Hverjir tryggja fæðuöryggi á Íslandi? Erna Bjarnadóttir skrifar 10. apríl 2022 07:00 Þann 4. apríl sl. birtist fréttatilkynning frá matvælaráðuneytinu (tengill hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/04/04/Tollkvoti-vegna-innfluttra-landbunadarvara-fra-ESB-framlengdur/) um að framlengt hefði verið tímabil til ráðstöfunar tollkvóta vegna innfluttra landbúnaðarvara frá ríkjum ESB. Um er að ræða nýtingartímabilið 1. janúar til 30. apríl 2022 og framlengir ráðuneytið gildistímann til 30. júní nk. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins er síðan vitnað í að borist hafi erindi frá Félagi atvinnurekenda (FA) og sagt að snúnara hafi orðið að útvega ýmsar vörur eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Röksemdafærsla Félags atvinnurekenda Það er áhugavert að rýna í þennan texta en þó enn frekar sjálft erindi FA. Af því má ráða að matvælaráðuneytið hafi upphaflega synjað beiðni um framlengingu gildistíma tollkvóta og því hafi FA sent formlegt erindi. Þar segir orðrétt: „Okkur finnst að hér sé ekki horft til þeirra sérstöku aðstæðna, sem nú eru uppi á evrópskum matvörumarkaði vegna styrjaldarinnar í Úkraínu. Takist innflytjendum ekki að finna vörur til að fylla kvótann, verða þær ekki fluttar inn og það fé, sem greitt var fyrir kvótann, er í raun tapað. Af þessu leiðir tvennt; lægri birgðastaða og að verð á öðrum vörum þarf að hækka meira en ella til að bæta tjónið. Hvorugt er í þágu fæðuöryggis.“ Fæðuöryggi er alvörumál Ja, öðru vísi mér áður brá! Hvað er Félag atvinnurekenda að segja hér? Er slíkur vöruskortur nú í Evrópu að ekki sé unnt að afla nauðsynlegra matvæla? Sé svo er betra að það sé sagt hreint út., því slíkt er greinileg ógn við fæðuöryggi landsmanna. Það er vissulega mikið alvörumál fyrir þjóðina ef þau viðskiptasambönd við útlönd sem m.a. félagar í FA hafa byggt upp, duga ekki til að tryggja nauðsynleg aðföng þegar á reynir. Allra hluta vegna skulum við vona að ástand mála versni ekki enn frekar, en slíkt getur því miður gerst. Af þessum aðstæðum ættum við - sem erum af þeirri kynslóð sem ekki hefur þurft áður að upplifa slíka ógnartíma svo nærri okkur – að draga ákveðinn lærdóm. Við eigum ekki að tala fjálglega eins og sá sem allt veit og allt skilur þegar verið er að ræða almannahagsmuni eins og fæðuöryggi þjóðarinnar. Almannahagsmuni, eins og fæðuöryggi, verður að nálgast í umræðunni á þann veg að þröngir sérhagsmunir víki. Umræðan og ákvarðanir verði að snúast af meginþunga um það sem við getum gert í okkar umhverfi og landi og hvernig við getum tryggt að svo verði. Sem þjóð höfum við allar heimildir til að koma okkar málum svo fyrir með lögum og reglum. Það gera nágrannaþjóðir okkar hiklaust. Leiðir til að tryggja fæðuöryggi Óhætt er að fullyrða að við lifum á víðsjárverðum tímum. Þá skiptir grundvallarmáli að stjórnvöld hagi viðbrögðum sínum þannig að hagsmuna lands og þjóðar sé gætt í hvívetna og að ákvarðanir valdi ekki tjóni. Sama dag og fréttatilkynning ráðuneytisins birtist, hélt norskur sérfræðingur erindi um fæðuöryggi í streymi á vegum Auðhumlu - samvinnufélags bænda. Hann var með skýr skilaboð til okkar. Til að treysta fæðuöryggi þjóða á norðlægum slóðum er best að treysta framleiðslu þeirra afurða sem henta við okkar aðstæður. Hér eru það fyrst og fremst búfjárafurðir og garðyrkjuafurðir. Um leið er æskilegt að treysta stoðir fóðurframleiðslu s.s. með aukinni kornrækt. Sem dæmi hafa norsk stjórnvöld gefið út að þau muni tryggja að norskir bændur fá nægar tekjur til að standa undir kostnaði við framleiðslu á öllu korni sem þeir geta mögulega ræktað í sumar. Þetta er ein þeirra aðgerða sem Norðmenn hafa valið til að treysta fæðuöryggi sitt. Uppbygging áburðarverksmiðju hér á landi er sömuleiðis aðgerð sem mun treysta fæðuöryggi okkar. Er núverandi staða ekki staðfesting þessa að þörf er á að grípa til víðtækra aðgerða? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Erna Bjarnadóttir Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Þann 4. apríl sl. birtist fréttatilkynning frá matvælaráðuneytinu (tengill hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/04/04/Tollkvoti-vegna-innfluttra-landbunadarvara-fra-ESB-framlengdur/) um að framlengt hefði verið tímabil til ráðstöfunar tollkvóta vegna innfluttra landbúnaðarvara frá ríkjum ESB. Um er að ræða nýtingartímabilið 1. janúar til 30. apríl 2022 og framlengir ráðuneytið gildistímann til 30. júní nk. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins er síðan vitnað í að borist hafi erindi frá Félagi atvinnurekenda (FA) og sagt að snúnara hafi orðið að útvega ýmsar vörur eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Röksemdafærsla Félags atvinnurekenda Það er áhugavert að rýna í þennan texta en þó enn frekar sjálft erindi FA. Af því má ráða að matvælaráðuneytið hafi upphaflega synjað beiðni um framlengingu gildistíma tollkvóta og því hafi FA sent formlegt erindi. Þar segir orðrétt: „Okkur finnst að hér sé ekki horft til þeirra sérstöku aðstæðna, sem nú eru uppi á evrópskum matvörumarkaði vegna styrjaldarinnar í Úkraínu. Takist innflytjendum ekki að finna vörur til að fylla kvótann, verða þær ekki fluttar inn og það fé, sem greitt var fyrir kvótann, er í raun tapað. Af þessu leiðir tvennt; lægri birgðastaða og að verð á öðrum vörum þarf að hækka meira en ella til að bæta tjónið. Hvorugt er í þágu fæðuöryggis.“ Fæðuöryggi er alvörumál Ja, öðru vísi mér áður brá! Hvað er Félag atvinnurekenda að segja hér? Er slíkur vöruskortur nú í Evrópu að ekki sé unnt að afla nauðsynlegra matvæla? Sé svo er betra að það sé sagt hreint út., því slíkt er greinileg ógn við fæðuöryggi landsmanna. Það er vissulega mikið alvörumál fyrir þjóðina ef þau viðskiptasambönd við útlönd sem m.a. félagar í FA hafa byggt upp, duga ekki til að tryggja nauðsynleg aðföng þegar á reynir. Allra hluta vegna skulum við vona að ástand mála versni ekki enn frekar, en slíkt getur því miður gerst. Af þessum aðstæðum ættum við - sem erum af þeirri kynslóð sem ekki hefur þurft áður að upplifa slíka ógnartíma svo nærri okkur – að draga ákveðinn lærdóm. Við eigum ekki að tala fjálglega eins og sá sem allt veit og allt skilur þegar verið er að ræða almannahagsmuni eins og fæðuöryggi þjóðarinnar. Almannahagsmuni, eins og fæðuöryggi, verður að nálgast í umræðunni á þann veg að þröngir sérhagsmunir víki. Umræðan og ákvarðanir verði að snúast af meginþunga um það sem við getum gert í okkar umhverfi og landi og hvernig við getum tryggt að svo verði. Sem þjóð höfum við allar heimildir til að koma okkar málum svo fyrir með lögum og reglum. Það gera nágrannaþjóðir okkar hiklaust. Leiðir til að tryggja fæðuöryggi Óhætt er að fullyrða að við lifum á víðsjárverðum tímum. Þá skiptir grundvallarmáli að stjórnvöld hagi viðbrögðum sínum þannig að hagsmuna lands og þjóðar sé gætt í hvívetna og að ákvarðanir valdi ekki tjóni. Sama dag og fréttatilkynning ráðuneytisins birtist, hélt norskur sérfræðingur erindi um fæðuöryggi í streymi á vegum Auðhumlu - samvinnufélags bænda. Hann var með skýr skilaboð til okkar. Til að treysta fæðuöryggi þjóða á norðlægum slóðum er best að treysta framleiðslu þeirra afurða sem henta við okkar aðstæður. Hér eru það fyrst og fremst búfjárafurðir og garðyrkjuafurðir. Um leið er æskilegt að treysta stoðir fóðurframleiðslu s.s. með aukinni kornrækt. Sem dæmi hafa norsk stjórnvöld gefið út að þau muni tryggja að norskir bændur fá nægar tekjur til að standa undir kostnaði við framleiðslu á öllu korni sem þeir geta mögulega ræktað í sumar. Þetta er ein þeirra aðgerða sem Norðmenn hafa valið til að treysta fæðuöryggi sitt. Uppbygging áburðarverksmiðju hér á landi er sömuleiðis aðgerð sem mun treysta fæðuöryggi okkar. Er núverandi staða ekki staðfesting þessa að þörf er á að grípa til víðtækra aðgerða? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun