Mömmuþjálfunaræði grípur nýbakaðar mæður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. apríl 2022 23:31 Hildur Karen Jóhannsdóttir þjálfar hópinn. Hún er með Crossfit level 1 þjálfararéttindi og er sjálf móðir. arnar halldórsson Gríðarleg eftirspurn er í svokallaða mömmuþjálfun þar sem nýbakaðar mæður æfa saman í hóp. Þær segja nauðsynlegt að komast út af heimilinu í fæðingarorlofi og svitna svolítið með öðrum mæðrum. Svokölluð mömmuþjálfun hefur sprungið út og má segja að mömmuþjálfunaræði hafi gripið nýbakaðar mæður. Í tímunum æfa þær með börnum sínum þar sem áhersla er lögð á þá líkamshluta sem barnsburður og fæðing hefur hvað mest áhrif á. Námskeiðið er það vinsælasta hjá Afreki en þrjú námskeið er uppseld og biðlistar í suma tíma. „Við byrjuðum bara með einn tíma í janúar en síðan höfum við verið að anna eftirspurn og bættum við tímum í febrúar og aftur í mars,“ sagði Hildur Karen Jóhannsdóttir, þjálfari hjá Afreki. Andrea og Kristjana æfa hjá Afreki.arnar halldórsson „Þetta er bara geggjað gaman. Fjölbreyttar æfingar og eitthvað fyrir alla. Sjúklega gaman,“ sagði Andrea Björk Harðardóttir, móðir. „Þetta er nauðsynlegt, er svo skemmtilegt. Gefur manni svo mikið,“ sagði Jónína Einarsdóttir, móðir. Jónína Einarsdóttir segir nauðsynlegt að komast á æfingu í orlofinu. arnar halldórsson Sprenging í fæðingum Margt valdi því að námskeiðið sé svo vinsælt. „Það er náttúrulega búin að vera sprengja í fæðingum og börnum núna en ég held líka að konur séu að sækjast í eitthvað meira. Ég hef það að markmiði þegar þær koma hingað inn að þær labbi út sveittar og búnar að fá smá útrás þannig ég held að þær séu að sækjast í það að taka smá á því,“ sagði Hildur Karen. Hildur Karen Jóhannsdóttir þjálfar mæðurnar. Sjálf er hún móðir vinnur við markaðsstörf í Wodbúðinni, heldur uppi fjarþjálfun auk þess sem hún er með BS gráðu í sálfræði. Nóg að gera. arnar halldórsson „Ég held að það sé líka gott fyrir mömmur að geta komist aðeins út. Hreyfa sig og komast í standið sem maður var í,“ sagði Andrea. Mikilvægt að komast út úr húsi í orlofinu „Það spyrst út hvað þetta gerir mikið fyrir mann í orlofi, í staðinn fyrir að vera lokaður inni heima og gera ekki neitt þá gerir það mjög mikið fyrir mann að komast á æfingar,“ sagði Jónína. Þær segja að það skipti miklu máli að geta tekið börn með á æfingar. „Ég kæmist ekki á æfingar nema ég gæti tekið hana með mér, þannig þetta er geggjað. Og henni finnst það líka skemmtilegt,“ sagði Jónína. „Og þær eru ótrúlega duglegar mömmurnar að grípa í æfingar með litlu krílin. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með því,“ sagði Hildur Karen. Börn og uppeldi Líkamsræktarstöðvar Heilsa Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Svokölluð mömmuþjálfun hefur sprungið út og má segja að mömmuþjálfunaræði hafi gripið nýbakaðar mæður. Í tímunum æfa þær með börnum sínum þar sem áhersla er lögð á þá líkamshluta sem barnsburður og fæðing hefur hvað mest áhrif á. Námskeiðið er það vinsælasta hjá Afreki en þrjú námskeið er uppseld og biðlistar í suma tíma. „Við byrjuðum bara með einn tíma í janúar en síðan höfum við verið að anna eftirspurn og bættum við tímum í febrúar og aftur í mars,“ sagði Hildur Karen Jóhannsdóttir, þjálfari hjá Afreki. Andrea og Kristjana æfa hjá Afreki.arnar halldórsson „Þetta er bara geggjað gaman. Fjölbreyttar æfingar og eitthvað fyrir alla. Sjúklega gaman,“ sagði Andrea Björk Harðardóttir, móðir. „Þetta er nauðsynlegt, er svo skemmtilegt. Gefur manni svo mikið,“ sagði Jónína Einarsdóttir, móðir. Jónína Einarsdóttir segir nauðsynlegt að komast á æfingu í orlofinu. arnar halldórsson Sprenging í fæðingum Margt valdi því að námskeiðið sé svo vinsælt. „Það er náttúrulega búin að vera sprengja í fæðingum og börnum núna en ég held líka að konur séu að sækjast í eitthvað meira. Ég hef það að markmiði þegar þær koma hingað inn að þær labbi út sveittar og búnar að fá smá útrás þannig ég held að þær séu að sækjast í það að taka smá á því,“ sagði Hildur Karen. Hildur Karen Jóhannsdóttir þjálfar mæðurnar. Sjálf er hún móðir vinnur við markaðsstörf í Wodbúðinni, heldur uppi fjarþjálfun auk þess sem hún er með BS gráðu í sálfræði. Nóg að gera. arnar halldórsson „Ég held að það sé líka gott fyrir mömmur að geta komist aðeins út. Hreyfa sig og komast í standið sem maður var í,“ sagði Andrea. Mikilvægt að komast út úr húsi í orlofinu „Það spyrst út hvað þetta gerir mikið fyrir mann í orlofi, í staðinn fyrir að vera lokaður inni heima og gera ekki neitt þá gerir það mjög mikið fyrir mann að komast á æfingar,“ sagði Jónína. Þær segja að það skipti miklu máli að geta tekið börn með á æfingar. „Ég kæmist ekki á æfingar nema ég gæti tekið hana með mér, þannig þetta er geggjað. Og henni finnst það líka skemmtilegt,“ sagði Jónína. „Og þær eru ótrúlega duglegar mömmurnar að grípa í æfingar með litlu krílin. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með því,“ sagði Hildur Karen.
Börn og uppeldi Líkamsræktarstöðvar Heilsa Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira