladyngja (410 GWs). Einhver fallegustu jarðhitasvæði landsins í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn (756 GWs). Virkjunin gæti haft neikvæð áhrif á ómetanlegt lífríki vatnsins og er auk þess í jaðri þorpsins í Reykjahlíð. Hverfisfljótsvirkjun (244 GWs), Hólmsárvirkjun (480 GWs) og Búlandsvirkjun (1057 GWs) í Skaftárhreppi. Allt virkjanir sem myndu spilla ægifögru svæði á hálendisjaðrinum. Nú verð ég að viðurkenna að mig þrýtur ímyndunarafl til að telja upp fleiri mögulega virkjanakosti og þá vantar enn rúmar 3.000 GWs til að ná upp í neðri mörk þess sem Landsvirkjun segist ætla að virkja á næstu átján árum. Og í þessari upptalningu eru margar virkjanir sem öllum á að vera ljóst að verða aldrei að veruleika vegna ríkra náttúruverndarahagsmuna, andstöðu heimamanna og vandræða við nýtingu jarðhitasvæða. Með því að leggja raunhæft mat á ofangreindan lista má álykta að hér verði í mesta lagi hægt að virkja um 3.000 til 4.000 GWs á næstu árum og áratugum, eða sem samsvarar eins og einni Kárahnjúkavirkjun eða fimm Blönduvirkjunum. Það er 20% aukning miðað við framleiðslugetu virkjana árið 2020, eitthvað sem þætti dágott hjá flestum þjóðum og myndi duga okkur fyrir rafvæðingu bílaflotans og vel rúmlega það. Það er ekki mjög hughreystandi að horfa upp á forystu Landsvirkjunar tapa jarðtengingu með tali um tvöföldun raforkuframleiðslu á fáum árum. Við getum rétt ímyndað okkur hvaða efnahagslegu áhrif það hefði ef hér ætti að reisa fimm Kárahnjúkavirkjanir á tveimur áratugum. Það þarf ekki langskólanám í hagfræði til að sjá fyrir sér að Seðlabankinn þyrfti að grípa til verulegra vaxtahækkana til að kæla hagkerfið, skortur yrði á vinnuafli í öðrum atvinnugreinum og húsnæðisskortur myndi aukast vegna mikils innflutnings verkafólks. En kannski má rekja þetta óraunsæi forystu Landsvirkjunar til þess að fyrirtækið nýtur nú óvenju góðs rekstrarumhverfis þar sem afurðaverð er í hæstu hæðum og vaxtakjör með besta móti. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem íslenskir athafnamenn eru slegnir góðærisblindu rétt áður en vaxtahækkanir og leiðrétting verðlags á heimsmarkaði kippa þeim aftur niður á jörðina. Tökum vel á móti framtíðinni, en reynum að gera það með sæmilegu raunsæi. Virkjum það litla sem við þurfum til að rafvæða bílaflotann, en dokum svo við til að sjá hvort og þá hvaða tæknilausnir verða þróaðar fyrir orkuskipti í samgöngum á sjó og í lofti. Það er ástæðulaust að hefja stórkostleg átök um virkjanamál fyrr en að það liggur ljóst fyrir hvort virkjana sé þörf. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Umhverfismál Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Stjórnendum Landsvirkjunar varð tíðrætt um það á ársfundi nýverið að fyrirtækið ætlaði að taka vel á móti framtíðinni. Það var augljóst af kynningum á fundinum að þessi framtíð felur í sér gjörnýtingu íslenskra vatnsfalla og jarðhitasvæða. Því til réttlætingar var t.d. vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ná eigi fullum orkuskiptum 2040 og Ísland verði þá óháð jarðefnaeldsneyti. Stjórnendum Landsvirkjunar varð líka tíðrætt um nýlega orkuskýrslu umhverfisráðherra og virðast líta á orkufrekustu sviðsmynd hennar sem verkefnahandbók fyrir fyrirtækið. Samkvæmt sviðsmyndum skýrslunnar þarf að auka orkuframleiðslu um 68% til 124% til 2040 ef ná á ,,fullum orkuskiptum“. Það eru 13.000 til 23.694 nýjar gígawattstundir (GWs) á átján árum, eða þrjár til fimm nýjar Kárahnjúkavirkjanir. Kárahnjúkavirkjun er að vísu svo óvenju stór virkjun á íslenskan mælikvarða að það væri kannski eðlilegra að miða við virkjun sem er nær meðalstærð virkjana hér á landi, t.d. Blönduvirkjun sem hefur 720 GWs orkugetu. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er þá að reisa 18 til 33 slíkar virkjanir á næstu 18 árum. En Blönduvirkjun verður víst ekki reist nema einu sinni. Og hvaða svæði þarf þá að leggja undir virkjanir til að framtíð Landsvirkjunar og ríkisstjórnarinnar verði að veruleika? Nefnum nokkur: Hrafnarbjargavirkjun (585 GWs) og Fljótshnjútsvirkjun (405 GWs) í Skjálfandafljóti. Þær myndu eyðileggja Aldeyjarfoss og fleiri náttúruverðmæta í fljótinu. Svæðin eru auk þess í verndarflokki rammaáætlunar samkvæmt þeim tillögum sem liggja nú fyrir Alþingi. Skatastaðavirkjun (1090 GWs) og Villinganesvirkjun (215 GWs) í Jökulsánum í Skagafirði sem eru í verndarflokki rammaáætlunar samkvæmt tillögum sem nú liggja fyrir Alþingi. Hvamms- (720 GWs), Holta- (450 GWs) og Urriðafossvirkjunar í neðri hluta Þjórsár (1037 GWs). Þetta eru umdeildar virkjanir, enda fyrstu stórvirkjanir Landsvirkjunar í byggð sem hefðu auk þess neikvæð áhrif á stærsta villta laxastofn landsins og þurrkuðu upp vatnsmesta foss landsins. Stækkun Blönduveitu (195 GWs) og vindmyllur í Blöndulundi (350 GWs). Vindmyllur í Búrfellslundi (300 GWs). Stækkun Kröfluvirkjunar (370 GWs). Hvalárvirkjunar í Árneshreppi (320 GWs) sem er mjög umdeildur og óhagkvæmur virkjanakostur og Austurgilsvirkjun á Vestjörðum (228 GWs) Hagavatnsvirkjun (120 GWs) og Skrokkalda á hálendinu (260 GWs) sem hafa mætt harðri andstöðu ferðaþjónustu og náttúruverndarfólks. Eldvörp á Reykjanesi (410 GWs) og Trölladyngja (410 GWs). Einhver fallegustu jarðhitasvæði landsins í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn (756 GWs). Virkjunin gæti haft neikvæð áhrif á ómetanlegt lífríki vatnsins og er auk þess í jaðri þorpsins í Reykjahlíð. Hverfisfljótsvirkjun (244 GWs), Hólmsárvirkjun (480 GWs) og Búlandsvirkjun (1057 GWs) í Skaftárhreppi. Allt virkjanir sem myndu spilla ægifögru svæði á hálendisjaðrinum. Nú verð ég að viðurkenna að mig þrýtur ímyndunarafl til að telja upp fleiri mögulega virkjanakosti og þá vantar enn rúmar 3.000 GWs til að ná upp í neðri mörk þess sem Landsvirkjun segist ætla að virkja á næstu átján árum. Og í þessari upptalningu eru margar virkjanir sem öllum á að vera ljóst að verða aldrei að veruleika vegna ríkra náttúruverndarahagsmuna, andstöðu heimamanna og vandræða við nýtingu jarðhitasvæða. Með því að leggja raunhæft mat á ofangreindan lista má álykta að hér verði í mesta lagi hægt að virkja um 3.000 til 4.000 GWs á næstu árum og áratugum, eða sem samsvarar eins og einni Kárahnjúkavirkjun eða fimm Blönduvirkjunum. Það er 20% aukning miðað við framleiðslugetu virkjana árið 2020, eitthvað sem þætti dágott hjá flestum þjóðum og myndi duga okkur fyrir rafvæðingu bílaflotans og vel rúmlega það. Það er ekki mjög hughreystandi að horfa upp á forystu Landsvirkjunar tapa jarðtengingu með tali um tvöföldun raforkuframleiðslu á fáum árum. Við getum rétt ímyndað okkur hvaða efnahagslegu áhrif það hefði ef hér ætti að reisa fimm Kárahnjúkavirkjanir á tveimur áratugum. Það þarf ekki langskólanám í hagfræði til að sjá fyrir sér að Seðlabankinn þyrfti að grípa til verulegra vaxtahækkana til að kæla hagkerfið, skortur yrði á vinnuafli í öðrum atvinnugreinum og húsnæðisskortur myndi aukast vegna mikils innflutnings verkafólks. En kannski má rekja þetta óraunsæi forystu Landsvirkjunar til þess að fyrirtækið nýtur nú óvenju góðs rekstrarumhverfis þar sem afurðaverð er í hæstu hæðum og vaxtakjör með besta móti. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem íslenskir athafnamenn eru slegnir góðærisblindu rétt áður en vaxtahækkanir og leiðrétting verðlags á heimsmarkaði kippa þeim aftur niður á jörðina. Tökum vel á móti framtíðinni, en reynum að gera það með sæmilegu raunsæi. Virkjum það litla sem við þurfum til að rafvæða bílaflotann, en dokum svo við til að sjá hvort og þá hvaða tæknilausnir verða þróaðar fyrir orkuskipti í samgöngum á sjó og í lofti. Það er ástæðulaust að hefja stórkostleg átök um virkjanamál fyrr en að það liggur ljóst fyrir hvort virkjana sé þörf. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun